Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Síða 51
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 okkur í næstu viku,“ segir Addi og gefur ýmislegt í skyn með glotti. Addi menntaði sig í ferðamálafræði við Háskóla Íslands með viðskiptafræði sem aukafag og hefur komið víða við á síðustu árum, meðal annars starfað fyrir Icelandair hótelin, Glitni og Vodafone en segja má að nú sé hann snúinn aftur í tónlistina. Addi „Ég er að skipuleggja tónleika allan daginn. Allt frá því að gera samning um verkið, skipuleggja hvenær miðar fara í sölu upp í það að skipuleggja allt innanhúss, fjölda starfsfólks, tækniþarfir og allt sem til- heyrir.“ Framundan eru meðal annars tón- leikar Egils Ólafssonar, Iceland Airwaves og stórsýningin Stomp. „Það má segja að við séum að frumsýna í hverri viku en um leið er verið að skipuleggja árin 2014 og 2015. Það eru vissulega forréttindi að eiga þess kost að starfa í fagi sem maður þekkir eins og lófann á sér og þetta er líka mjög lifandi umhverfi.“ Við ætlum að enda á að tala aðeins meira um mat. Yesmine segir að í nýju bókinni sinni, Í tilefni dagsins, hafi hún viljað færa fjölbreyttar uppskriftir í aðgengilegt og ein- falt form. Yesmine „Ég ákvað að keyra á það sem ég fíla mjög vel persónulega. Ekki bara ind- verskt heldur líka ýmislegt úr mínum bak- grunni í Svíþjóð. Þarna er sænskur bakstur sem ég held að Íslendingum gæti þótt spennandi að prufa því þótt Svíar standi okkur Íslendingum aftar í matreiðslu að mínu mati eru þeir með flottar bök- unarhefðir. Ég geri þetta svo auðvitað á minn hátt og nota til dæmis karrí í kanil- snúða. Svo er þarna að finna mat sem gerð- ur var í hestaferð og í veiðiferð, spennandi götumat, svo sitthvað sé nefnt. Sumt er mjög einfalt og annað aðeins flóknara en þetta er allt með heilsusamlegu ívafi eða hreinu hráefni.“ Er eitthvað uppi á borðum með næstu skref í þessum heimi? Addi „Okkur hefur fundist að veitinga- staður væri rökrétt framhald og væri mjög spennandi að gera það í framtíðinni.“ Yesmine „Já, við höfum rætt að það sé eitthvað sem okkur þætti gaman að gera. Við finnum að við erum búin að leggja grunn að einhverju sem við þurfum að fylgja eftir. Ég hef alltaf upplifað það þannig að það hafi ekki verið ég sem valdi matinn heldur mat- urinn sem valdi mig. Ég ætlaði aldrei að gera matreiðslubækur eða elda svona. Ég hef fyrst og fremst verið danshöfundur og sinnt verkefnum tengdum skemmtanaiðn- aðinum og þetta var alls ekki ætlun mín, þetta var bara eitthvað sem kom. Ég er viss um að ef ég hefði ekki búið á Íslandi heldur í New York eða London hefði ég ekki farið út í matargerð en það sem ég er að gera passar mjög vel hér. Ég er mjög þakklát fyrir hvernig þetta hefur allt þróast hér á Ís- landi.“ Fjölskyldan í fríi á Seyðisfirði. Haraldur Fannar Arngrímsson er fjórtán ára og Ronja Ísabel er sjö ára. ADDI SVARAR 1. Hver er besta kvikmynd sem Yesmine hefur séð? „Einhver spennumynd.“ (Hún mjög hrifin af ævintýramynd- um). 2. Hvað myndi Yesmine segja að henni þætti leiðinlegast að gera, af daglegum hversdagslegum hlutum? „Ryksuga og skúra.“ (Rétt). 3. Hvert myndi Yesmine fara á morgun ef hún gæti ferðast hvert sem er í heiminum? „Gott skíðaferðalag.“ (Rangt. Hún myndi skella sér í heimsókn til Elínar vinkonu sinnar í Dubai). 4. Hvert er eftirlætiskryddið hennar? „Kóríander.“ Rangt. Cummin. 5. Við hvern talar hún oftast í símann? „Oftast við mig en lengst við Bryndísi Óskarsdóttur, vin- konu sína.“ (Rétt). 6. Hvað myndi hún fyrst kaupa sér ef hún ynni hundrað millj- ónir í Lottóinu. „Hún myndi kaupa skíðaferð handa fjölskyldunni.“ (Rangt. Hvolp). 7. Hvert er eftirlætislagið hennar? „Eitthvað með Beyoncé.“ (Rétt.) YESMINE SVARAR 1. Hver er besta kvikmynd sem Addi hefur séð? „Held það sé The Graduate.“ (Rétt). 2. Hvað myndi Addi segja að honum þætti leiðinlegast að gera? „Þvo þvott.“ (Rangt. Fara í búðir). 3. Hvert myndi Addi ferðast á morgun ef hann gæti ferðast hvert sem er? „Asíu.“ (Rangt. Rétt svar er Alaska). 4. Hvert er eftirlætiskryddið hans? „Salt og pip- ar.“ (Rangt. Rósmarín). 5. Við hvern talar Addi oftast í símann? „Son sinn.“ (Oft við son sinn en oftast við Yesmine). 6. Hvað myndi hann fyrst kaupa sér ef hann ynni hundrað milljónir í Lottóinu. „Fjallajeppa.“ (Rangt. Rétt svar er hús með bílskúr). 7. Hvert er eftirlætislagið hans? „Eitthvað með Bob Marley.“ (Rangt. Walk on the Wild Side með Lou Reed). Hvað vita hjónin hvort um annað? – FULLT HÚS ÆVINTÝRA DIDRIKSONS TINDRA ÚLPA Þrír litir. Stærðir: 130–170 15.992 KR. DIDRIKSONS LHTOSE ÚLPA 4 litir. Stærðir: 80–120 11.192 KR. DIDRIKSONS ALVAR ÚLPA. Tveir litir. Stærðir: S–XXL 35.600KR. Verð áður 13.990 kr. Verð áður 19.990 kr. Verð áður 44.500 kr. COLUMBIA ALPINE ÚLPA Tveir litir. Stærðir: 104–152 11.992 KR. Verð áður 14.990 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.