Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 M orgunblaðið verður 100 ára eftir fáeina daga og hefur blaðið (og vefurinn) minnst þeirra tímamóta með marg- víslegum hætti á afmæl- isárinu, þótt gætt hafi verið hófs og tyllidagarnir ekki notaðir til að hreykja sér hátt. Hefur verið sérlega ánægjulegt hvernig starfs- mönnum blaðsins hefur tekist að setja tengsl þess við landsmenn, nær og fjær, í öndvegi. Púlsinn hefur ver- ið tekinn á Íslandi stundarinnar og upprifjun á minn- isstæðum þáttum í sögu blaðsins fremur verið í bland við efni af því tagi, enda er dagblað ekki síst miðill síns samtíma. Sérkennileg samkeppni Í þessa heilu öld hefur Morgunblaðið aldrei þurft að óttast samkeppni um gæði og snerpu. En frá upphafi nýrrar aldar hefur blaðið búið við samkeppni sem einkennist af því að sá þáttur í starfsemi samkeppn- isaðila sem snýr að Morgunblaðinu hefur ekki þurft að lúta þeim lögmálum að standa undir sér. Dæmin frá Danmörku þar sem milljörðum ofan á milljarða var kastað á glæ til að sigra blaðaheiminn eru nú öll- um kunn. Það óhemjulega fé létu bankar af hendi rakna án haldbærra trygginga. Hér hefur frétta- blaðsstarfsemi verið látið fara á höfuðið oftar en einu sinni, en haldið áfram í eigu sömu aðila eftir að skuld- ir höfðu verið látnar hverfa. Þeir sem komið höfðu að rekstri Morgunblaðsins í áratugi fengu ekki slíka meðferð. Þrátt fyrir þennan ójafna leik er Morgunblaðið nú með jákvæða fjárhagslega stöðu og tekjur þess af rekstri tryggja að fréttamiðlun blaðs og vefs hefur eflst og styrkst síðustu misserin. Margvíslegar fréttir hafa síðustu áratugina borist af hnignun í blaðaútgáfu austan hafs og vestan. Drýgstan hluta síðustu aldar var tæknin hjálpleg dagblöðunum. Hin þunglamalega blýsetning blað- anna var mannaflsfrek og henni fylgdi tví- og þrí- verknaður. Ekki var óalgengt að harðvítugar deilur við stéttarfélög prentara settu strik í útgáfu blaða, eins og mörg fræg dæmi eru um frá Bretlandi og var auðvitað ekki óþekkt annars staðar. Tæknibylting varð svo til þess að blaðamenn tóku að skrifa sínar fréttir nánast beint í prentsmiðjuna. Símsending ljós- mynda með gömlu aðferðinni var ein byltingin til og nú er svo komið að síminn er algengasta ljósmynda- vélin og stundum raunar misnotuð, en bjarta hliðin er sú, að nú geta myndir borist á örskotsstund í hús fjöl- miðla og þaðan út eða án allrar milligöngu þeirra beint á veraldarvefinn. Blaðakóngar fyrirferðarmiklir En á þeim þunglamalega tíma sem nefndur var til sögunnar gátu þeir sem náðu valdi á útgáfu blaða þó gert það gott. Á slíka hlóðst oft mikið fé og áhrif þeirra á þróun þjóðmála í sínu landi og jafnvel víðar urðu einatt mjög mikil og ekki endilega ætíð holl. Í Bandaríkjunum, Bretlandi og á meginlandi Evrópu voru þekktir blaðaburgeisar (press barons) sem voru fyrirferðarmiklir í þjóðlífinu og mjög frekir til af- skipta af stjórnmálum. Sumir þeirra héldu slíkri stöðu í áratugi á meðan kjörnir leiðtogar almennings komu og fóru og stundum höfðu blaðaburgeisarnir átt sinn stóra þátt í því að þeir komust til valda og ekki síður að þeir glötuðu þeim aftur. Þessi þáttur skekkti örugglega stundum lýðræðislega þróun. Frægt dæmi um heljartök blaðaburgeisa er frá Bretlandi. Winston Churchill forsætisráðherra fékk heilablóðfall þegar nokkuð var liðið á seinni forsætis- ráðherratíð hans. Því virtist einboðið að hann hlyti að segja strax af sér. Blaðaburgeisarnir, sem iðulega tókust hart á, hittust þá á sveitasetri Churchills og ákváðu að breska þjóðin skyldi ekki fá að frétta neitt Tilhlaupið er hafið að hundrað ára afmælinu * Í þessa heilu öld hefur Morg-unblaðið aldrei þurft að óttastsamkeppni um gæði og snerpu. En frá upphafi nýrrar aldar hefur blaðið búið við samkeppni sem einkennist af því að sá þáttur í starfsemi sam- keppnisaðila sem snýr að Morg- unblaðinu hefur ekki þurft að lúta þeim lögmálum að standa undir sér. Reykjavíkurbréf 18.10.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.