Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20.10. 2013 V iltu mynda mig hérna í krist- alnum eða inni í álinu?“ spyr Kristín Jóhannesdóttir þegar hún er búin að hleypa Kristni Ingvarssyni ljósmynd- ara inn í Gamla bíó. Á þar við forstofuna eða sjálfan sýningarsalinn. „Álið er mál- ið,“ segir Kristinn og við skundum inn á svið. Kristín lýsir ánægju sinni með stíl- hreina leikmyndina, sem gnæfir yfir gest- um og gangandi, enda þótt álið sé „ótta- legt drasl“, lítið sem ekkert megi koma við það. „En fallegt er það í leikmynd- inni hennar Brynju Björnsdóttur,“ trúir hún okkur fyrir meðan starfsmaður Leik- félags Reykjavíkur bónar álið hátt og lágt. Þrífa þarf leikmyndir eins og hverj- ar aðrar vistarverur. Spurð hvort leikmyndin og/eða sýningin sé í boði Samáls og hins listhneigða hús- bónda þar á bæ skellir Kristín upp úr. „Nei, það er hún ekki.“ – Varla er álið þarna þó af hreinni til- viljun? „Nei, alls ekki. Leikmyndin er tilvísun í áherslurnar og forgangsröðunina í okkar samfélagi. Þessa ofsafengnu trú á álið. Það er ekki eins og það sé að skila svo miklu, alltént ekki miðað við alla fyr- irhöfnina,“ svarar leikstjórinn. „Í heimi verksins er ríghaldið í ónýtt gildismat. Þaðan kemur vísunin í álið í okkar sam- tíma.“ Ótrúlega lánsöm Að myndatöku lokinni finnum við Kristín okkur afdrep á efri hæðum þessa sögu- fræga húss. Vitum raunar ekki hvort við megum yfir höfuð vera þar en enginn sér til okkar og ekki förum við að kjafta frá! Uppfærsluna á Húsi Bernhörðu Alba eftir Federico García Lorca, þekktasta leikritaskáld Spánverja, ber að vonum fyrst á góma. „Ég er ótrúlega lánsöm. Hér hefur raðast saman einstakur hópur listamanna sem myndar sín á milli mjög sérstaka dýnamík. Hópurinn náði mínum áherslum strax í fyrstu atrennu og síðan hafa allir verið samhentir og samhuga. Um meira er ekki hægt að biðja.“ – Mér skilst að þú farir ótroðnar slóðir í þessari uppfærslu. Tengir þetta tæplega áttatíu ára gamla verk við nútímann. „Það er annarra að dæma um það hvort ég fer ótroðnar slóðir en hitt er rétt að ég tengi verkið við nútímann í þeim skilningi að ég býð ýmsum gestum úr nútímanum inn í heim Lorca en hann skrifaði Hús Bernhörðu Alba á við- sjárverðum tímum á Spáni skömmu áður en hann var sjálfur tekinn af lífi af fylg- ismönnum Francos 1936. Þetta eru gestir sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið illa úti í samskiptum við sína húsbændur og yfirboðara. Í grunninn er ég að velta fyrir mér kúgun og hversu hættuleg hún er samfélagi okkar mannanna. Kúgun leiðir gjarnan til styrjalda. Þótt fjórði áratugurinn og nútíminn mætist með þessum hætti stefni ég að ákveðnu tíma- leysi í sýningunni.“ – Hverjir eru þessir gestir? „Það eru konur og fulltrúar áberandi hópa kvenna sem barist hafa gegn kúgun í heiminum á undanförnum árum, svo sem Pussy Riot, Femen, Guerilla Girls og Tawakkol Karman, friðarverðlaunahafi Nóbels 2011 frá Jemen. Þá talar hin hugdjarfa pakistanska stúlka Malala You- safzai beint til okkar og Simone de Beauvoir dregur ályktanir í lok sýningar. Það er því gestkvæmt í húsi Bernhörðu Alba – konu sem þolir ekki gesti.“ Súrrealisminn er ekki eitthvað sjálfgefið – Oft er talað um Hús Bernhörðu Alba sem merkasta verk Lorca. Í hverju er styrkur þess fólginn? „Hús Bernhörðu Alba hefur þá sér- stöðu að vera í senn alvöruþrungið og leiftrandi húmorískt verk. Það er ein- kennandi fyrir súrrealistann Lorca, eig- inleika sem hann ræktaði með sér vel og lengi. Súrrealisminn er ekki eitthvað sjálfgefið, það þarf að kynna sér hann og iðka hann. Eftir að Lorca var allur reyndi Franco- stjórnin markvisst að þurrka minninguna um hann út og það var ekki fyrr en harðstjórinn var allur um miðjan áttunda áratuginn að farið var að sýna verk Lorca, þeirra á meðal Hús Bernhörðu Alba. Fyrst um sinn var um að ræða há- tíðlegt viðhorf í garð dýrlings sem dó píslardauða en smám saman gerðu menn sér grein fyrir því að Lorca er líka meinfyndinn. Í verkum hans er húmorinn í fyrirrúmi í bland við harminn. Eins og í öllum bestu verkum leiklistarsögunnar. Hús Bernhörðu Alba er ótrúlega spenn- andi og skemmtilegt verk. Persónurnar eru innilokaðar í víti en láta sig dreyma um heim frelsis og fagnaðar.“ – Franco var mikill áhrifavaldur í lífi Lorca. „Já, hann var það. Lorca skrifaði undir stöðugri ógn falangista sem gerðu mikinn óskunda í spænskum þorpum og borgum á þessum tíma. Maður finnur það í verk- um hans. Ég hef hvergi fengið það stað- fest en sumir halda því meira að segja fram að Lorca hafi haft Franco í huga þegar hann skrifaði persónu Bernhörðu Alba. Það má vel vera, hún er karlhrotti í konumynd. Þess vegna valdi ég einmitt karlleikara, hinn frábæra Þröst Leó Gunnarsson, til að túlka Bernhörðu Alba í þessari uppfærslu. Bernharða Alba er manneskja sem hefur orðið fyrir miklu ofbeldi í sínu lífi, af hálfu afa síns og föður og ef til vill eiginmanna sinna tveggja líka. Það er gömul saga og ný að fórnarlömbin dragi inn í sig ofbeldið.“ – Bernharða Alba er eftir sem áður kona í sýningunni, ekki satt? „Jú, hún er það. En karllæg kona.“ Gæti leitt til hnignunar – Þér hefur orðið tíðrætt um skort á jafnvægi milli karla og kvenna í sam- félaginu, þakkarræða þín á Edduhátíðinni fyrr á þessu ári vakti til að mynda mikla athygli. Vantar mikið upp á þetta jafn- vægi? „Já, það vantar upp á það og hættan er sú að það ástand geti leitt til hnign- unar í samfélaginu. Það var mun sterkari umræða um þessi mál á áttunda áratug síðustu aldar en nú er eins og búið sé að reisa snjóflóðavarnir til að stöðva upplýs- ingaflæðið. Þetta er ekki bara vandamál hér á landi, Malala hefur til að mynda komist að sömu niðurstöðu í Pakistan. Sú ótrúlega vel gefna og þroskaða stúlka. Þar er konum haldið niðri í krafti fáfræði og ólæsis. Tawakkol Karman hefur staðið í sömu baráttu sem blaðakona í Jemen en fréttaveitum var lokað þar til að hefta flæði upplýsinga. Karlar óttast konur eins og Malölu og Tawakkol og af hverju staf- ar óttinn? Fáfræðinni. Það breytir ekki því að baráttan er hafin í þessum löndum og mun standa eins lengi og þörf krefur, hvort sem það verða tuttugu ár, fimmtíu eða hundrað. Þetta vita þessar konur og þeir karlar sem berjast með þeim.“ – Varla getum við Íslendingar borið við ólæsi og fáfræði í þessum efnum? „Nei, en það er innrætingin. Það er til dæmis ekki langt síðan umræðan um launamisrétti kynjanna kom upp fyrir al- vöru hér á landi. Rauðsokkuhreyfingin skilaði okkur ekki á leiðarenda og nú er meira að segja komin upp sú staða að sumum yngri konum þykir ekki fínt að vera femínistar. Það er umhugsunarvert. En unnið er unnið og verður ekki brotið niður. Þess vegna var sú barátta ekki til einskis. Það er mín trú að við munum á „Í grunninn er ég að velta fyrir mér kúgun og hversu hættuleg hún er samfélagi okkar mannanna. Kúgun leiðir gjarnan til styrjalda,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, leik- stjóri Húss Bernhörðu Alba. Húmorískur harmur LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR FRUMSÝNDI Í GÆRKVÖLDI LEIKRITIÐ HÚS BERN- HÖRÐU ALBA EFTIR FEDERICO GARCÍA LORCA Í GAMLA BÍÓI. LEIKSTJÓR- INN, KRISTÍN JÓHANNESDÓTTIR, RÆÐIR HÉR UM ÞETTA MARSLUNGNA VERK, HÖFUNDINN, HLUT KVENNA Í LISTUM OG SAMFÉLAGINU YFIRLEITT, NÝJA KVIKMYND OG DÓMGREINDARLEYSI STJÓRNVALDA. Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Mynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Fjórar af dætrunum fimm sem Bernharða Alba heldur föngnum í húsi sínu eftir fráfall föður þeirra. Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.