Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 K olbeinn Sigþórsson sló fyrst í gegn á Shell-mótinu í Vest- mannaeyjum þegar hann skoraði 25 mörk og var val- inn besti leikmaður mótsins. „Það er alltaf gaman að skora mörk en það vantaði nokkur mörk upp á að ég næði að slá markametið því þá hefði ég unnið veðmál við bróður minn,“ sagði Kol- beinn í samtali við Morgunblaðið árið 2000. Bróðir hans er Andri Sigþórsson, annað undrabarn sem fór ungur að árum til FC Bayern en hætti alltof snemma vegna meiðsla. Á tímabili virtist Kolbeinn stefna sömu leið. Meiðsli hafa verið stór partur af hans uppvexti en nú er hann heill heilsu og þá er ekki að sökum að spyrja, mörkin hrúgast inn. Kolbeinn byrjaði í Víkingi en færði sig yfir í HK. Þá var hann þegar búinn að fanga athygli stórliða en 14 ára skoraði hann eitt af fimm mörkum Arsenal sem sigraði Southampton, 5:1, í leik sem háður var á hinum rómaða Highbury, sem þá var heimavöllur Arsenal. Hann hafði áður farið til Arsenal og þá lék hann við Chelsea þar sem hann skoraði. 16 ára skoraði hann fjögur mörk þegar Ísland sigraði Evrópumeistara Rússlands, 6:5, og sló þá út úr Evrópukeppni drengjalandsliða í Portúgal. Kolbeinn skoraði mörkin fjögur í fyrri hálfleik og gerði alls sex af átta mörkum Íslands á mótinu þrátt fyrir að spila á vinstri vængnum lengst af. Þegar hann gerði þessi fjögur mörk var hann ellefti landsliðsmaður Íslands til að skrá nafn sitt á fjögurra marka listann. Ríkharður Jónsson frá Akranesi er fyrsta nafnið á listanum, en hann skoraði fjögur hampaði titlinum. Kolbeinn bætti tveimur mörkum við í síðustu sex leikjunum sem hann náði, samtals sjö mörk í 14 leikjum. „Ég fór í Ajax til að vinna titla. Nú er einn kominn og það munu örugglega fleiri koma. Þetta var frábær tilfinning,“ sagði hann við Morgunblaðið eftir að hafa hampað titlinum. Ajax varð þá meistari í 31. skipti. Tímabilið í fyrra fór hann svo úr axlar- lið og varð fyrir enn einu áfallinu á sínum stutta ferli þegar í ljós kom að hann þyrfti að fara í aðgerð. Þetta var þó ekki í fyrsta skiptið sem öxlin fer úr lið en hann datt úr lið fyrst þegar hann var 16 ára. Nú er öxlin orðin heil. Honum tókst þó að skora 13 mörk í 27 leikjum. Heill heilsu Kolbeinn hefur byrjað alla leiki Ajax það sem af er tímabilinu og er búinn að skora sex mörk í 13 leikjum fyrir félagið það sem af er. Hann er orðinn lykilmaður Ajax í framlínunni og þeirra aðalsókn- armaður. Þá hefur hann skorað og skorað og skorað með íslenska landsliðinu og mark hans gegn Norðmönnum í vikunni tryggði Íslandi þátttökurétt í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Augu risaliða eru aftur farin á Kolbein en ljóst er að haldist hann heill verður þessi markaskor- ari kominn í búning liðs sem er stærra en Ajax á evrópskan mælikvarða. Hann er nú einu sinni nemi Dennis Bergkamps. Ajax, vildi fá piltinn í sínar raðir. Keyptu þeir Kolbein á 4,5 milljónir evra árið 2011, jafnvirði 735 milljóna íslenskra króna, og skrifaði hann undir fjögurra ára samning eftir fjögurra ára veru hjá AZ. Lagði þjálfarateymið mikla áherslu á að fá Kolbein en það eru engir smákallar í fót- boltasögunni; Frank de Boer og Dennis Bergkamp. Vinnur Kolbeinn mikið með Bergkamp. Vondar fréttir Ferill Kolbeins hjá Ajax hefur ekki verið bara að skora mörk og brosa. Gamall óvinur, meiðslapési, dúkkaði upp alltof oft. Hann ökklabrotnaði í leik gegn Groningen og var frá í nokkra mánuði. Þá hafði hann skorað fimm mörk í átta leikjum. Hann gekkst undir aðgerð þar sem komið var fyrir tveimur skrúfum í ökklanum. Þegar Kolbeinn sneri aftur fór Ajax á flug og vann 14 síð- ustu leiki sína í hol- lensku deild- inni og mörk í sögulegum sigurleik á Svíum 29. júní 1951 á Melavellinum, 4:3. Aðeins einn annar leikmaður hefur skorað fjögur mörk í a-landsleik. Það er Arnór Guðjohnsen, sem setti fjögur mörk í leik gegn Tyrkj- um á Laugardalsvellinum 17. júlí 1991, en þá vannst stórsigur á Tyrkjum, 5:1. Þess má geta til gamans að 14 árum áður skor- aði Arnór einnig fjögur mörk í landsleik – það var í leik með 17 ára landsliði Íslands gegn Færeyjum 6. júlí 1977, 5:2. Tíu lið vildu hann Ljóst var að Kolbeinn myndi trúlega ekki spila marga leiki með HK í meistaraflokki því óskir frá stórlið- um hrúguðust inn á borð þeirra um að fá Kolbein til æfinga. Liv- erpool, Feyenoord, Reading og gömlu vinirnir í Arsenal buðu honum á alþjóðlegt mót í Hong Kong. Það fór svo að hann samdi við AZ Alkmaar í Hol- landi þar sem Grétar Rafn Steinsson og Aron Einar Gunn- arsson voru fyrir. Tíu lið voru á eft- ir undirskrift hans þrátt fyrir meiðslasögu sem var þegar orðin allt of löng, meðal annars Arsenal, en Kolbeinn hafnaði þeim þar sem um unglingasamning var að ræða en ekki fullan atvinnusamning. Hann skoraði sitt eina mark í bún- ingi HK á Ólafsvík í 0:2-sigri hinn sjöunda júlí 2006. Með AZ fóru hjólin hægt og rólega að snúast. Meiðsli bönkuðu reglulega upp á en mörkin komu samt. 18 mörk í 43 leikjum og stærsta lið Hollands, Nigel de Jong, leikmaður AC Milan, í baráttu við okkar mann í Meistaradeild Evrópu. EPA Kolbeinn og Gylfi Sigurðsson fagna marki Kolbeins gegn Noregi á dögunum. Morgunblaðið/Eva Björk Augu Evrópu horfa á Kolbein KOLBEINN SIGÞÓRSSON, LEIKMAÐUR AJAX, ER MARKASKORARI AF GUÐS NÁÐ. FÓTBOLTAUNNENDUR Á ÍSLANDI HAFA LENGI VITAÐ AF MARKA- NEFI BAKARASONARINS. NÚ ÞEGAR KOLBEINN ER BÚINN AÐ LOKA MEIÐSLABÓKINNI ER LJÓST AÐ STÓRLIÐ FARA AFTUR AÐ RENNA HÝRU AUGA TIL PILTS EN 13 ÁRA VAR HANN FARINN AÐ VEKJA ÁHUGA AC MILAN, ARSENAL OG REAL MADRID. Kolbeinn Sigþórsson er einn eftirsóttasti fram- herji Evrópu og bú- inn að vera það lengi. „Hann á möguleika á að verða einn besti leikmaður Íslands frá upphafi.“ Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U-21 árs, árið 2011 Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.