Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 20.10.2013, Blaðsíða 57
20.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Anne B. Ragde hefur notið mikilla vinsælda hér á landi fyrir bækur sínar Berlínaraspirnar. Bók hennar Ég skal gera þig svo hamingjusaman gerist árið 1965. Í blokk gengur lífið nokk- urn veginn sinn vanagang þótt unga frúin á fjórðu hæð þyki æði sérstök. Einn daginn ber ungur maður upp á í öllum íbúðum blokkarinnar og býðst til að setja gægjugöt á útihurð- irnar. Bókin hlaut mjög góða dóma erlendis enda er í henni sam- ankomið safn litríkra persóna og frásögn er skemmtileg og spennandi. Þeir sem hrifust af Berlínaröspunum ættu að verða ánægðir með þessa nýju bók höfundar. Skemmtileg saga úr blokk Ólæsinginn sem kunni að reikna er titill á nýrri bók hins sænska Jonasar Jonassonar, sem stimplaði sig svo rækilega inn með hinni ærsla- fullu og dásam- legu skemmti- sögu Gamlingj- anum sem skreið út um gluggann og hvarf. Nýja bókin kemur út í þýðingu Páls Valssonar í nóvember og er að sögn í svip- uðum anda en þó með meiri broddi en sú fyrri. Sjálfur segist Jonasson leita í Íslend- ingasögurnar, einkum Egilssögu, og lesa þær við arineld þegar hann vanti innblástur við skriftirnar. Óhætt er að fullyrða að aðdá- endur Gamlingjans bíði með óþreyju. Ný bók eftir Jonas Jonasson, höfund Gamlingj- ans, er væntanleg á íslensku. NÝ BÓK EFTIR HÖF- UND GAMLINGJANS Útgáfuréttur nýjustu skáldsögu Sjóns, Mánasteinn: drengurinn sem aldrei var til, hefur þegar verið seldur til Dan- merkur, Svíþjóðar og Finnlands. Verkið vakti mikla athygli á nýafstaðinni bókamessu í Frankfurt en sögusvið þess er Reykjavík árið 1918 en aðalpersónan er unglingspiltur. Bókin kemur út næstkomandi þriðjudag. Sjón er einn af okkur hugmyndaríkustu og hæfileikamestu höfundum og athyglisvert verður að sjá hvernig til tekst í þessu nýja verki. Þegar eru einhverjir sem spá því að þessi skáldsaga verði ein af bestu bókum þessarar vertíðar. Ný skáldsaga eftir Sjón kemur út í næstu viku og útgáfurétturinn hefur þegar verið seldur til nokk- urra landa. NÝJASTA SKÁLDSAGA SJÓNS Í ÚTRÁS Óhætt er að segja að Árni Þór- arinsson hafi tekið nokkra áhættu með nýjustu bók sinni. Skemmst er frá því að segja að áhættan hefur borgað sig. Skáldsaga hans Glæpurinn er hádramatísk fjölskyldusaga þar sem höfundurinn tekst á við af- ar viðkvæmt efni, sem ekki er rétt að segja nánar frá. Sagan er vel skrifuð og framvindan óvænt en aðalkostur hennar er aðalpersónur sem verða afar eftirminnilegar. Árni Þórarins á óvæntum slóðum Jólabókaflóðið færist stöðugt nær NÝJAR BÆKUR SÍFELLT MEIRI ÞUNGI FÆRIST Í BÓKAÚTGÁFUNA OG Á NÆSTU VIKUM MUNU VERK ÍSLENSKRA HÖFUNDA VERÐA ÆÐI ÁBERANDI Í BÓKA- UMRÆÐUNNI OG Í BÓKAVERSLUNUM. ÁHUGA- MENN UM ÍSLENSKAR BÓKMENNTIR HLJÓTA AÐ GLEÐJAST ÞVÍ AFAR SKEMMTILEGUR TÍMI ER FRAMUNDAN. Minnisbók Mayu eftir Isabel Allende er saga Mayu sem rifjar upp átaka- mikil unglingsár þar sem hún lenti í slæmum félagsskap, drykkju og dópi. En þegar Maya telur sig loks hafa höndlað hamingjuna er ljóst að ekki verður komist undan uppgjöri við fortíðina. Fjölmargar bækur All- ende hafa verið þýddar á íslensku og notið vinsælda enda einkar læsi- legar. Nú bætist ný bók við. Ný bók frá Isabel Allende Börnin þekkja Vísinda-Villa úr sjónvarpinu og nú er komin út bók, Vísindabók Villa, þar sem hann fjallar á sinn skemmtilega hátt um rafmagn, eldflaugar, blóð, atóm, dulmál og svo ótal margt fleira. Í bókinni er einnig að finna fjölda tilrauna sem einfalt er að gera heima, eins og að búa til draugalega sápukúlu, fallhlíf og skapa eld- gos í eldhúsinu - eldhúsið verður kannski dálítið subbulegt eftir til- raunina en það eru minniháttar óþægindi í þágu vísindanna. Þetta er draumabók fyrir unga og efnilega vísindamenn. Draumabók ungra og efnilegra vísindamanna * Íslendingar einskis metaalla sem þeir geta.Davíð Stefánsson BÓKSALA 9.-15. OKTÓBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Höndin - kiljaHenning Mankell 2 Árleysi aldaBjarki Karlsson 3 Út að hlaupaElísabet Margeirsdóttir / Karen Kjartansdóttir 4 Maður sem heitir Ove - kiljaFrederik Backman 5 Ég skal gera þig svo hamingju-saman - kilja Anne B. Ragde 6 Heilsubók JóhönnuJóhannaVilhjálmsdóttir 7 Sáttmálinn - kiljaJodi Picoult 8 Iceland Small World - small ed.Sigurgeir Sigurjónsson 9 Megas - Textar 1966-2011Magnús Þór Jónsson 10 Minnisbók Mayu - kiljaIsabel Allende Kiljur 1 HöndinHenning Mankell 2 Maður sem heitir OveFredrik Backman 3 Ég skal gera þig svo hamingjusamanAnne B. Ragde 4 SáttmálinnJodi Piccult 5 Minnisbók MayuIsabel Allende 6 LeðurblakanJo Nesbo 7 InfernoDan Brown 8 Árið sem tvær sekúndur bættustvið tímann Rachel Joyce 9 Vince Vaughn í skýjunumHalldór Armand Ásgeirsson 10 KalliðElí Freyson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Ekki verða allar ferðir til fjár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.