Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Í dag, 19. október, eru fimmtíu ár síðan Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar, Loft- ur og Bjarni Markús Jóhannessynir, færðu Árnesingum stóra málverkagjöf sem lagði grunn að Listasafni Árnesinga. Af því tilefni verður dagskrá í safnhúsinu í Hveragerði í dag, milli kl. 16 og 18, undir yfirskriftinni „Vangaveltur á tímamótum“. Framtakinu verður fagnað og rætt um hvaða þýðingu gjöfin hefur haft og tækifærin sem felast í safninu. Flutt verða sex stutt erindi og að því loknu verða umræður. Frummælendur verða Knútur Bruun listaverkasafnari, Dagný Heið- dal listfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Hildur Hákonardóttir, myndlistarmaður og fyrsti safnstjóri LÁ, Ást- hildur B. Jónsdóttir lektor og Margrét El- ísabet Ólafsdóttir, doktor í list- og fagurfæði. LISTASAFN ÁRNESINGA VANGAVELTUR Í tengslum við sýningarnar í Listasafni Árnesinga er boðið upp á listasmiðju fyrir börn. Marta Guðrún Halldórsdóttir sópransöngkona kemur fram með Camerarctica á tónleikunum. Morgunblaðið/Þorkell Kammerhópurinn Camerarctica kemur fram á öðrum tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á þessu starfsári, í Norðurljósasal Hörpu á sunnudagskvöldið kl. 20. Camerarctica hefur á undanförnum árum staðið að heildarflutn- ingi á ýmsum merkum tónverkasöfnum. Á tónleikunum mun sópransöngkonan Marta Guðrún Halldórsdóttir slást í hóp Camer- arctica-liða, eins og undanfarin tvö ár, og ljúka þau heildarflutningi á Níu þýskum aríum eftir Händel. Einnig flytja þau strengjakvar- tett nr. 2 eftir Bartók, tríósónötu fyrir fiðlu, flautu og fylgirödd í F-dúr eftir Telemann og klarinettukvartett í Es-dúr eftir Hummel. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN CAMERARCTICA Í tilefni af því að á þessu ári eru níutíu ár liðin frá opnun Listasafns Einars Jónssonar í Hnitbjörgum á Skólavörðuholti efnir safn- ið til málþings um höfund- arverk listamannsins í safninu á sunnudag milli kl. 14 og 16.30. Listasafn Ein- ars var fyrsta listasafnið sem opnað var almenningi í eigin húsnæði hér á landi og markaði opnun þess því tíma- mót. Safnbyggingin var jafnframt fyrsta húsið sem reis á Skólavörðuhæð í Reykjavík. Á málþinginu fjallar Ólafur Kvaran prófessor um helstu höfundarverk listamannsins, Júl- íana Gottskálksdóttir forstöðumaður um verk Einars á almannafæri og Pétur Ár- mannsson arkitekt um safnbygginguna. 90 ÁR FRÁ OPNUN HNITBJARGA RÆTT UM EINAR Einar Jónsson 15:15-tónleikaröðin í Norræna húsinu hefst að nýju þennan vet-urinn með tónleikum Tríós VEI á sunnudag kl. 15.15. Tón-leikana kallar tríóið „Hljóðpípuseið og söng“. Tríó VEI skipa þau Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Einar Jóhann- esson klarínettleikari og Valgerður Andrésdóttur píanóleikari. Um þessar mundir halda þau upp á sitt tíunda starfsár. Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt og samstendur af íslenskum og breskum tónverkum. Elsta verkið er frá árinu 1920 en það yngsta frá aldamótaárinu 2000. Flutt verða bresku verkin „Songs of Inn- ocence“ eða Söngvar sakleysisins eftir Arnold Cooke við þekkt ljóð Williams Blakes, „Two Nursery Rhymes“ eftir Arthur Bliss og „Beauty Haunts the Woods at Night“ eftir Malcolm Arnold en þau eru öll skrifuð fyrir rödd, klarínett og píanó. Lokaverk tónleikanna er „Sónata op. 29 fyrir klarínett og píanó“ eftir sir Malcolm Arnold en þar má meðal annars heyra áhrif frá tékkneskum dansi. Þá verða flutt þrjú sönglög Þorkels Sigurbjörnssonar úr laga- flokknum „Þorpinu“ við ljóð Jóns úr Vör og verk hans „Seiður fyrir klarínett og píanó“ sem var samið árið 2000 og þar magnast seiður galdraþulu uns hápunkti er náð en þá hefst fagurt niðurlag. „Við komum saman þegar tækifærin bjóðast,“ segir Ingbjörg. „Þá ákveðum við efnisskrá og höfum einstaklega gaman af.“ Hún segir að eftir áratugar samstarf séu þau orðin mjög „þéttur hópur“. Það séu í raun forréttindi að fá að leika saman. „Tækifærin hér til að koma fram eru ekki mjög mörg en þegar þau gefast er það ómetanlegt. Þetta er algeng samsetning, sópran, klarínett og píanó, og gríð- armikið til af tónlist fyrir hana. Við eigum öll bunka af tónlist sem við erum í raun rétt að byrja að flytja. Svo höfum við líka verið það heppin að íslensk tónskáld hafa samið fyrir okkur verk að frum- flytja,“ segir hún. Atli Heimir Sveinsson, Jón Ásgeirsson, Oliver Kentish, Helmut Neumann, Tryggvi M. Baldvinsson og John Speight hafa allir samið og útsett fyrir tríóið. Í vetur verða alls níu tónleikar á dagskrá 15:15-tónleikaraðarinnar. TRÍÓ VEI LEIKUR Á 15:15-TÓNLEIKUM Söngur og hljóðpípuseiður Tríó VEI skipa Ingibjörg Guðjónsdóttir, Valgerður Andrésdóttir og Einar Jóhannesson. Tríóið hefur tíunda starfsárið með tónleikunum. FJÖLBREYTILEG ÍSLENSK OG BRESK TÓNLIST ER Á EFN- ISSKRÁ TRÍÓS VEI Í NORRÆNA HÚSINU Á SUNNUDAG Menning L ögfræðin gefur röntgenmynd af samfélaginu. Kalda og þurra röntgenmynd, en mjög skíra. Hún er fínn grunnur fyrir rit- höfund,“ segir Halldór Armand Ásgeirsson. Hann þekkir þessa heima, út- skrifaðist sem lögfræðingur í ársbyrjun 2012 en hefur síðan einbeitt sér að skrift- um; nýverið kom út hans fyrsta skáldverk, Vince Vaughn í skýjunum. En ætti hann ekki að vera kominn í arð- bæra innheimtuþjónustu á einhverri lög- mannsstofunni, eins og margir nýútskrifaðir lögfræðingar, í stað þess að skrifa sögur? „Það gæti vel verið spennandi að vinna einn daginn við lögfræði,“ svarar hann. „Mér finnst lögfræðin afar áhugavert fag en hafði þó aldrei í huga að gera hana að starfsferli. Satt best að segja var fátt ákveðið hvað það varðar. En mér finnst þetta þó góður grunnur fyrir skrifin.“ Hall- dór segir agann sem lögfræðinemar þurfa að tileinka sér til dæmis nýtast rithöfundi vel. „Minn skáldskapur er ekki lög- fræðilegur á neinn hátt en hinsvegar finnst mér lögfræði vera mjög bókmenntalegt fag. Þegar maður er farinn að lesa dóma daginn út og inn, þá má alveg líta á þá sem ótrú- lega framúrstefnuleg bókmenntaverk. Allt eru þetta sögur en þær eru faldar bak við kalt stofnanamál. Það er áhugavert að ímynda sér hvernig fólkinu sem á í hlut líð- ur, því það er ekkert sagt um það. Allt er þulið upp á eins kaldan og afstöðulausan hátt og hægt er – mér hefur þótt það sjarmerandi.“ Blaðamennskan svakalegur skóli Frumraun Halldórs Armands á ritvellinum var leikritið Vakt sem sýnt var í Norður- pólnum árið 2010. Fyrr á þessu ári fékk hann síðan nýræktarstyrk Miðstöðvar ís- lenskra bókmennta fyrir nýju bókina. „Í bókinni kynnist lesandinn tveimur aðal- persónum, annarsvegar menntaskólastelpu sem vinnur við sundlaug í Reykjavík og hinsvegar ungum manni sem vinnur við að kynna lottótölurnar í sjónvarpi. Bókin fjallar meðal annars um þennan ofurtengda veru- leika sem við lifum í – hún verður fræg á netinu í gegnum myndband sem hún tekur upp í vinnunni og hann verður alræmdur á Íslandi eftir að hafa dreymt ljóð sem hann skilur ekki,“ segir Halldór þegar spurt er um bókina sem hefur hlotið góða dóma. Hann hefur síðustu misserin setið við skriftir í Lundúnum, þar sem hann er bú- settur. „Ég man ekki hvenær ég byrjaði fyrir alvöru að skrifa en það var einhvern tíma meðan ég var í Háskólanum. Þá skrif- aði ég leikrit og það þróaðist út í langar smásögur.“ Þrátt fyrir að leikrit hafi verið hans fyrsta viðfangsefni, segist Halldór ekki viss um að hann muni gera meira á því sviði. „Margir vina minna eru leikarar og þeir hvetja mig til að stefna í þá átt. En ég held að sagnaskáldskapur sé meira mitt svið. Ég byrjaði reyndar að leika mér að því að skrifa þegar ég var unglingur og það voru einhverskonar leikrit, grínleikrit. Bók- menntaáhuginn kom seinna. Ég var ekki barn sem hékk á bókasöfnum.“ Skrif og líf í heimi frásagna og orða standa Halldóri þó nærri. Sverrir Þórð- arson, afi hans, var einn kunnasti blaðamað- ur landsins og starfaði áratugum saman á Morgunblaðinu, rétt eins og Ásgeir faðir hans sem lengi var fréttastjóri erlendra frétta. Hafði það áhrif? „Eflaust, þegar ég hugsa um það. Eins var mikill íslenskuáhugi í móðurfjölskyld- unni. Ég ólst ekki upp í miklu bókmennta- umhverfi en í pælingum um texta og stíl.“ Halldór fór síðar að starfa sem blaðamaður á Morgunblaðinu með námi. „Það er svakalegasti skóli sem ég hef farið gegnum!“ segir hann brosandi. „Ég vissi ekki neitt um neitt og það er ekki nægilega sterk- ur frasi að mér hafi verið hent út í djúpu laugina þegar ég byrjaði sem blaðamaður. Réttara er að segja að mér hafi verið hent út í sjó með hendurnar bundnar fyrir aftan bak. En það var mjög góð reynsla að þurfa að fást við heima sem ég hef ekki hundsvit á, eins og að hringja í sjómenn úti á miðum og fá upp úr þeim fréttir sem ég skildi ekkert í … Ég er feiminn náungi og þurrfti að yfirstíga það hratt sem blaðamaður. Mér fannst meira að segja óþægilegt að hringja og panta pitsu.“ Sýna hvað það er að vera mennskur Halldór segir útgáfu bókarinnar hafa borið brátt að og eflaust hafi nýræktarstyrkurinn hjálpað þar til. „Það er skrýtið að fara frá því að sitja mánuðum saman úti í London og skrifa fyrir tómið, og eins og hendi sé veifað er fjöldi manns farinn að vinna í því að koma bókinni út. Það eru mikil umskipti.“ Hann segir að sem nýr höfundur á markaði velti hann fyrir sér hvernig megi telja fólki trú um að það eigi að taka upp bók og lesa, þegar allir eru með netið við höndina. „Netið veitir tafarlausa afþreyingu, lofar að vera alltaf skemmtilegt og auðvelt. Mér finnst ég þurfi að geta svarað því hvers vegna fólk eigi að lesa bækur í staðinn fyrir að hanga á net- inu.“ Og er hann með svarið? „Ég get ekki talað fyrir aðra en ég held að það sama eigi við um andlega hluti og lík- amlega, að ef fólk þurfi að hafa eitthvað fyrir VINCE VAUGHAN Í SKÝJUNUM ER FRUMRAUN HALLDÓRS ARMANDS ÁSGEIRSSONAR Finnst lögfræði vera mjög bókmenntalegt fag „ÞEGAR MAÐUR ER FARINN AÐ LESA DÓMA DAGINN ÚT OG INN, ÞÁ MÁ ALVEG LÍTA Á ÞÁ SEM ÓTRÚLEGA FRAMÚRSTEFNULEG BÓKMENNTAVERK,“ SEGIR HALLDÓR ARMAND. HANN VALDI AÐ SKRIFA SKÁLDSKAP. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.