Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 13

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Side 13
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13 þau vin þeirra í Bergen að leita. Sú leit bar ekki árangur í fyrstu. „Kjenner du Hekla?“ Svo vildi það til að blaðamaður nokkur, Lars Hollerud, sem starfar á Fædre- landsvennen í Kristiansand frétti af þessari sögu frá Kristínu. Það var í maí árið 2010 að Anna Margrét og Jónas eiginmaður hennar voru stödd í Stokkhólmi að heimsækja elsta soninn, að Anna Margrét fær undarlegt sím- tal. Þar er á línunni hinn norski Lars sem vildi fá nánari upplýsingar hjá henni og stað- festa þessa sögu. „Þú verður að segja mér söguna á tíu mínútum, því þetta á að fara í blaðið eftir tíu mínútur!“ segir hann hlæj- andi. Sett var frétt í blaðið daginn eftir und- ir fyrirsögninni „Kjenner du Hekla?“ og undir var mynd af samnefndu fjalli. Þar er rakin sagan í stuttu máli, og fólk beðið um að láta vita ef það kannist við þessa konu sem fæddist í flugvél árið 1955. Stúlkan var alltaf kölluð Hekla af Önnu Margréti og áhöfninni. „Við skírðum hana bara Heklu, af því hún var ekki nefnd á fæðingardeildinni,“ útskýrir hún. Íslandshálsmen úr gulli Það stóð ekki á svari, eiginmaður „Heklu“, sem heitir reyndar Hilde Vindsland, lét blað- ið vita að hún væri fundin. Blaðamaðurinn hafði strax samband og birti viðtal við þau hjónin daginn eftir. Móðir hennar, Ellen Mar- ie, hafði látist 2008, þá 84 ára gömul. Hilde lýsir því í viðtalinu að móðir hennar hafi fengið 26 dollara að gjöf frá farþegum Heklu en fyrir það hafi hún keypt gullhálsmen sem er eins og Ísland í laginu, hálsmen sem Hilde gengur nú með. Hilde, sem er í dag 58 ára, er gift Alf Helge, en saman eiga þau tvær dætur og eitt barnabarn, öll fædd á jörðinni, eins og þau segja. Kynnast í gegnum tölvupósta Anna Margrét fékk hjá Kristínu heimilisfang og netfang hjá Hilde og sendi henni tölvu- póst. „Ég vissi auðvitað ekkert hvernig hún myndi taka þessu. En hún verður svona lukkuleg með þetta,“ segir Anna Margrét, „og hún svaraði alveg um leið. Við höfum haldið sambandi síðan. Tölum um fjölskyldur okkar, hvert við förum og hvað við erum að gera, og svo fáum við alltaf póstkort þegar þau fara til Kanarí,“ segir Anna Margrét. „Þar sá ég barnið mitt“ Eftir þriggja ára tölvusamskipti var loks ákveðið að hittast og héldu Anna Margrét og Jónas til Noregs nýlega, ásamt Margréti dóttur sinni og Magdalenu, barnabarninu. Guðjóni Arngrímssyni, upplýsingafulltrúa Flugleiða, fannst sagan svo skemmtileg að hann ákvað að bjóða þeim farið þeim að kostnaðarlausu, en ekki hefur annað barn fæðst um borð í íslenskri flugvél. Það var svo 14. maí síðastliðinn að þau lögðu af stað í endur- fundina í Kristiansand. Þau ákváðu að hittast í anddyri hótelsins á há- degi daginn eftir. Þeg- ar Anna Margrét og Jónas koma niður, standa þau Hilde og Alf þar. „Og þar sé ég barnið mitt í fyrsta sinn, stórt og stæðilegt og brosandi og við bara föll- umst í faðma, ég fæ bara tárin í augun, þetta var svo merkileg stund!“ segir Anna Margrét, og ekki er laust við gæsahúð hjá blaðamanni. Yndislegir endurfundir Hilde og Alf buðu þeim strax heim í kaffi, en þar beið þeirra glæsileg marsipanterta skreytt mynd af flugvél og íslenska og norska fánanum. Anna Margrét og Jónas komu fær- andi hendi með gjafir og þau voru bara alveg gáttuð, segir Anna Margrét. Þau spjölluðu allan eftirmiðdaginn, og skoðuðu svo saman möppu sem Ellen Marie hafði sett í alls kyns upplýsingar um fæðinguna um borð í Heklu. Þau hittust alls þrisvar sinnum á þessum dögum, og eyddu meðal annars með þeim þjóðhátíðardeginum 17. maí. Þá var farið í bæinn sem var troðfullur af prúðbúnum Norðmönnum sem klæddust þjóðbúningum. Anna Margrét og Jónas héldu svo heim til Ís- lands alsæl með ferðina. Samskiptin halda áfram, en auðvitað fékk Hilde innilegar af- mæliskveðjur þann 29. maí síðastliðinn, ná- kvæmlega 58 árum eftir þeirra fyrstu kynni. Morgunblaðið/Kristinn Það urðu fagnaðarfundir í anddyri hótelsins í Kristiansand. Alf Helge, Anna Margrét og Hilde, barn- ið sem fæddist í flugvélinni, voru himinlifandi að hittast loksins. Merkileg og tilfinningarík stund þegar Anna Margrét og Hilde hittust fyrst. *„Blasti þá við mérótrúleg sjón. Þar sit-ur konan á klósettinu með nýfætt barn í fanginu! Barnið grét ekki en var á lífi. Konan horfði á mig biðjandi augum, hún bara gat ekki sagt neitt.“ Viðtal við hjónin Alf Helge og Hilde birtist í norsku blaði daginn eftir að „Hekla“ fannst.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.