Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 16
Mannlífið í milljónaborginni Shanghai er oft skrautlegt og skemmti- legt. Ef manni leiðist er nóg að skreppa út út húsi því alltaf er eitt- hvað nýtt að sjá. Hér höfum við fjölskyldan búið í þrjú lærdómsrík ár og haft tæki- færi til að kynnast landi og þjóð. Hlutirnir eru afar ólíkir því sem við eigum að venjast, þótt Shanghai sé að mörgu leyti alþjóðleg borg. Andstæðurnar blasa við alls staðar, mikil fátækt og ótrúlegt ríkidæmi. Á götunum sér maður heilu fjölskyldurnar saman á einu hrörlegu mótorhjóli en jafnframt sportbíla af fínustu gerð. Dýrar merkjabúðir spretta upp eins og gorkúlur en frumstæðir markaðir eru aldrei langt undan. Til gamans má nefna að við Elsa Ævarsdóttir bloggum reglu- lega um Kína á slóðinni www.medkvedjufrakina.wordpress.com. Endilega lítið við. Kveðja Sigríður Sigurðardóttir Sigríður og fjölskylda á Kínamúrnum. Í þrjú ár hafa þau nú búið í Shanghai þar sem lífið er um margt ólíkt því sem maður á að venjast. Haldið upp á dag Sameinuðu þjóð- anna í alþjóðlegum skóla sonanna. Andstæðir heimar í Shanghai Önnur hæsta bygging í heimi að rísa. Sjá nánar á bloggsíðunni. PÓSTKORT F RÁ KÍNA H vort sem maður er aðdáandi Winstons Churchills, Downton Abbey, áhugamaður um arkitektúr, sögu, mat eða annað, ættu allir að geta nært andann utan við borgar- mörk Lundúna rétt eins og innan þeirra. Eftirtaldar hallir og herrasetur eiga það öll sameiginlegt að vera í aðeins um klukkustundar fjarlægð frá borginni með lest og því tilvalin til að sækja heim í dagstund eða lengur: Highclere Castle - Sögusvið þáttanna um hefð- arsetrið Downton Abbey stendur skammt frá bænum Newbury í Berkshire. Frá því þættirnir um Crawley- fjölskylduna og hjú hennar hófu göngu sína hefur að- sókn að kastalanum aukist til mikilla muna. Vinsæld- irnar gerðu m.a. að verkum að núverandi eigendur, 8. hertogahjónin af Carnavon, gátu ráðist í kostnaðar- samar endurbætur á þessu 50 herbergja herrasetri og hafið það til fyrri vegs og virðingar. Fágætt safn egypskra muna er m.a. að finna í kjallaranum en 5. hertoginn af Carnavon stuðlaði m.a. að fundi grafhvelf- ingar Tutankhamun faraós í upphafi 20. aldarinnar. Vissara er að bóka miða í kastalann með góðum fyr- irvara nú til dags enda er hann opinn í takmarkaðan tíma og eftirspurnin mikil. Sjá nánar: www.hig- hclerecastle.co.uk/index.html. Blenheim Palace - Bústaður Spencer-Churchill- fjölskyldunnar, eða Marlborough-hertogaættarinnar, stendur við bæinn Woodstock, nærri háskólabænum Oxford. Höllin er á heimsminjaskrá UNESCO og þykir að jafnaði í röðum fegurstu bygginga Bretlands. Göngu- ferð um garðana á feiknastórri landareigninni svíkur heldur ekki. Hér fæddist Winston Churchill og eru hon- um gerð góð skil á sýningu tileinkaðri sögu hallarinnar. Samskipti frænda hans, 9. hertogans af Marlborough, og fyrri eiginkonu hans, af ætt hinna bandarísku Van- derbildt-iðnjöfra, eru ekki síður áhugaverð. Það hjóna- band kom t.d. í veg fyrir að illa færi fyrir ættaróðali verðandi forsætisráð- herrans á sínum tíma. Sjá nánar: www.blenheimpalace.com/. Hampton Court - Fyrrum bústaður Hinriks VIII., og að margra mati eft- irlætishöll hans, tilheyrir Richmond í Middlesex. Í höllinni kennir ýmissa grasa, m.a. er þar hægt að kynna sér matarhefðir Tudor-tímans í þaula auk sögu hins sex-kvænta upphafsmanns ensku biskupakirkjunnar. Völundarhús í hallargarðinum er sívinsælt hjá jafnt ungum sem öldnum en það rekur sögu sína allt aftur til 17. aldar. Einnig er forláta tennisvöll að finna á landareign- inni, einn þann fyrsta sinnar tegundar sem hefur varðveist. Sjá nánar: www.hrp.org.uk/HamptonCourtPalace/. Royal Pavilion / Brighton Pavilion - Höllin í strandbænum Brighton er um margt ólík fyrrnefndum byggingum. Að utan minnir hún einna helst á musteri úr „Þúsund og einni nótt“. Að innan kennir hins vegar áhrifa enn víðar að. Arkitektinn þekkti, John Nash, sá upp- haflega um hönnun þessa sumardval- arstaðar þáverandi krónprins Breta, Georgs (síðar IV.), undir lok 18. aldar. Höllin nýttist síðar m.a. sem spítali fyrir indverska hermenn sem börðust fyrir breska heims- veldið í fyrri heimsstyrjöldinni. Í dag er þar m.a. að finna veglegt safn kínverskra muna, bókasafn og margt fleira. Sjá nánar: www.brighton-hove-rpml.org.uk/ Pages/home.aspx. STEINSNAR FRÁ LUNDÚNUM Vinsælar hallir og herrasetur LUNDÚNIR ERU VINSÆLL ÁFANGASTAÐUR LANDANS. HAFI FÓLK ÞAR AUKADAG ER EKKI ÚR VEGI AÐ BRJÓTA UPP BORGARFERÐINA OG SÆKJA EINHVER AF EFTIRTÖLDUM, SÖGU- FRÆGUM HÍBÝLUM HEIM. ENDA NÆR EN MARGAN GRUNAR. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Sami arkitekt teiknaði Royal Pavilion í Brighton og Buckingham-höll. Í um sex mánuði á ári tekur Down- ton Abbey yfir Highclere Castle. Hampton Court var að margra sögn eftirlætishöll Hinriks VIII. Í dag er hún vinsæll áningarstaður ferðamanna sem og Englendinga sjálfra á frídögum. Churchill fæddist í Blenheim Palace, á heimili frænda síns. Enn í dag býr sama ætt hluta ársins í álmu í höllinni, nú 11. hertoginn af Marlborough og fjölskylda. Sir Winston Churchill Hinrik VIII. Maggie Smith í Downton Abbey *Ferðalög og flakkSpænska stórborgin Barcelona iðar af mannlífi og býður upp á ótal margt sem heillar augað »18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.