Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaWalter White eiturlyfjakokkur úr þáttunum Breaking Bad fær sjaldan að njóta ávaxta erfiðis síns Þó að Guðrún Jóhannesdóttir hjá Kokku eigi ekki í vandræð- um með að sinna framkvæmdastjórastarfinu segist hún eiga erfitt með að spara þegar heimilið er annars vegar. Góður matur og tólin til að galdra hann fram er það sem á hug henn- ar allan. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við erum ekki nema fjögur eftir í kotinu. Ég, Þorsteinn mað- urinn minn, heimasætan Una og hundurinn Krummi. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Smjör. Svo verð ég alveg miður mín á morgnana, ef ekki er til súrmjólk. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlæt- isvörur á viku? Úff, það þarf að spyrja Steina að því, hann kaupir í matinn. Það er samt örugglega of mikið, matur er eiginlega það eina sem við splæsum í. Hvar kaupirðu helst inn? Við reynum að kaupa praktíska hluti í einhverjum af búð- unum úti á Granda, Krónunni, Bónus eða Nettó. En svo er gjarnan farið í Melabúðina, því þar fæst allt sem okkur finnst gott. Svo er Melabúðin félagsheimilið í Vesturbænum, mikil- vægur staður til að hitta fólk og spjalla. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Smjörið. Ég baka mikið, því Steini er alltaf búinn að elda þeg- ar ég kem heim úr vinnunni. En ef ég fer með í búðina þá reyni ég oftast að lauma harðfiski eða taðreyktum silungi í körfuna. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Við bjuggum í Þýskalandi á milli tvítugs og þrítugs, svo við fengum gott fjármálauppeldi í veganesti þaðan. Við reynum að safna fyrir því sem okkur vantar, enda er það alltaf ódýr- ara en að taka lán. Svo sleppir Steini því að kaupa sér ný föt til að eiga frekar fyrir smjöri og öðru góðu í kroppinn. En við erum ekkert sérstaklega sparsöm í mat eins og áður sagði. Eyðir þú í sparnað? Já, ég er alltaf með einhverja sjóði í gangi. Núna eru það bað- og eldhússjóður og sumarfrí 2014-sjóðurinn. Skothelt sparnaðarráð? Eiga fyrir hlutunum sem maður kaupir. Svo er hægt að elda dýrindismat úr mjög ódýru hráefni ef maður á góðan járn- pott sem maturinn getur mallað í tímunum saman. GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR Í KOKKU Á alltaf smjör í ísskápnum Guðrún segist hafa fengið gott fjármálauppeldi í Þýskalandi. Morgunblaðið/Ómar Við eigum það til að venjast búð- unum þar sem keypt er í matinn og leita alltaf í sömu rekkana og gang- ana til að finna það sem okkur van- hagar um. Stundum getur marg- borgað sig að rannsaka aðra staði í búðinni og sjá hvort þar leynist ekki eitthvað gott og ódýrt. Aurapúkinn þurfti t.d. eitt sinn að spara alveg sérstaklega mikið, og þræddi því ganga stórmarkaðar- ins síns með augun á verðmerking- unum. Á endanum bar Aurapúkann að frystideildinni, sem hann hafði til þessa vanrækt að mestu. Þar reyndist margt í boði á fínu verði. Púkinn uppgötvaði líka falinn fjársjóð í neðstu hillu inni í horni kæliskáps í kjötdeidinni. Dýri mat- urinn var á besta stað fyrir allra augum en þarna í litla horninu var að finna afsláttarvöru sem lítið bar annars á. púkinn Aura- Gaumgæfðu allar hillur Þ eir sem enn eiga eftir að horfa á þættina um Water White, glæpakonung og efna- fræðisnilling, ættu ekki að lesa lengra því þessi grein ljóstrar ýmsu upp um þáttaröðina vinsælu sem rann skeið sitt á enda á dögunum. Breaking Bad er ekki aðeins framúrskarandi sjónvarpsefni á alla vegu, heldur er hægt að læra ýmislegt um ábyrg heimilisfjármál með því að horfa á þættina. Er þá ekki átt við að sé skynsamlegt að byggja upp eiturlyfjaveldi til að vaða í seðlum, heldur einmitt frekar hvernig má komast hjá því að lenda í erfiðri stöðu fjárhags- lega og glutra niður varasjóðnum. Tryggðu þig rétt Þegar Walter White greinist með krabbamein er hann með ágæta heilbrigðistryggingu, en þó ekki með þá vernd sem þarf til að greiða dýru tilraunameðferðina sem hann velur að gangast undir. Ekki bara það heldur virðist Walter illa líftryggður og eru það ekki síst áhyggjur af að skilja fjölskylduna eftir illa stadda fjárhagslega sem fá hann til að gerast glæpamaður. Breaking Bad kennir okkur að huga mjög vandlega að tryggingunum. Ef við skyldum veikjast, slasast eða kveðja þennan heim viljum við að tryggingarnar veiti góðan stuðning, gefi okkur þá valkosti sem við þörfnumst og dán- arbætur sem duga. Talið um fjármálin Stór hluti af vandamálum Walters White kemur til af því að hann ýmist leynir hlutum fyrir fjöl- skyldunni eða að fjölskyldan er ekki nógu sam- stillt um hvað á og hvað á ekki að gera við pen- ingana. Af Breaking Bad ættum við að læra þá lexíu að tala um málin, hafa allt uppi á borðunum og vera samstiga þegar kemur að stórum fjár- útlátum. Ekki leggja allt undir Oft sleppur Walter White með skrekkinn og iðulega hefur heppnin ein bjargað honum frá voveiflegum dauðdaga eða fangelsisvist þegar hann tefldi of djarft. Glæpakóngurinn Gustavo Fring fellur í sömu gildru, og leggur veldi sitt og líf að veði til að auka enn á auð sinn. Það er ágætt að stunda einhverjar áhættu- fjárfestingar ef ávöxtunarmöguleikarnir eru góðir en þess ætti alltaf að gæta að dreifa áhættunni vel og eiga örugglega til ásættan- legan og tryggan varasjóð sem nota má jafnvel þótt allt annað tapist. Njóttu þess sem þú átt Þeir sem gera aldrei neitt nema að spara ættu að líta á sögu Walters White sem víti til varn- aðar. Þó svo að Walter eignist sand af seðlum virðist hann sjaldan fá að njóta auðæfanna. Áherslan er öll á að byggja upp digran sjóð, eða hreinlega raka saman peningum peninganna vegna. Fjárhagslegt heilbrigði snýst um að finna rétta jafnvægið milli þess að spara og fjárfesta og svo njóta þess sem búið er að vinna fyrir. WALTER WHITE GERÐI ÝMIS MISTÖK Lexíur Breaking Bad um fjármál heimilisins SJÓNVARPSÞÁTTARÖÐIN VINSÆLA UM AFVEGALEIDDA EFNAFRÆÐIKENNARANN OG STÓRGLÆPAMANNINN ER LÍKA SAGA UM SLÆMAR FJÁRHAGSLEGAR ÁKVARÐANIR Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Walter White hefði getað sparað sér mikið ómak og erfiði ef hann hefði sýnt meiri fyrirhyggju. Gustavo á örlagaríku augnabliki. Hann hefur náð langt með varkárni en leggur á endanum allt að veði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.