Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 Menning D ag einn rölti ókunnugur maður inn á skrifstofu bókaforlagsins Bjarts í Reykjavík og mælti stund- arhátt yfir hópinn: „Ég er með hugmynd að bók!“ Guðrún Vilmund- ardóttir bókmenntafræðingur brást strax við og bauð manninum til sætis. Spjölluðu þau saman í drykklanga stund. Um var að ræða glæpasögu og það vakti forvitni Guðrúnar að maðurinn, Jón Óttar Ólafsson, var ekki aðeins starfandi lögreglumaður heldur jafnframt með dokt- orspróf í afbrotafræði. Hann hlyti þar af leiðandi að hafa forsendur til að nálgast efnið. Hvatti Guðrún hann til að ljúka verkinu. Skömmu síðar lá samningur á borðinu. „Ég hef engan bakgrunn í ritstörfum og þess vegna leitaði ég til Bjarts,“ út- skýrir Jón Óttar. „Langaði að vita hvort ég væri á réttri leið. Mér var frábærlega tekið hjá Bjarti og fékk þar ómetanleg ráð hjá Guðrúnu, Pétri Má Ólafssyni og fleirum. Það var mikil hvatning þegar þau ákváðu að semja við mig.“ Það er til marks um trúna sem Bjartur hefur á Jóni Óttari að ekki var samið um eina bók, heldur þrjár, sem koma munu út ekki bara á Íslandi, heldur jafnframt í Noregi og Frakklandi. „Ég er mjög hepp- inn með þetta,“ segir Jón Óttar en Hlust- að kemur út í Noregi strax í janúar á næsta ári og í Frakklandi síðar sama ár. Um er að ræða þríleik þar sem sami lögreglumaðurinn, Davíð að nafni, er í forgrunni. Í fyrstu bókinni, Hlustað, sem kemur út á næstu dögum, er sögusviðið Ísland en í annarri bókinni berst leik- urinn til Cambridge og Lundúna og í þeirri þriðju þvælir morðrannsókn Davíð víða um heim og á endanum til Flórída. Langaði að bæta við En hvers vegna ætli Jón Óttar hafi farið að skrifa glæpasögur? „Í ljósi menntunar minnar og starfs- reynslu langaði mig að prófa hvort ég gæti bætt einhverju við íslenska glæpasagnaflóru. Ég hef lesið mikið af ís- lenskum glæpasögum gegnum tíðina og finnst þær yfirleitt mjög góðar,“ útskýrir hann. „Smáatriðin hafa hins vegar stund- um stuðað mig aðeins. Eins og til dæmis hvernig rannsóknirnar fara fram í þessum bókum. Oftar en ekki fer lögreglumað- urinn á milli fólks, ræðir við það og leys- ir málið með þeim hætti. Þannig er það oftast ekki í raunveruleikanum. Lögregla talar yfirleitt ekki við grunaða fyrr en hún er með eitthvað áþreifanlegt í hönd- unum eða er að minnsta kosti viss um að það skemmi ekki neitt í rannsókninni. Þannig er Davíð mikið inni á lög- reglustöðinni í Hlustað, að vinna sína vinnu og fylgist með úr fjarlægð.“ Velta má fyrir sér hvort þessi raunsæ- islega nálgun þjóni framvindunni í skáld- skapnum og Jón Óttar skellir upp úr þegar hann er spurður hvort sagan verði ekki bara leiðinlegri fyrir vikið. „Ég vona svo sannarlega ekki. Það er algjört lyk- ilatriði að sagan sé dregin áfram á plott- inu og ef ég var að gleyma mér í tækni- legum hlutum létu ritstjórarnir mig strax vita. Ég vona að okkur hafi tekist að finna gott jafnvægi.“ Hann segir skrif sín alls ekki sett fram til höfuðs öðrum íslenskum glæpasagna- höfundum heldur vilji hann bara gefa les- endum tækifæri til að gægjast inn um annan glugga. Vann að allskonar sakamálum Jón Óttar lauk doktorsprófi í afbrotafræði frá háskólanum í Cambridge í Bretlandi árið 2004. Eftir heimkomuna vann hann til skamms tíma sem fangavörður og sem sérfræðingur hjá embætti ríkislög- reglustjóra. Því næst skráði Jón Óttar sig í Lögregluskólann og frá 2005 til 2011 vann hann hjá lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu, lengst af í upplýsingadeildinni. Gerði raunar stuttlega hlé á þeim störfum árið 2008, þegar hann réð sig til fjárfest- „Það er ekkert í þessari bók sem ekki gæti gerst í raunveruleikanum,“ segir Jón Óttar Ólafsson um fyrstu skáldsögu sína. Auðveldara að finna lausnir í bókum JÓN ÓTTAR ÓLAFSSON, DOKTOR Í AFBROTAFRÆÐI OG FYRRVERANDI LÖGREGLUMAÐUR, SENDIR Á NÆSTU DÖGUM FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU GLÆPASÖGU, HLUSTAÐ. HVATINN AÐ SKRIFUM HANS VAR EKKI SÍST AÐ GEFA LESENDUM RAUNSÆRRI MYND AF STÖRFUM LÖGREGLU VIÐ LAUSN SAKAMÁLA EN GERT HEFUR VERIÐ Í ÍSLENSKUM GLÆPASÖGUM TIL ÞESSA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.