Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 HEIMURINN BANDARÍKIN WASHINGTON Barack Obama forseti undirritaði samkomulag leiðtoga öldunga- deildar þingsins um tímabundnar fjárh framlengin áramót. Þu sagði að e sem valdið t TAÐ Bandaríski upp- ljóstrarinn Edward Snowden sagði í wsamtali við ba agblaðið The Ne ðYork Times a hann hefði ekki flogið me snein leyn Kong til Rússland auog fyri hætta á því að þ ða kínverskraæm skra e stjó SÍLE SANTÍA verið dæm yfirlögðu r kynhneigðan mann að því búnu hakakro hans. Í dómsorði segi um yfirgengilega grim mannslífi. Refsing ve LAJAFJÖLL ST Sextu ns ðisað nafni, örm hafa unnið frækil Eftir að tjald sem flóði að bráð gr anuppfer distbyg Mannréttindasamtök halda því fram að ekkert ríki, að Kína undanskildu, sé eins duglegt að taka þegna sína af lífi og Íran. Fyrir minni sakir og meiri. Að sögn Amnesty International hafa ríflega fimm hundruð manns verið teknir af lífi í landinu á þessu ári. Flestir þeirra vegna fíkni- efnasmygls eða vörslu fíkni- efna. Í byrjun vikunnar reyndu vinir og vandamenn dæmds morðingja að trufla aftöku hans með því að fleygja handsprengju í átt að böðlinum. Um þrjátíu manns lágu sárir eftir. Hinn dæmdi var hengdur. L æknar og hjúkrunarfólk á spítala í borginni Bojnord í Íran leggja sig nú í líma til að koma sjúklingi nokkr- um til heilsu. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að tilgangurinn er sá að hægt verði að taka hann af lífi – aftur. Maðurinn, sem kallaður er Al- ireza M í fjölmiðlum, var gripinn glóðvolgur með eitt kílógramm af metamfetamíni í fórum sínum fyrr á þessu ári en við þeim glæp liggur dauðarefsing í Íran. Alireza M, sem er 37 ára tveggja barna faðir, hlaut sinn dóm og átti að taka hann af lífi fyrir rúmri viku. Snara var sett um háls hans og Alireza M látinn hanga eins og lög gera ráð fyrir í tólf mínútur uns læknir úr- skurðaði hann látinn. Að því búnu var hann fluttur í líkhús, þar sem plasti var vafið ut- an um „líkið“. Degi síðar vakti það grunsemdir starfsmanna líkhússins að móða var á plastinu og var því flett af. Kom þá í ljós að „hinn látni“ var með lífsmarki. Hann var vitaskuld sendur með hraði á spít- ala þar sem hann er allur að hjarna við. Þökk sé umönnun lækna og hjúkrunarfólks. Mikil gleði greip að vonum um sig hjá fjölskyldu Alireza M. Í stað þess að sækja lík til greftrunar í líkhúsið var henni stefnt þráðbeint á spítalann. Lazarus var upp ris- inn. „Dætur hans tvær ráða sér ekki fyrir kæti,“ sagði fjölskyldu- meðlimur í samtali við íranska fjöl- miðla. Skammgóður vermir Það gæti þó verið skammgóður vermir. Eftir stendur að Alireza M var dæmdur til dauða, en ekki bara hengingar, og talsmaður stjórnvalda í Íran lét þegar í stað hafa eftir sér að dómnum yrði framfylgt. Alireza M yrði hengdur um leið og hann hefði heilsu til. Þungvopnaðir verðir gæta hans dag og nótt á sjúkrabeðinum. Þessum áformum hefur verið harðlega mótmælt, meðal annars af Amnesty International. „Sú hræði- lega tilhugsun að maður verði hengdur öðru sinni, eftir að hafa gengið í gegnum þá þolraun áður, undirstrikar grimmd og miskunn- arleysi dauðarefsingarinnar,“ sagði Philip Luther, framkvæmdastjóri svæðisdeildar samtakanna, í yf- irlýsingu til fjölmiðla. „Stjórnvöld í Íran eiga þegar í stað að aflýsa aftöku Alireza M og stöðva aðrar fyrirhug- aðar aftökur. Það að ætla að halda hengingunni til streitu er til vitnis um skort á manngæsku og grefur undan réttarkerfi landsins,“ sagði hann ennfremur. Dagblaðið Jam-e- Jam upplýsti fyrir helgi að fjölmargir lesendur hefðu haft samband til að hvetja til þess að lífi Alireza M verði þyrmt. Kæmi þá til kasta ayatollah Ali Khameneis erkiklerks og forseta landsins. Líflína að ofan? Líflínu var mögulega fleygt til Al- ireza M fyrir helgi þegar skrifstofa helsta lögspekings Írans, ayatollah Lotfollah Safi Golpaygani, sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann liti svo á að öðru máli gegndi um örlög Alireza M en annarra brotamanna. Fram að því höfðu menn einmitt vísað til lagatúlkunar Golpayganis þegar þeir héldu því fram að óhjákvæmilegt væri að framfylgja dómnum yfir Alireza M. „Hin almenna túlkun, sem nefnd hefur verið í þessu sambandi, á ekki við í þessu umrædda máli. Ayatollah hefur aðra sýn á það,“ sagði í yfirlýsingu á heimasíðu Golpayganis. Ekki kom þó fram í hverju sú sýn væri fólgin. Fréttaskýrendur benda á, að tvennskonar glæpir séu refsiverðir samkvæmt sharía-lögum. Annars vegar Hodud, þar sem refsingu verði ekki breytt, og hins vegar Tazir, þar sem dómarar geti end- urskoðað refsinguna, ef svo ber undir. Gera menn því skóna að brot Alireza M falli undir síðari skilgreininguna. Þess vegna megi hugsanlega bjarga honum frá næstu hengingu. Hvort hann verð- ur þá náðaður ellegar dæmdur til fangavistar er svo annað mál. Í hópi þeirra sem aðhyllast þessa niðurstöðu er lögmaðurinn Mohammad Mostafaei en hann hef- ur varið fjölmarga sakborninga sem endað hafa í snörunni. Mos- tafaei bendir þó á að málið sé snú- ið þar sem það eigi sér engin for- dæmi. Hengdir menn rísi alla jafna ekki upp frá dauðum. Hengdur í tvígang? ÍRANSKT RÉTTARKERFI ER Í BOBBA EFTIR AÐ MAÐUR SEM TEKINN HAFÐI VERIÐ AF LÍFI MEÐ HENGINGU REIS UPP FRÁ DAUÐUM. HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM Á AÐ GERA VIÐ MANNINN? ÞYRMA HONUM EÐA HENGJA HANN AFTUR. Ayatollah Ali Khamenei YFIR 500 HENGDIR Á ÞESSU ÁRI Íranskur böðull gerir klárt fyrir aftöku í Teheran. Stjórn landsins er legið mjög á hálsi fyrir að beita dauðarefsingu óspart. EPA * Fregnir af andláti mínu eru stórlega ýktar.Bandaríski rithöfundurinn Mark Twain. AlþjóðamálORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.