Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingHreyfing skiptir máli fyrir þá sem eru með ADHD. Október er alþjóðlegur vitundarmánuður »22 R annsóknum á heilsubætandi lífsmynstri, umhverfi og athöfnum fleygir fram. Hvítvín er þannig samkvæmt breskri rannsókn sem birtist í Telegraph í vikunni verri kostur en rauðvínið. Er það meðal annars vegna þess að okk- ur hættir til að drekka meira af því hvíta en rauða og er það liturinn á vín- inu sem spilar þar mest inn í. Það er gott að vita til þess að við þurfum ekki annað en að hlæja pínulítið eða fara út að skoða fallega hluti í búðum til að bæta og lengja lífið. Eða gráta yfir bíómynd og passa að vökva pottaplönturnar okkar. Hlátur eykur hamingju, styrkir ónæmiskerfið, minnkar verki og skaðleg áhrif streitu. Hlátur getur líka átt í því að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma og er vöðvaslakandi. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á heilsufarslegum ávinningi þess að hlæja, þær nýjustu eru frá vísindamönnum vestanhafs; við háskólann í Maryland sem rannsökuðu tengsl hjartasjúkdóma og hláturs. Morgunblaðið/Ernir Verslunarferðir eru vanmetnir göngutúrar, hvort sem við erum að versla í matinn eða þramma Laugaveginn eða Kringluna. Þeim sem leiðist hreyfing, gleyma þá leiðindunum og að þeir séu í raun að hreyfa sig. Sé ætlunin að fara í matvörubúð er ágætt að velja stóra verslun til að ganga sem lengst og bera svo pokana út á bílastæði. Samkvæmt rannsókn sem birtist í Journal of Epidemiology and Community Health eru verslunarferðir einkum mikilvægar fyrir eldra fólk og geta lengt lífið. Þær stuðla að hreyfingu og félagslegum sam- skiptum og svo er það að gera verðsamanburð góð æfing fyrir einbeitingu og hugann. Morgunblaðið/KristinnÞótt við liggjum í sófanum eða séum að tala í símann er ýmislegt hægt að gera í kyrrstöðu. Ýmsar æfingar krefjast þess ekki að við stöndum upp. Má þar nefna að rúlla augunum, hreyfa og kreppa fingur og tær til skiptis, rúlla úlnliðum og ökklum. Í raun eyðir þetta líka hitaeiningum ef fólk er á höttunum eftir því. Í kyrrstöðu ætti fólk líka að reyna að hætta að tala í símann og lesa frekar. Rannsókn sem gerð var í háskólanum í Stavanger í Noregi sýnir að fólk sem les mik- ið er betra til heilsunnar en þeir sem lesa lítið. HEILSUEFLING FYRIR LETIBLÓÐ Án fyrirhafnar og erfiðis Grátur er ekki síður heilsusamleg iðja yfir sorglegri bíómynd en hlátur yfir þeirri fyndnu. Að tárast er gott fyrir heilsuna samkvæmt rannsókn lífefnafræðinga við St Paul-Ramsey-læknastofnunina í Minnesota. Táraflóð framleiðir hormón sem eru verkjastillandi. Barn sem meiðir sig ætti því í raun að gráta sem mest. Þá hreinsa tár augun og vernda. Að lokum losa nokkur tár streitu og eru slakandi. Sú ofureinfalda athöfn að kyssast góða nótt er heilsusamleg, sérstaklega fyrir tannheilsu. Munnvatnsframleiðsla eykst, örvar munn- vatnsframleiðslu sem vinnur á móti tann- sýklum samkvæmt fjölmörgum rannsóknum. Þegar við kyssumst eykst auk þess fram- leiðsla hormóna sem gera okkur ham- ingjusöm og fá okkur til að slaka á, svo sem endorfíns, dópamíns og serótóníns, og fram- leiðsla streituhormóna minnkar. Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna voru meðal þeirra sem komust fyrst að því á 8. áratugnum hve mikill heilsufarslegur ávinningur er af því að eiga pottaplöntur. Tilgangur þeirra var að hreinsa loftið í geimskutlunum en vita- skuld virka þær líka í ofurvenjulegum heima- húsum. Meðal þeirra plantna sem virðast hreinsa loftið hvað best eru: Aloe-vera plantan, svokölluð spider plant sem á íslensku kallast veðhlaupari, gerbera, indíánafjöður, drekatré og fíkus. Auk þess sem plöntur gera loftið betra sem við önd- um að okkur hafa breskar rannsóknir sýnt að plöntuloft minnkar streitu. ÞAÐ ÞARF EKKI ENDILEGA AÐ HAMAST Í RÆKTINNI EÐA BORÐA FÆÐUBÓTAREFNI TIL AÐ BÆTA HEILSUNA Á EINN OG ANNAN HÁTT. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.