Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.10.2013, Page 61
6.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61
Umhverfisvænna
verður það ekki
Stangarhyl 4, 110 Reykjavík, Sími: 520 7700
raestivorur.is
Hreinlætispappír framleiddur úr
endurunnum mjólkurfernum (Tetra pack)
74% af drykkjarfernu er pappír – 22% plast – 4% ál.
Pappírinn er notaður í hreinlætispappír,
álið og plastið í t.d. penna ofl.
Ramsey hefur alltaf lætt inn
einu og einu marki í gegnum
sinn stutta feril. Merkilegt
nokk þá komust menn að því
að í hvert sinn sem hann
skoraði þá bankaði dauðinn
upp á hjá einhverjum fræg-
um. Ramsey skoraði gegn
Manchester United fyrsta maí
2011 og daginn eftir var
Osama Bin Laden skotinn til
bana. Ramsey skoraði tvö
mörk í október sama ár, þann
annan og 19. og gaf Steve
Jobs, stofnandi Apple, upp
öndina þann sjötta. Þann 20.
lést Muammar Gaddafi.
Ramsey skoraði gegn Sunder-
land í febrúar 2012 og daginn
eftir lést Whitney Houston.
Var mikið gert grín að Ram-
sey fyrir þessa tölfræði en
hann lét hana ekkert á sig fá
enda bara skemmtileg vit-
leysa. Hefur hann skorað átta
mörk það sem af er tímabili
og ekki eru neinir frægir látn-
ir enn af hans völdum. Segja
má því að Ramsey hafi hrist
af sér dauðann og slíkt er nú
ekkert smámál.
DAUÐANS
ALVARA
Skytturnar þrjár, Mesut Ozil, Ramsey og Per Mertesacker fagna marki.
Osama bin Lad-
en lést daginn
eftir að Ramsey
skoraði gegn
Manchester
Untited.
Steve Jobs lést
skömmu eftir að
Ramsey skoraði
gegn Tottenham.
Muammar Gaddafi lést daginn eftir að Ram-
sey skoraði gegn Marseille.
Whitney Houston
lést daginn eftir að
Ramsey skoraði
gegn Sunderland.