Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Ætli flest okkar hafi ekki setið fundi eðanámskeið þar sem okkur er kennt aðsjá aðeins það jákvæða í öllum að- stæðum? Það sé ekki til sú deila að báðir máls- aðilar geti ekki fundið einhvern ávinning í nið- urstöðu sem þeir komist að í sameiningu –þar sem báðir aðilar og helst allir vinni – win win, eins og það heitir á glærunum. Síðan eru það hinir framtakssömu, sem ganga enn lengra og fara í háskóla – oft á fullorðins- aldri – til að gerast sérfræðingar í jákvæðni og win win-hugmyndafræði – og fá gráðu því til staðfestingar. Á þessum háskólakúrsum lærir fólk, að sögn, að hugsa „út fyrir boxið“, sjá bara verkefni, engin vandamál, eins og það heitir. Og í pólitíkinni læra menn í framhaldinu af öllu þessu að vera lausnamiðaðir og gera alltaf það besta mögulega úr öllu góðu. Helst eigi að af- nema átakastjórnmál, kannski stjórnmál alveg enda séu þau leiðinleg og niðurdrepandi. Ef stjórnmálamenn aðeins settust niður og spjöll- uðu saman yfir góðum kaffibolla þá yrði allt gott. Í sjálfu sér er þetta allt mjög jákvætt og gott og aðdáunarvert þótt ég neiti því ekki að stund- um hefur mér þótt þessi yfirþyrmandi lausna- miðaða jákvæðni fyrir utan boxið geta keyrt um þverbak. Það er vegna hins hola hljóms sem iðu- lega má greina í öllu win win-talinu, ekki síst í stjórnmálum. Stundum vill maður nefnilega fá að vita afdráttarlaust hvað það er sem stjórn- málamenn standa fyrir og að þeir séu tilbúnir að berjast fyrir tiltekin málefni, inni í boxinu ef því er að skipta, ekkert fljótandi eða sérstaklega lausnamiðað win win fyrir gagnaðilann ef hann er með slæman málstað. Maður vill fá að vita hvort stjórnmálamaður er tilbúinn að standa og ekki síður falla með málstað sínum. Vissulega vill maður að hann sé laus við kreddu og vana- hugsun og temji sér víðsýni, en aldrei til að svíkja grunngildin. Alltaf þarf að spyrja um þau: Vill stjórn- málamaðurinn að markaðurinn leysi allan vanda, jafnvel þótt það kosti ójöfnuð? – þess vegna sé í lagi að draga úr félagslegri aðstoð eins og Ás- laug Friðriksdóttir, Sjálfstæðisflokki talar nú opinskátt fyrir. Allt hreint og beint hjá Áslaugu! Eða er stjórnmálamaðurinn að berjast fyrir úti- gangsmenn og fyrir kjarajöfnuði og tekjulítið fólk á leigumarkaði? Það gerir Þorleifur Gunn- laugsson, varaborgarfulltrúi VG . Hann hefur verið nánast einn um að tala máli þessa fólks. Hann hefur sagt hátt og snjallt við stjórnendur Reykjavíkurborgar, að þeir standi sig ekki í að auka framboð á félagslegu húsnæði. Hann er virðingarvert dæmi um stjórnmálamann sem aldrei veigrar sér við að taka þátt í átakastjórn- málum, í baráttu fyrir hönd þeirra sem troðið er á. Til eftirbreytni er allt það fólk sem talar hreint út og kappkostar að vera málefnalegt, segja samherjum til syndanna, ekki síður en andstæðingum. Þar nefni ég Guðmund Magn- ússon, formann Öryrkjabandalags Íslands, sem hefur sýnt í verkum sínum hvað það er að vera góður forystumaður í mikilvægum samtökum. Með öðrum orðum, við þurfum víðsýnt fólk og samstarfsfúst, ekki þröngt og lokað. En framar öllu baráttufólk sem er sjálfu sér samkvæmt þótt það kunni að koma því sjálfu illa þegar vindarnir eru mótdrægir. Það fólk sem breytir samfélaginu er ekki endilega sigurvegarar augnabliksins heldur – og ekki síður – hin sem þrauka með vindinn í fang- ið. Stjórnmálabarátta er barátta um tíðarand- ann, hvernig samfélagið hugsar og hver mörk það setur stjórnmálamönnum hverju sinni. Þá baráttu vinnur enginn endanlega en betra er að vita hvert maður er að halda í þeim eilífa slag. WIN WIN? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Á borgarstjórnarfundi hugsaði Hildur Sverr- isdóttir borg- arfulltrúi sér gott til glóðarinnar þar sem hún sá að konur væru þar í meirihluta. „Mætt á borgarstjórnarfund og var að fatta að með innkomu minni í borgarstjórn eru konur nú meirihluti borgarfulltrúa. Bylt- ing á eftir girls?“ skrifaði hún í stöðufærslu á Fésbókinni og merkti þar inn samstarfskonur sínar þær Áslaugu Friðriksdóttur, Elsu Yeoman, Sóleyju Tóm- asdóttur, Oddnýju Sturludóttur, Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, Evu Einarsdóttur og Björk Vil- helmsdóttur. Eins og mörgum er kunnugt var Google-bíllinn hér á landi fyr- ir stuttu að taka myndir fyrir síð- una Google Street View þar sem hægt er að skoða götur og umhverfi í nær- mynd. Margrét Erla Maack stendur hins vegar á gati þar sem mikil sól er á myndunum. „Hvenær var gúglíbíllinn eiginlega á landinu? Það virðist vera svo nice veður á þessum myndum.“ Enda var sum- arið ekki upp á marga fiska. Ólafur Darri Ólafsson leik- ari tók skref áfram í tækninni og skráði sig á samfélagsmiðilinn Twitter. „Kæru vinir, ef þið eruð á Twitter þá ætla ég að prófa það olafur darri @olafurdarri …“ Nokkrir fésbókarvinir hans höfðu áhyggjur af þessu þar sem þeir ættu nú þegar fullt í fangi með að fylgjast með Fésbókinni. Guðmundur Jörundsson fatahönnuður er mikill smekk- maður enda einn af fremstu hönnuðum hér á landi. Hann er þó lítt hrifinn af landsliðsbún- ingnum í fótbolta. „Mikið vona ég að þessum landsliðsbúningi verði fargað, komumst við til Brasilíu.“ Í athugasemdum segist hann vera búinn að hanna nýjan búning. Ætli menn fari að ræða málin? AF NETINU Á uppboðsvefnum eBay er hægt að kaupa ýmsan varning tengdan Ólympíuleikunum. Alvöru verð- launapeningar, eins og silfur- medalían í handbolta sem komst í fréttirnar í vikunni, eru þó sjald- séðir. Þó er hægt að ná sér í svo- kallaðar þátttökumedalíur frá ýmsum tímum, en það eru pen- ingar sem allir þátttakendur leik- anna fá. Þá ganga borðar af verð- launapeningum og kassar undan þeim kaupum og sölum á upp- boðsvefnum. Meðal eigulegustu muna sem boðnir eru upp þessa dagana á eBay er þó líklega kyndillinn frá leikunum í Berlín 1936. Fullyrðir seljandinn að um upprunalegan kyndil sé að ræða. Boðnar hafa verið 720 þúsund krónur í kyndil- inn frá 1936, eða rúmur þriðjungur þess sem sagt var að fengist fyrir silfurmedalíuna góðu. EPA Ólympíukyndill til sölu Í vikunni var sagt frá því á mbl.is að íslenski sönghópurinn Árstíðir hefði vakið athygli breska dagblaðsins The Telegraph en á vefsíðu blaðsins birtist myndband af hópnum að syngja sálminn Heyr himna smiður á lestarstöð í Þýskalandi og í kjölfarið birtist einnig frétt um tónlistaratriðið á vef Huffington Post. Var þess getið þar hve sér- staklega fallegur sálmurinn væri. Nú aðeins fjórum dögum síðar hafa hvorki meira né minna en 600.000 manns hlustað á hinn aldagamla sálm, meira en hálf milljón manna. Meðlimir Árstíða eru Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Hallgrímur Jónas Jensson, Jón Elísson og Karl James Pestka. Hálf milljón hlustað Hljómsveitin Árstíðir á Kex hosteli á dögunum. Morgunblaðið/Ómar Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.