Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Vilhjálmur Egilsson er ósammála því mati Jóns Torfa Jónassonar prófessors að ekki sé eins augljóst út frá byggðasjónarmiði að starf- rækja háskóla á Bifröst og á Ak- ureyri eða Hólum. „Ég sé ekki muninn á þessu. Hér á Bifröst og í byggðarlaginu öllu nýtur margt fólk góðs af staðsetn- ingu skólans og börn nemenda eru kjarninn í grunnskólanum á Varma- landi. Þannig að mjög mörg störf hafa orðið til á svæðinu út af Há- skólanum á Bif- röst, bæði beint og óbeint. Meginmálið fyrir skólann er eigi að síður að standa sig í sam- keppni við aðra háskóla og veita mikilvæga þjónustu fyrir atvinnu- lífið og samfélagið allt.“ Það á ekki að beita reglu- strikuaðferðum Að álit Vilhjálms gegnir sama máli um háskólana á Akureyri og Hól- um. „Þeir hljóta að vilja vera til vegna námsins sem þeir bjóða upp á og þjónustu við samfélagið en ekki vegna staðsetningarinnar einn- ar og sér. Það er röng nálgun. Það á ekki að vera gustuk að reka há- skóla.“ Spurður hvort hann sjái mögu- leika á því að sameina einhverja há- skóla í landinu segir Vilhjálmur for- gangsverkefni að skoða hvern skóla fyrir sig og meta hvort þeir séu sjálfbærar stofnanir hver á sínu sviði og hvort þeir hafi sérstöku hlutverki að gegna. „Þá er ekki hægt að beita ein- hverjum reglustrikuaðferðum á það hvort skólarnir eru of margir eða of fáir. Ekkert leiðir það betur í ljós en samkeppnin.“ Bryndís Hlöðversdóttir, þáverandi rektor, við brautskráningu nemenda frá Bifröst síðastliðið vor. Samkeppni brýnni en staðsetning Jón Torfi Jónasson Ekki náðist í Illuga Gunn- arsson mennta- og menning- armálaráðherra vegna þess- arar umfjöllunar í gær en Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoð- armaður hans, segir þróun háskólamála í heild sinni í skoðun í ráðuneytinu og nið- urstöðu þeirrar vinnu sé að vænta seint á þessu ári. Ýmsir möguleikar munu vera þar til skoðunar, meðal annars fækkun og sameining skóla. Að sögn Sirrýjar er sameining Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík ekki einn af kost- unum sem eru til um- ræðu. Því hafi ráð- herra þegar lýst yfir. EKKI STENDUR TIL AÐ SAMEINA HÍ OG HR Þ að er fráleit hugmynd að sameina Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Sam- keppnin milli þessara tveggja skóla er bráðnauðsynleg fyrir íslenskt samfélag. Hún þýðir að atvinnulífið fær fólk með mun fjölbreyttari bakgrunn út úr há- skólunum,“ segir Vilhjálmur Eg- ilsson, rektor Háskólans á Bif- röst, en Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla Íslands, lýsti því sjónarmiði hér í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins fyrir viku að styrkur yrði að sameina þessa tvo skóla. „Spyrja má sig hvort þessir skólar séu nægilega ólíkir til að starfa hvor við hlið annars í ekki stærra samfélagi,“ sagði Jón Torfi. Vilhjálmur er algjörlega ósam- mála þessu. Hann segir enga til- viljun að Háskólinn í Reykjavík hafi verið settur á laggirnar á sínum tíma. Þá hafi nefnilega verið áberandi að Háskóli Íslands sinnti ekki þörfum atvinnulífsins. Það þurfti nýjan háskóla til. „Þetta þekki ég vel því ég vann í tíu ár að undirbúningi stofnunar Háskólans í Reykjavík meðan ég var framkvæmdastjóri Versl- unarráðs Íslands. Það að sameina þessa skóla nú yrði afturhvarf til fortíðar,“ segir Vilhjálmur. Þurfa að fylgja þörfum atvinnulífsins Hann segir Háskóla Íslands alls ekki hafa sinnt þörfum atvinnu- lífsins sem skyldi fyrir tilkomu Háskólans í Reykjavík og Há- skólans á Bifröst en hafi bætt ráð sitt í seinni tíð. „Hvers vegna er það? Jú, auðvitað út af samkeppninni. Háskólar þurfa að vera í stöðugri naflaskoðun til að fylgja eftir þörfum atvinnulífsins. Meðan Há- skóli Íslands var einn á mark- aðnum gat hann bara í rólegheit- um þróast út frá sínum eigin forsendum. Það er ekki hollt. Fjölbreytni er öllum samfélögum nauðsynleg.“ Á þessum tíma hafði Verzl- unarskóli Íslands starfrækt tölvuháskóla, þar sem boðið var upp á tveggja ára nám í tölv- unarfræði, og Vilhjálmur segir þann skóla hafa séð fyrirtækjum fyrir mannafla til að reka tölvu- kerfi þeirra. „Á sama tíma var Háskóli Íslands með allt aðra stefnu varðandi nám í tölv- unarfræði sem helgaðist ekki síst af allskonar múrum. Maður hafði hreinlega á tilfinningunni að til- gangurinn væri að fella nemendur en ekki skila þeim með haldgóða menntun út í samfélagið. Hefði Háskóli Íslands áfram verið ein- ráður á þessum markaði og hald- ið áfram að útskrifa tölvunarfræð- inga á þeim hraða sem hann var að gera hefði þess séð stað í hag- tölum á Íslandi. Fólkið sem Tölvuháskóli Verzlunarskóla Ís- lands brautskráði hefur margt hvert orðið lykilfólk í íslensku at- vinnulífi. Það nám rann síðar inn í Háskólann í Reykjavík.“ Óeðlilega mikið fall Vilhjálmur hefur sömu tilfinningu gagnvart laganáminu í Háskóla Íslands. Áhöld séu um það hvort skólinn hafi yfir höfuð áhuga á því að brautskrá nemendur. „Gríðarlegt fall í almennri lög- fræði í Háskóla Íslands hefur lengi verið umhugsunarefni. Ein- ungis 10% sem þreyta prófið í þessum grunnkúrsi í fyrsta sinn ná settu lágmarki. Er það vegna þess að allur þorri laganema er svona treggáfaður eða er eitthvað að kennsluaðferðunum? Í mínum huga hlýtur síðarnefnda skýringin að eiga við. Það getur ekki verið eðlilegt að standa að kennslu með þessum hætti.“ Vilhjálmur segir mikilvægt að háskólar meðhöndli nemendur sína sem einstaklinga og persónur en ekki bara sem kennitölur. „Ég held að það sé mikil þörf á slíkri nálgun, þess vegna eiga HR og Háskólinn á Bifröst brýnt erindi.“ Áherslan í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bif- röst er á viðskiptalögfræði. Það er tilfinning Vilhjálms að Háskóla Íslands hafi tekist að vega að þeirri áherslu með því að setja lögmannsprófið upp á sínum for- sendum. „Lengi var það þannig að enginn mátti mennta lögfræð- inga nema Háskóli Íslands. Núna er það þannig að það má helst enginn mennta lögfræðinga nema eins og Háskóli Íslands. Hann rígheldur í sína aðferðafræði. Maður setur stórt spurningamerki við þetta enda finnst mér áhersla á viðskiptalögfræði eiga fullan rétt á sér. Ef gagnrýna má okk- ur og HR fyrir eitthvað í þessu sambandi er það að hafa neyðst til að sveigja aðeins frá þessari áherslu að kröfu HÍ. Stefna okk- ar hér á Bifröst er að mennta lögfræðinga í því að hafa manna- forráð, í skattamálum, viðskipta- samningum og því sem snýr að eftirlitsiðnaðinum. Þetta eru þætt- ir sem skipta höfuðmáli í öllum fyrirtækjum, stórum sem smáum.“ Vilhjálmur segir Háskóla Ís- lands einnig hafa verið á villigöt- um varðandi menntun viðskipta- fræðinga. „Það reyndi ég á eigin skinni. Eftir fjögurra ára cand. oecon.-nám við Háskóla Íslands fór ég utan til Bandaríkjanna í framhaldsnám og þá var það nám lagt að jöfnu við BA/BS-gráðu, sem er þriggja ára nám. Námið í HÍ var með öðrum orðum á skjön við það sem þekktist ann- ars staðar. Háskólinn í Reykjavík og Háskólinn á Bifröst byrjuðu strax að útskrifa nemendur með BA/BS-gráðu eftir þrjú ár og það varð til þess að Háskóli Íslands breytti sínu viðskiptafræðinámi. Hefðu þessir skólar ekki komið til sögunnar væri Háskóli Íslands án efa ennþá fastur í sínu úrelta fjögurra ára námskerfi.“ Morgunblaðið/Kristinn Ekki gustuk að reka háskóla ÝMIS SJÓNARMIÐ ERU UPPI VARÐANDI ÞRÓUN HÁSKÓLA Á ÍSLANDI EN NOKKUÐ HEFUR VERIÐ RÆTT UM SAMEININGU ÞEIRRA, EKKI SÍST HÁSKÓLA ÍSLANDS OG HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. VILHJÁLMUR EGILSSON, REKTOR HÁSKÓLANS Á BIF- RÖST, SEGIR ÞAÐ FRÁLEITA HUGMYND ENDA SÉ EKKERT EINS HOLLT FYRIR ÍSLENSKT HÁSKÓLAKERFI OG SAMKEPPNI. * Fyrst menn vilja sameina háskóla má þá ekki alveg einssameina kjörbúðir og dagblöð. Hafa bara eitt af hverju.Er það ekki hagkvæmast? Vilhjálmur Egilsson rektor Háskólans á BifröstÞjóðmálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is Sirrý Hallgrímsdóttir Frá brautskráningu kandídata við Háskóla Íslands fyrr á þessu ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.