Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 55
ingabanka. „Því starfi var sjálfhætt eftir hrun,“ segir hann. Upplýsingadeild lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu er skilgreind sem stoð- deild og vinnur með rannsóknahópum allra deilda. Jón Óttar fékk því yfirsýn yfir alla flóruna, eins og hann kemst að orði. Langmest var hann þó í fíkniefna- málum. Um tíma starfaði Jón Óttar hjá emb- ætti sérstaks saksóknara en núna vinnur hann með Sveini Guðmundssyni hæstarétt- arlögmanni á Juralis lögmanns- & ráðgjaf- arstofu. „Þar með er ég kominn allan hringinn, farinn að taka þátt í vörn sak- borninga í refsimálum. Það er ekki síður mikilvægt hlutverk en að vera í lögregl- unni og sækja á menn. Í réttarríkinu eiga allir rétt á sanngjarnri málsvörn.“ Með störfum sínum hjá Juralis sinnir Jón Óttar stundakennslu í afbrotafræði í Háskóla Íslands. „Þegar ég fór í afbrota- fræðina ætlaði ég mér að verða háskóla- kennari í fullu starfi en eitt leiddi af öðru og ég hef komið víða við. Allt nýtist það í skrifunum.“ 40 útgáfur af fyrstu blaðsíðunni Hlustað varð fjarri því til á einum degi. „Ég byrjaði að huga að bókinni um ára- mótin 2007-08,“ segir Jón Óttar, „og það var 2009 sem ég gekk inn á skrifstofu Bjarts. Grunnhugmyndin er sú sama en útfærslan hefur tekið miklum breytingum á vinnsluferlinu. Ætli ég eigi ekki einar fjörutíu útgáfur af fyrstu blaðsíðunni,“ segir hann og hlær. „Ég skrifaði bókina með fullri vinnu og lauk við hana síðasta vor.“ Vinna við aðra bókina, sem koma mun út á næsta ári, er þegar komin vel á veg og fyrir liggur hver rás atburða verður í þeirri þriðju, þótt hún verði útfærð síðar. Hlustað er skáldskapur en Jón Óttar viðurkennir að margt í bókinni byggist á raunverulegum málum sem hann hefur sjálfur haft aðkomu að. „Það er ekkert í þessari bók sem ekki gæti gerst í raun- veruleikanum.“ Sama máli gegnir um persónurnar. Þær byggjast oftar en ekki á raunverulegu fólki, ekki síst fyrrverandi samstarfs- mönnum Jóns Óttars. „Ég held raunar að enginn sé það líkur að hann eigi að þekkjast. Ég bræði menn meira saman, skapgerðareinkenni, tilsvör og fleira. Ég sé persónurnar gjarnan myndrænt fyrir mér. Reyni að sjá fyrir mér útlitið,“ segir hann. Jón Óttar segir að aðalsöguhetjan, Dav- íð, sé um flest býsna venjulegur náungi. Liðlega fertugur og fæst einkum við rannsókn á alvarlegri brotum. Davíð á ekki við nein sérstök vandamál að stríða og drekkur til að mynda ekki dropa í allri bókinni, eins og Jón Óttar upplýsir hlæjandi. Þó er ekki allt með felldu í hjónabandinu. Þar hriktir í stoðum. Ekki allar löggur góðar Spurður hvernig mynd af lögreglunni sé dregin upp í bókum hans kveðst Jón Ótt- ar halda að hún sé jákvæð. „Það þýðir samt ekki að allar löggur séu góðar!“ Sem fyrr segir er Jón Óttar mikill áhugamaður um glæpasögur og segir hann ýmsa höfunda í uppáhaldi. „Hér heima held ég mest upp á Arnald Indr- iðason og bíð spenntur eftir næstu bók frá honum, 1. nóvember. Af erlendum höfundum nefni ég Bandaríkjamanninn Michael Connelly sem skrifar lög- regluþrillera í raunsæisstíl. Síðan les ég ýmsa norræna höfunda um leið og þeir koma út, svo sem Jo Nesbø. Ég hugsa líka að Stieg Larsson hafi haft meiri áhrif á mig en mig grunaði í fyrstu. Ég var einmitt að lesa hann þegar ég var að byrja að skrifa sjálfur. Kannski kemur hugmyndin að því að hafa þetta þríleik þaðan.“ Þríleikurinn á hug Jóns Óttars allan um þessar mundir en hann gæti þó vel hugsað sér að skrifa fleiri bækur að hon- um loknum. „Af öllum þeim störfum sem ég hef gegnt eru skrifin skemmtilegust. Þau eru í senn skapandi og róandi. Í vinnunni stendur maður stundum frammi fyrir verkefnum sem eru ekki auðleys- anleg – það er miklu auðveldara að finna lausnir í bókunum.“ * „Ég hef lesið mikiðaf íslenskum glæpa-sögum gegnum tíðina og finnst þær yfirleitt mjög góðar. Smáatriðin hafa hins vegar stundum stuð- að mig aðeins.“ 20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 55 Þannig er Hlustað lýst á kápu bók- arinnar: Ung kona finnst látin í gömlum grá- sleppuskúr við Ægisíðu í desember 2009. Margt bendir til þess að hún hafi tekið of stóran skammt, en lög- reglumaðurinn Davíð er sannfærður um að hún hafi verið myrt. Eina vís- bending hans er óskráð símanúmer. Af tilviljun kemst hann yfir hljóð- upptöku af heimili efnaðs fíkniefnasala sem lögreglan fylgist með. Upptakan rennir stoðum undir grun hans. En hann þarf að berjast fyrir því að fá að rannsaka málið – um leið og hann reynir að bjarga starfinu. Og hjóna- bandinu. Valdamiklir menn vernda hver ann- an. Og þá skiptir morðrannsókn litlu.“ Eina vísbendingin er óskráð símanúmer Sófar og stólar eru okkar ástríða Swan sófi 211 cm / 252.200 Timeout hægindastóll með skemmli 381.400 TILBOÐ 334.900 Joy hægindastóll 206.600 Stóll + skemill 272.400 Daphny stóll 99.400 Gyro stóll 152.000 Avignon leðursófi 208 cm / 308.600 BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16LINAN.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.