Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013
Matur og drykkir
Ý
missa grasa kennir þegar matur í
skáldsögum er annars vegar. Sig-
rún Björk Jakobsdóttir og stall-
systur hennar í lesklúbbi á Akur-
eyri komust að því þegar sú hugmynd
kviknaði að hefja starfið í vetur með því að
borða saman rétti sem komu við sögu í þeim
litteratúr sem hópurinn las í fyrravetur.
Níu ár eru síðan Sigrún og fleiri stofnuðu
lesklúbbinn og nokkrar hafa verið með frá
upphafi; auk Sigrúnar þær Ingibjörg Jóns-
dóttir, María Ólafsdóttir, Sigríður Ingólfs-
dóttir og Ásta Garðarsdóttir, en sú síðast-
nefnda var reyndar fjarverandi þegar
bókvitið var loks í askana látið á dögunum.
„Við hittumst mánaðarlega frá því í sept-
ember og fram í maí og lesum því níu bækur
yfir veturinn. Gestgjafinn hverju sinni velur
bók og hefur alræðisvald; í upphafi fór helm-
ingur kvöldsins stundum í að rífast um hvað
ætti að lesa næst en eftir að þessi verka-
skipting var tekin upp hefur verið sæmilegur
friður um þetta!“ segir Sigrún og hlær.
„Þegar við hittumst segir hver frá sinni
skoðun á bókinni og síðan er rökrætt fram
og til baka. Við erum sjaldnast sammála,
sem er ákveðinn kostur, nema þegar við les-
um bækur Jóns Kalmann. Hann er okkar
átrúnaðargoð.“
Þegar ónefndur blaðamaður sunnudags-
blaðs Morgunblaðsins spurði Sigrúnu í sum-
ar hvort hún væri tilbúin að leyfa honum að
vera fluga á vegg í matarboði við tækifæri,
fékk hún þessa brjáðsnjöllu hugmynd og
viðraði við félaga í lesklúbbnum. „Ég sá
reyndar mikið eftir því fljótlega því þetta
virtist ætla að verða svo mikið vesen! En
heppnaðist síðan ótrúlega vel og verður
örugglega árlegt hjá okkur héðan í frá.“
Sigrúnu finnst yfirleitt ekki sérlega gaman
að lesa um fólk þar sem það situr að snæð-
ingi, en undantekningar séu þó vissulega frá
því; nefnir Gestaboð Babettu og sögur nokk-
urra suðuramerískra höfunda.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
LESKLÚBBUR Á AKUREYRI HÉLT VEISLU MEÐ MAT ÚR BÓKUM SÍÐASTA VETRAR
Bókvitið í askana látið
LESKLÚBBUR KVENNA Á AKUREYRI TÓK UPP Á ÞEIRRI BRÁÐSKEMMTILEGU NÝBREYTNI Í HAUST AÐ ELDA OG
BORÐA SAMAN MAT UPP ÚR ÞEIM BÓKUM SEM HÓPURINN LAS OG SKEGGRÆDDI SÍÐASTA VETUR.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ingibjörg , María og Elfa. Þær hlakka til að lesa meira og kynna sér hvað borðað er í næstu bókum!
Hugmyndaríkur lesklúbbur. Sigríður Ingólfsdóttir, Elfa Ágústsdóttir, Ingiríður Ásta Karlsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, María Ólafsdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir.
1 schnitzel á mann (svína-, kálfa-,
kalkúna- eða kjúklingakjöt)
hveiti
1 hrært egg fyrir 2 schnitzel
brauðmylsna / rasp
olía til steikingar
Aðferð: Skolið kjötið með köldu vatni
og þerrið með eldhúsrúllu. Fletjið út
með kjöthamri á bretti. Snúið kjötinu í
hveitinu og dustið af aukahveiti. Dýfið í
eggjablönduna og setjið á disk og kryddið
með salti og pipar. Snúið síðan kjötinu að
lokum í raspi áður en það er steikt á
pönnu, fyrst við háan en síðan meðalhita
í u.þ.b. 15 mín. Snúið oft. Berið fram með
frönskum kartöflum, sósu að eigin vali og
salati. Þjóðverjarnir lögðu nú aðaláherslu
á schnitzelið; það þakti allan diskinn og
svo voru bornar fram franskar og smá
sósa á litlum diskum með.
Þýskt schnitzel
úr Stasilandi