Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 49
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49
leik að viðurværi, spilaði á kvöldin og um
helgar en spriklaði stundum í ræktinni á
daginn. En eftir þrjú góð ár af frjálslegu bó-
hemlífi ákvað ég að taka þetta allt öðrum
tökum. Ég var farinn að hugsa öðruvísi og
tók í raun allt í gegn. Langaði bara að gera
eitthvað nýtt.“
Yesmine „Hann fór í smá átak, tók áfengi
alveg út um tíma, fór að borða meira af
prótíni og fá sér heilsusjeik. Ég held að
þetta hafi haft mikið um það að segja að
hlutirnir breyttust á milli okkar því við höfð-
um verið algjörlega sitt á hvorum staðnum.
Svo klippti hann af sér dreadlocks og hætti
að ganga í buffalóskónum. Það gerði líklega
útslagið með að ég sannfærðist endanlega,“
segir Yesmine og hlær.
Og hvernig komið þið ykkur að því að
þróa vináttuna yfir í ástarsamband?
Addi „Það var einfaldlega ákveðið.“
Yesmine „Og var auðvitað rosalega skrýt-
ið því við vorum búin að fylgjast svo lengi
með hvort öðru og styðja hvort annað. Hann
átti lítið barn og ég var bara með mínu liði.
Svo höfðum við bæði verið einhleyp um eitt-
hvert skeið en samt búin að eyða endalaus-
um tíma saman. Svo sáum við að sambandið
var farið að stefna í aðra átt og fiðringur
farinn að gera vart við sig. Þar sem við vor-
um svona góðir vinir var ekkert annað að
gera en að setjast niður og byrja að ræða að
það væru einhverjar fleiri tilfinningar komn-
ar í spilið.“
Addi „Þetta var ákveðið í íbúð Yesmine á
þessum tíma. Við settumst niður og ræddum
saman, ákváðum að prófa þetta.“
Yesmine „Og þá var ekkert annað eftir en
að lokka hann frá því að vera grænmetisæta
sem hann hafði verið í nokkur ár! Hann var
nefnilega óvenjulegur poppari hvað mat-
aræði snerti, lítið í skyndibita. Og skemmti-
legt að segja frá því en þarna var Addi bú-
inn að vera að nota indversk krydd í sína
grænmetisrétti.“
Addi „Nú eru margir tónlistarmenn auð-
vitað grænmetisætur þannig að þetta er
ekkert óvenjulegt í dag. En jú, kannski hef
ég og við nokkrir þarna bara verið svolítið á
undan. Ég hafði verið grænmetisæta í sjö ár
þegar við Yesmine byrjuðum saman.“
Yesmine „Ég bjó til svakalega góðan
kjúklingarétt og hann var svo ástfanginn að
hann þorði auðvitað ekki annað en að
smakka hann.“
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan
þetta var og nokkrum árum eftir rómantísku
kjúklingamáltíðina fékk Yesmine þá hug-
mynd að gefa út matreiðslubók með ind-
versku ívafi. Þau hjón sáu þá ekkert því til
fyrirstöðu að þau myndu kýla á þetta sjálf. Í
kjölfarið stofnuðu þau eigið útgáfufyrirtæki
en það litla fyrirtæki hefur gefið út þrjár
matreiðslubækur og hafa tvær þeirra meðal
annars hlotið alþjóðleg verðlaun. Í ár ákváðu
þau að fela Eddu útgáfu það verkefni að
gefa nýjustu bók Yesmine út. Addi og Yesm-
ine framleiddu einnig einar þrjár sjónvarps-
seríur en þær hafa allar verið sýndar á
RÚV við miklar vinsældir. En þar við situr
ekki því heima í Norðlingaholti halda þau
matreiðslunámskeið, en þá er Yesmine