Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 53
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Haustsýning Íslenska dans- flokksins, „Tímar“, er sýnd í Borgarleikhúsinu á sunnu- dagskvöld. Rýnir Morgun- blaðsins hrósaði verki Helenu Jóns- dóttur, þar sem saga dansflokksins er sögð í „einstöku dansverki“. 2 Sýningar á nýju Brúðulofti Þjóðleikhússins fara afar vel af stað, en rýnir Morgun- blaðsins gaf metnaðarfullri sýningu Bernds Ogrodnik, Aladdín, fimm stjörnur og sagði að þar birtust töfrar á heimsmælikvarða. Tvær sýn- ingar eru á ævintýralegu verkinu á laugardag. 4 Vetrardagskrá Svartra sunnu- daga í Bíó Paradís hefst á sunnudagskvöld klukkan 20 með kunnri kvikmynd Davids Cronenbergs, Videodrome (1983). Er um að ræða útfærslu hans á áhrif- unum sem fjölmiðlar geta haft á fólk. 5 Leifur Þorsteinsson, einn af nestorum íslenskrar ljós- myndunar undanfarna ára- tugi, opnar sýningu á ljós- myndunm í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5 klukkan 15 á laug- ardag. Sýninguna kallar hann „Dreggj- ar sumarsins“. Myndirnar voru tekn- ar þar sem ljósmyndarinn gekk um gróin hverfi borgarinnar. 3 Á tónleikum í Salnum á sunnu- dagskvöld kl. 20 flytur Krist- jana Skúladóttir leikkona lög sem voru vinsæl meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð og segir sögur. Lögin urðu m.a. vinsæl með Marlene Dietrich og Veru Lynn. MÆLT MEÐ 1 Ný tónleikaröð með ungum söngv-urum, „Eflum ungar raddir“, hefst íKaldalóni í Hörpu á sunnudag kl. 16. Þá kemur Kristín Sveinsdóttir mezzó- sópran fram ásamt Steinunni Birnu Ragn- arsdóttur píanóleikara og flytja þær dagskrá með ljóðasöngvum. Í tónleikaröðinni, sem styrkt er af nýstofn- uðum samfélagssjóði verkfræðistofunnar EFLU, gefst ungum og efnilegum söngv- urum tækifæri til að koma fram á einsöngs- tónleikum. Næstu mánuði verða sex tón- leikar með söngvurum á aldrinum 21 til 28 ára sem voru valdir eftir áheyrnarprufur. Söngvararnir koma úr ýmsum greinum tón- listar en valnefndina skipuðu Steinunn Birna, söngvararnir Kristján Jóhannsson og Kristjana Stefánsdóttir, og Þórunn Sigurð- ardóttir, sem er verkefnisstjóri raðarinnar. Kristín Sveinsdóttir, sem kemur fram á fyrstu tónleikunum, tekur burtfararpróf við Söngskólann í Reykjavík í næsta mánuði. Hún hefur tekið virkan þátt í kórstarfi í Langholtskirkju og sungið einsöng með kór- um kirkjunnar. Þá hefur hún komið fram með Graduale Nobili á tónleikaferð Bjarkar Guðmundsdóttur víða um lönd. Kristín segir það ótrúlega ánægjulegt að hafa verið boðið að koma fram á þessum tón- leikum. „Það er sjaldan sem söngvarar eru boðaðir í áheyrnarprufur hér á landi og það var mjög óvænt. Ég var í vinnunni í Vind- áshlíð þegar ég fékk boðið og brunaði í bæ- inn nokkrum dögum seinna og söng fyrir,“ segir hún. „Síðan var ég stödd á tónleikaferð með Björk í Japan og á afmælisdaginn fék ég símtal og var boðið að syngja á tónleik- unum. Það var stórkostleg og eftirminnileg afmælisgjöf.“ Hún segist hafa hugsað talsvert um það hvað sig langaði að syngja og ákvað að lok- um að velja lög eftir eftirlætistónskáld sín í ljóðasöng. „Mér finnst gaman að syngja á ólíkum tungumálum og syng ljóð eftir Fauré, Quilter, Brahms og Verdi, sem dæmi. Það hvatti mig líka til að halda ljóðatónleika að síðasta vetur fékk ég Hildigunni Rúnars- dóttur tónskáld til að semja nýtt lag við ljóð eftir Steinunni Finnbogadóttur, sem var ljós- móðir í Bolungarvík. Hún var vinkona og leikfélagi afa míns, og er dásamlegt ljóð- skáld.“ Kristín mun frumflytja þetta lag, „Leitina að gullinu“, á tónleikunum. Hún lofar samstarfið við Steinunni Birnu. „Það er mikill heiður að fá að koma fram með henni. Hún er ótrúlegur tónlistarmaður og mikill reynslubolti.“ Eftir útskrift í vetur stefnir Kristín að framhaldsnámi í söng erlendis. „Það er um að gera að elta slíka drauma ef tækifæri gef- ast til,“ segir hún. efi@mbl.is NÝ TÓNLEIKARÖÐ MEÐ UNGUM SÖNGVURUM HEFST Í HÖRPU Eftirminnileg afmælisgjöf KRISTÍN SVEINSDÓTTIR ER FYRST TIL AÐ KOMA FRAM Í NÝRRI TÓN- LEIKARÖÐ. HÚN FLYTUR SÖNGLÖG EFTIR SÍN EFTIRLÆTISTÓNSKÁLD. Kristín Sveinsdóttir lýkur senn brottfararprófi og stefnir á framhaldsnám í söng. „Það er um að gera að elta slíka drauma,“ segir hún. hlutunum þá hljóti það umbun erfiðisins. Það þarf að hafa fyrir góðum bókmenntum og listum, það þarf einbeitingu og þolinmæði að sjá hluti fyrir sér en ekki bara sjá þá. Sjálfur dái ég netið og möguleika þess. En netið krefst einskis af okkur vegna þess að það veit fyrirfram hvað við viljum sjá á yfir- borðinu og færir okkur það svo á silfurfati. „You might also like …“ og allt það. Bækur geta hins vegar dýpkað tilveruna með því að neyða mann til að horfast í augu við eitthvað annað en staðfestingar á eigin lífsviðhorfum og það sem manni finnst auðvelt, þægilegt og gaman. Þannig sýna þær okkur hvað það er að vera mennskur.“ „Netið krefst einskis af okkur vegna þess að það veit fyrirfram hvað við vilj- um sjá á yfirborðinu og færir okkur það svo á silfurfati,“ segir Halldór. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.