Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 39
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Á þessum árstíma dregur kvenpeningurinn fram ullarkápurnar, hansk- ana, keipana og allt fín- eríið. Það er eitthvað svo ódýrt og sjoppulegt að vera ekki vel búnar þegar kólnar í veðri. Auk þess er lítil reisn yfir skjálfandi konum með fjólubláar varir. Þær verða nið- urlútar, hoknar og yfir andlitinu er fastur skelfingarsvipur … Á þessum árstíma þurfa konur að eiga almennilegar kápur – ekki brussulegar úlpur. Allavega ekki til að ganga í svona dagsdaglega. Þeir sem þekkja mig vel vita að þetta kemur úr hörðustu átt. Ég er nefni- lega stoltur eigandi hnésíðrar dún- kápu með dúnhettu sem ég á það til að bregða mér í þegar enginn sér til. Þessi kápa er afar fín ef maður nennir ekki úr náttföt- unum og þarf nauðsynlega að komast út í sjoppu að kvöld- lagi. Einhvern veginn hefur þetta þróast þannig að ég fer bara í dúnkápuna þegar ég er stödd á botni tilver- unnar … og er mjög kalt. Til allrar hamingju fengi kápan aldrei að koma með mér í leikhús eða í boð. Við betri tilefni dreg ég fram slána úr ELLU sem saum- uð er úr baby-camel-hárum. Konur í slám verða eins og drottningar og þegar ég er komin í slána þarf ég ekkert annað; engan klút, engan loðfeld og varla tösku. Á tískuvikunum úti í heimi, sem haldar voru í sept- ember og október, sást greinilega hvernig káputískan er að þróast. Reyndar ekki á tískupöllunum sjálfum heldur á klæðaburði tískusýningargestanna. Þær sem fá boð á fínustu tískusýningarnar eru konur sem hafa vigt í tískuheiminum og því er ágætt að fylgjast með því hvernig þær klæða sig. Það brást ekki; nánast allar voru í kápum í yfirstærð í ljósbleiku, gráu eða svörtu. Svona beinar ullarkápur eru fullkomnar fyrir þær sem vilja fela vöxtinn en alveg agalegar fyrir þær sem vilja sýna mittið og mjúku lærin. Það þarf því að vanda valið vel og gæta þess að við verðum ekki eins og sirkustjaldið sem fauk úr Vatnsmýrinni. Ef það er hægt að setja belti á þessar kápur er það alltaf best svo hægt sé að búa til örlitlar kvenlegar línur sem eru svo fallegar. Ef það er ekki hægt er ágætt að vera í aðsniðnum fötum innanundir, svörtum vel sniðnum buxum, þunn- um ullarpeysum og támjóum skóm. Þegar þú ert komin í víða kápu er alger óþarfi að vera líka með stóran klút um hálsinn því hann bætir yfirleitt nokkrum kílóum á okkur. Ég hef ekki enn mætt þeirri konu á minni lífsleið sem lang- ar til að sýnast þyngri en hún er í raun og veru en þessi kona er pottþétt til. Hún er bara ekki í minni kreðsu … martamaria@mbl.is Svona getur þú rúllað … LAUGAVEGI 5 - SÍMI 551 3383 | SPÖNGIN GRAFARVOGI - SÍMI 577 1660 Hjarta úr hvítagulli 25 punkta demantur 99.000,- Gullhálsmen Handsmíðað 14K, 2 iscon 26.000,- Demantssnúra 9 punkta demantur, 14K 57.000,- Demantssnúra 30 punkta demantur, 14K 157.000,- Gullhringur Handsmíðaður 14K, 2 iscon 45.700,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.