Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 24
*Heimili og hönnunHeima hjá innanhússarkitektinum Berglindi Berndsen á Seltjarnarnesi er lýsing í hávegum höfð »26 Mig langar í … … Í stofuna Það er einn tómur veggur í stofunni og þar væri gaman að hengja verk eftir nokkra af mínum uppáhaldslistamönnum eins og til dæmis Þorvald Jónsson, Sunnu Ben. eða Andy Warhol, ef ég fyndi nokkra tugi millj- óna undir sófasessunni. Svo væri ég til í nokkra hluti frá So By Sonja til að punta með. … Í svefnherbergið Þar er fataskápurinn minn og í hann væri ég alveg til í þykkan svartan gullgrafarafrakka, gamlan rússneskan ambassadorhatt og Illesteva- sólgleraugu. Það væri reyndar gaman að eiga líka einn gríðarstóran skóg- arbjarnarfeld á gólfinu. … Á vinnustofuna Gamalt marrandi tréskrifborð, tonn af japönsku bleki, nýjan Rapidograph-penna, sekk af Letraset Tria-tússpennum og haug af skissubókum úr einhverjum vel lykt- andi ítölskum pappír. … Í forstofuna Þar tekur einmitt núna rosalega mikil skó- hrúga á móti mér og í þann haug má alltaf bæta. Ég væri til í gönguskó frá Danner og nýja Nike flyknit racer fyrir hversdaginn. … Í útópískri veröld Auðvitað hamingju, heilbrigði, gæfu og ást fyrir alla mína vini og ættingja. En líka töfrasparigrís sem er alltaf fullur af peningum og Saab 900c, árgerð 1985. Takk fyrir. BJÖRN ÞÓR BJÖRNSSON, BETUR ÞEKKTUR SEM BOBBY BREIÐHOLT, ER GRAFÍSKUR HÖNNUÐUR OG TEIKNARI HJÁ ÍSLENSKU AUGLÝSINGASTOFUNNI. BOBBY HEFUR UNNIÐ SJÁLFSTÆTT AÐ TEIKNINGUM OG AÐALLEGA AÐ PLÖTU- UMSLÖGUM OG VANN ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN 2012 FYRIR UMSLAG PLÖTUNNAR ÓRA MEÐ HJÁLMUM. BOBBY HEFUR EINNIG HANNAÐ PLÖTUUMSLÖG FYRIR LISTAMENN Á BORÐ VIÐ LAY LOW, ÁSGEIR TRAUSTA OG FM BELFAST. … Í eldhúsið Ég er ósköp ósjálfbjarga í eldhúsinu og hef ekkert blæti fyrir designer-leirtaui, koltrefjasleifum eða pastavélum. En mig vantar reyndar örbylgjuofn, þannig að það væri fínt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.