Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 59
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Einvörðungu hjólhestur er samt annars konar verkfæri. (8) 4. Hrakinn og laminn öslar. (11) 9. Stúrinn með pung getur orðið blómgaður. (11) 10. Bátur æðir eftir boðunum. (8) 12. Sá sem veit allt um Landsbankann og mikið átak hans. (8) 13. Bæði suður og norður-jósk fær kórinn til að renna saman á fótabúnaðinum. (11) 15. Sér afi ekki kommur hjá engli. (6) 16. Föl sá hest. (9) 18. Hegg ataðar þannig þær verði með holum. (7) 19. Af hverju tvo? Ekki gamall fær íslenskan staf frá kornabarni. (12) 22. Veiðimaður skoðaður fyrir einn. (10) 23. Stök við hundrað ár er allsráðandi. (7) 26. Peð snýr aftur frá Kína í skelfingu. (5) 27. Ávítar danska götu fyrir óþekktina. (14) 28. Mín er vanbúin til að finna gyðju. (7) 30. Húðin til að strjúka er notuð til að hreinsa. (11) 31. Hafi ekki. (4) 32. Með blöndu af fyrsta flokks M&M mútar dýrum náskyldum fílum. (8) 33. Umdi Íri einhvern veginn um frumefni. (7) 34. Samtals haldir á nöktum (9) 35. Leiksviðið hefur hreyfinguna. (4) LÓÐRÉTT 1. Útland fær herra og auka beygju fyrir sauðfé. (8) 2. Lep kommu með priki á landi. (8) 3. Barin, gul og reið í rugli. (10) 5. Graður hittir stakan sem er afskekktur. (11) 6. Bara kasti Gunnar mælieiningu. (8) 7. Inn með lithíum þegar pabbi sér samgróna. (10) 8. Nær Inga í Röntgenín og súrefnið úr væginu á fæðunni. (14) 11. Grjót í prófi er mælikvarði. (10) 14. Sámur á raunastund varð einhvern veginn iðinn. (15) 17. Erlendar sáu belju við það sem er ekki gamalmenni. (9) 20. Sá sem hefur lítið að drekka er ómerkilegur. (11) 21. Kvensjúkdómalæknir fær stóran frið frá skartgripunum. (11) 24. Jibbí, drepi þann sem er að færast undan. (9) 25. Fá gottið næstum því út á hljóðfærið (8) 27. Svei, brjálaður er ekki langlífur. (7) 29. Einar Finns hljómar ekki viss. (5) Taflfélag Vestmannaeyja er með naumt forskot í fyrri umferð Ís- landsmóts skákfélaga sem fram fór í fjórum deildum í Rimaskóla um síð- ustu helgi. Eyjamenn eru með 28½ vinning af 40 mögulegum en ný sam- einuð sveit Hellis og Goðans-Máta sem heitir GM Hellir er ½ vinningi á eftir með 28 vinninga. Víkingasveitin er svo í 3. sæti með 27 vinninga. Bar- áttan um Íslandsmeistaratitilinn mun væntanlega standa milli þess- ara liða. Sveit Taflfélags Reykjavík- ur er í 4. sæti með 24½ vinning og Bolvíkingar og Skákfélag Akureyrar í 5.-6. sæti með 24 vinninga. Allt get- ur gerst á lokasprettinum. Nýjar reglur taka nú til keppn- innar í 1. deild, fjölgað hefur verið úr átta í tíu sveitir og aðeins tveir er- lendir skákmenn leyfðir í hverju liði. Sameining Hellis og Goðans-Máta korteri fyrir keppnina hefur sætt gagnrýni en greinarhöfundur ætlar að leiða þær deilur hjá sér. Stað- reyndin er nefnilega sú, að ýtrustu túlkanir á ófullkomnum reglum hljóta að setja allt í bál og brand og ganga þvert á þann skemmtilega anda sem svífur yfir vötnum í keppni þar sem u.þ.b. 400 félagar hittast og tefla sjálf- um sér og öðrum til ánægju. Gleymdir meistarar hafa átt sína endurkomu um helgina; „Unglinga- meistari Íslands 1962“, Sveinn Rún- ar Hauksson, sneri sér að öðrum hugðarefnum eftir sigurinn fyrir meira en 50 árum en tefldi nú op- inberlega í fyrsta sinn í langan tíma fyrir Vinaskákfélagið. Það virðist eiga betur við flesta að tefla í liði en að berjast þetta einir og sér. „Rima- skóla-strákarnir“ í Fjölni, Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jóhann- esson og Jón Trausti Harðarson, sem allir eru í 1. deildarliði Fjölnis, vöktu athygli fyrir góða frammi- stöðu. Þó að liðsmenn efstu sveit- anna komi úr ýmsum áttum er samt ákveðinn kjarni „heimamanna“ í flestum sveitum. Eyjamenn hafa innanborðs Björn Ívar Karlsson, Nökkva Sverrisson, Ingvar Þ. Jó- hannesson og undirritaðan. Hjá Ak- ureyringum hefur heiðursfélagi SÍ, Gylfi Þórhallsson, varla misst úr skák frá fyrstu viðureign „deild- arkeppninnar“ haustið 1974. Halldór Grétar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfsson, Guðmundur Daðason og Stefán Arnalds eru Bolvíkingar í húð og hár og ýmsir aðrir virðast vera að leita upprunans. Rúnar Sig- urpálsson er aftur kominn í sveit Skákfélags Akureyrar og vann sann- færandi sigur yfir nýjasta meðlimi Víkingasveitarinnar: Hjörvar Steinn Grétarsson – Rúnar Sigurpálsson Kóngsindversk vörn 1. c4 Rf6 2. Rc3 g6 3. d4 Bg7 4. Rf3 O-O 5. Bf4 d6 6. h3 Rbd7 7. e3 b6 8. Be2 Bb7 9. O-O Re4 10. Rxe4 Bxe4 11. Rd2 Bb7 12. Bf3 Bxf3 13. Rxf3 e5 14. Bh2 De7 15. Dc2 Hfe8 16. Had1 a5 17. Da4 Hac8 18. dxe5 Rxe5 19. Rd4 Rd7 20. Rc6 De4 21. b3? Fram að þessu allt tíðindalaust en þetta er ónákvæmur leikur. Staðan má heita í jafnvægi eftir 21. Hd2. 21. … Rc5! 22. Db5 Dc2! Skyndilega riða peð hvíts á drottningarvæng til falls. 23. Ra7 Hb8 24. Dc6 Re6 25. Rb5 Hbc8 26. e4? Hann varð að reyna að ná jafntefli með 26. Ra7 og aftur 27. Rb5. 26. … Dxa2 27. f4 Dxb3 28. f5 De3+ 29. Kh1 Dc5! Hindrar allt mótspil. 30. Db7 Rg5 31. f6 Bf8 32. e5 dxe5 33. Hc1 Re6 34. Rc3 Rd4 35. De4 Hcd8 36. Rd5 b5 37. Re7+ Bxe7 38. fxe7 Dxe7 39. cxb5 Rb3! Hótar hróknum og 40. … Rd2 sem vinnur skiptamun. Hvítur gafst upp. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Vestmannaeyingar efstir á Íslandsmóti skákfélaga Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heimil- isfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykja- vík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 20. október rennur út á há- degi föstudaginn 25. októ- ber. Vinningshafi krossgát- unnar 13. október er Óskar H. Ólafsson, Dalengi 2, Selfossi. Hann hlýtur í verðlaun bókina Í nándinni – Innlifun og umhyggja eftir Guðbrand Árna Ísberg. JPV gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.