Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Matur og drykkir Ý missa grasa kennir þegar matur í skáldsögum er annars vegar. Sig- rún Björk Jakobsdóttir og stall- systur hennar í lesklúbbi á Akur- eyri komust að því þegar sú hugmynd kviknaði að hefja starfið í vetur með því að borða saman rétti sem komu við sögu í þeim litteratúr sem hópurinn las í fyrravetur. Níu ár eru síðan Sigrún og fleiri stofnuðu lesklúbbinn og nokkrar hafa verið með frá upphafi; auk Sigrúnar þær Ingibjörg Jóns- dóttir, María Ólafsdóttir, Sigríður Ingólfs- dóttir og Ásta Garðarsdóttir, en sú síðast- nefnda var reyndar fjarverandi þegar bókvitið var loks í askana látið á dögunum. „Við hittumst mánaðarlega frá því í sept- ember og fram í maí og lesum því níu bækur yfir veturinn. Gestgjafinn hverju sinni velur bók og hefur alræðisvald; í upphafi fór helm- ingur kvöldsins stundum í að rífast um hvað ætti að lesa næst en eftir að þessi verka- skipting var tekin upp hefur verið sæmilegur friður um þetta!“ segir Sigrún og hlær. „Þegar við hittumst segir hver frá sinni skoðun á bókinni og síðan er rökrætt fram og til baka. Við erum sjaldnast sammála, sem er ákveðinn kostur, nema þegar við les- um bækur Jóns Kalmann. Hann er okkar átrúnaðargoð.“ Þegar ónefndur blaðamaður sunnudags- blaðs Morgunblaðsins spurði Sigrúnu í sum- ar hvort hún væri tilbúin að leyfa honum að vera fluga á vegg í matarboði við tækifæri, fékk hún þessa brjáðsnjöllu hugmynd og viðraði við félaga í lesklúbbnum. „Ég sá reyndar mikið eftir því fljótlega því þetta virtist ætla að verða svo mikið vesen! En heppnaðist síðan ótrúlega vel og verður örugglega árlegt hjá okkur héðan í frá.“ Sigrúnu finnst yfirleitt ekki sérlega gaman að lesa um fólk þar sem það situr að snæð- ingi, en undantekningar séu þó vissulega frá því; nefnir Gestaboð Babettu og sögur nokk- urra suðuramerískra höfunda. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson LESKLÚBBUR Á AKUREYRI HÉLT VEISLU MEÐ MAT ÚR BÓKUM SÍÐASTA VETRAR Bókvitið í askana látið LESKLÚBBUR KVENNA Á AKUREYRI TÓK UPP Á ÞEIRRI BRÁÐSKEMMTILEGU NÝBREYTNI Í HAUST AÐ ELDA OG BORÐA SAMAN MAT UPP ÚR ÞEIM BÓKUM SEM HÓPURINN LAS OG SKEGGRÆDDI SÍÐASTA VETUR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Ingibjörg , María og Elfa. Þær hlakka til að lesa meira og kynna sér hvað borðað er í næstu bókum! Hugmyndaríkur lesklúbbur. Sigríður Ingólfsdóttir, Elfa Ágústsdóttir, Ingiríður Ásta Karlsdóttir, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, María Ólafsdóttir og Sigrún Björk Jakobsdóttir. 1 schnitzel á mann (svína-, kálfa-, kalkúna- eða kjúklingakjöt) hveiti 1 hrært egg fyrir 2 schnitzel brauðmylsna / rasp olía til steikingar Aðferð: Skolið kjötið með köldu vatni og þerrið með eldhúsrúllu. Fletjið út með kjöthamri á bretti. Snúið kjötinu í hveitinu og dustið af aukahveiti. Dýfið í eggjablönduna og setjið á disk og kryddið með salti og pipar. Snúið síðan kjötinu að lokum í raspi áður en það er steikt á pönnu, fyrst við háan en síðan meðalhita í u.þ.b. 15 mín. Snúið oft. Berið fram með frönskum kartöflum, sósu að eigin vali og salati. Þjóðverjarnir lögðu nú aðaláherslu á schnitzelið; það þakti allan diskinn og svo voru bornar fram franskar og smá sósa á litlum diskum með. Þýskt schnitzel úr Stasilandi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.