Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniMikil notkun tölvu og síma veldur streitu sem hægt er að vinna gegn með einföldum leiðum »36
A
ugu Íslendinga fyrir GSM-símum opnuðust árið 1994 þegar Póstur og sími
opnaði farsímanetið. Þá voru ekki margir símar á markaðnum. Nokia og
Ericsson voru vinsælustu símarnir hér á landi en þeir voru nærri því hálft
kíló að þyngd. Árið 2000 var WAP-tæknin kynnt til sögunnar. Þá sagði í
frétt í Morgunblaðinu að ný tegund farsíma gerði „notendum nú mögulegt að sækja
upplýsingar á vefsíður og notfæra sér margs konar þjónustu þeirra“. Það var sem
sagt hægt að fara á netið, sem þykir jafn eðlilegt og fyrir fólk að opna augun þegar
það vaknar í dag.
Það sem þykir æðislegt í dag verður gjarnan hallærislegt á morgun og jafnvel aftur
æðislegt hinn daginn.Tískan fer í hringi eins og allir vita. Það á ekki síður við um far-
síma. Farsímar eru ekkert öðruvísi en annað í þessum efnum. Stórir og voldugir
þóttu símar frábærir á upphafsárunum, svo minnkuðu þeir niður í nánast ekki neitt.
Margir muna þá tíð þegar farsíminn vó hátt í hálft kíló en örfáum árum síðar vógu
símar rétt rúmlega 70 grömm. Í dag er Iphone 5 gefinn upp sem 112 gramma ferlíki,
Samsung Galaxy mini er 107 grömm og HTC One S vegur 120 grömm. En þessa
síma mætti líka kalla tölvu.
GSM-símar seldust mjög vel enda tók hinn vestræni heimur þessari tækni opnum
örmum.
Snjallsíminn hefur tekið við hinum gamla góða síma sem entist og entist og entist.
Apple hefur selt yfir 300 milljónir iPhone-síma frá því það undratæki kom á mark-
aðinn. iPhone 4s seldist í 60 milljónum eintaka en iPhone 5 hefur nú þegar selst í 50
milljónum eintaka og ekki er langt síðan hann kom á markað. Samsung hefur einnig
selt vel af snjallsímum enda er það mál manna í símaiðnaðnum að Nokia hafi orðið á
eftir í þróun síma. Þar ríkja Samsung og Apple, allavega í bili.
iPhone 3GS kom á markað 2009. Seld-
ist í rúmlega 35 milljónum eintaka.
Nokia 6230 kom á mark-
að 2004. Seldist í 50 millj-
ónum eintaka.
Nokia 1200 kom á markað 2007. Seld-
ist í rúmlega 150 milljónum eintaka.
Motorola Star-
TAC kom á mark-
að 1996. Seldist í
rúmlega 60 millj-
ónum eintaka.
Farsímar sem selst hafa
í yfir 100 milljónum eintaka
Nokia
1100
Nokia
3210
Nokia
1110
Nokia
1200
Nokia
5233
Nokia
3310
Nokia
2600
Motorola
RAZRV3
Nokia
1600
Nokia
1208
100
130
130
135
136
150
150
150
160
250
Heimild: Daily Telegraph
SÖLUHÆSTU FARSÍMARNIR
Nokia trónir á
toppnum
1994 OPNAÐI PÓSTUR OG SÍMI GSM-FARSÍMANET HÉR Á ÍSLANDI.
ÁÐUR VAR NOTAST VIÐ NMT-KERFIÐ. ÞRÁTT FYRIR SNJALLSÍMAVÆÐ-
INGU HEIMSINS ERU GÖMLU GÓÐU NOKIA-SÍMARNIR SÖLUHÆSTU
SÍMAR HEIMSINS FRÁ UPPHAFI.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Nokia 1100 kom á markað
2003 og seldist í 250 millj-
ónum eintaka hið minnsta.
Motorola RAZR V3 kom á markað
2004. Seldist í rúmlega 130 milljónum
eintaka.
Nokia 3210
kom á markað
1999. Seldist í rúmlega
160 milljónum eintaka.
Samsung Galaxy S II og S III komu ár
markað 2011 og 2102. Seldust í 40 millj-
ónum eintaka.