Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
Í vikunni komst glænýr peninga-
seðill að andvirði tíu þúsund krón-
ur í fréttirnar fyrir það vera kom-
inn í umferð. Skömmu eftir fréttir
um tilkomu seðilsins bárust fregn-
ir af því að seðillinn góði passaði
alls ekki í algeng seðlaveski.
Reynist hann vera heilum sjö
millimetrum lengri en hálfdrætt-
ingur hans fimm þúsund króna
seðillinn. Fréttin af lengd seðils-
ins og misræmi við seðlaveski var
mest lesna fréttin á fréttavef
RÚV á föstudag. Óvíst er fyrir
hve stóran hluta þjóðarinnar
þetta vandamál er raunverulegt í
daglegu lífi. Kortanotkun er óvíða
meiri en hér á landi. Við notum
peningaseðla ekkert sérlega mik-
ið yfirhöfuð. Þar að auki er rass-
vasabókhald þjóðarinnar vel
þekkt og því ekki mikil von til
þess að nýi seðillinn rati renni-
sléttur í vönduð leðurveski nema í
örfáum tilvikum.
Fréttir af ríflegri lengd nýja
seðilsins vekja mann til umhugs-
unar. Vandamálið: „Peningarnir
mínir passa ekki í veskið!“ er ein-
hvern veginn ekki það mest að-
kallandi hjá hinum dæmigerða
nútímamanni. Þetta er miklu
frekar skemmtileg furðufrétt eða
einhvers konar ekkifrétt. Þó er
auðvitað engin ástæða til annars
en að hafa gaman af.
En kannski ættu fjölmiðlar
bara að ganga alla leið með málið.
Hægt væri að finna viðmælendur
sem segðu frá vandræðum sínum
við að koma seðlinum í veskið.
Myndirnar sem fylgdu fréttunum
gætu verið af áhyggjufullu fólki
sem væri jafnvel gráti næst yfir
veskisóláni sínu.
Og þó … líklega er vænlegra að
lesa viðtöl við fólk sem hefur frá
einhverju að segja.
Eins og aðrar helgar vonum við
að tekist hafi að reiða fram áhuga-
vert efni í blaðinu sem nærir and-
ann og léttir lundina.
RABBIÐ
Passlegir peningar
Eyrún Magnúsdóttir
Ómar Ragnarsson og Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í Sigur Rós, eru báðir þekktir fyrir baráttu sína fyrir náttúruvernd og á tíu ára millibili
hefur lögreglan haft afskipti af mótmælum þeirra. Ómar var í vikunni handtekinn af lögreglu við Gálgahraun fyrir að reyna að koma í veg fyrri að fram-
kvæmdir gætu hafist við nýjan Álftanesveg. Á sínum tíma myndaði Ragnar Axelsson ljósmyndari Morgunblaðsins augnablikið þegar Jónsa vísað út úr Ráð-
húsinu vegna mótmæla við Kárahnjúkavirkjun. Síðan eru liðin nákvæmlega tíu ár. Jónsi fékk þó að vísu ekki að prófa að dúsa í fangaklefa eins og Ómar
mátti reyna. julia@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/RAX/Júlíus
JÓNSI OG ÓMAR
„OG ÉG BARA SAT ÁFRAM,“ ERU FLEYGU ORÐ VIKUNNAR. ÓMAR RAGNARSSON OG JÓNSI, SÖNGVARI SIGUR
RÓSAR, HAFA BÁÐIR LENT Í SVIÐSLJÓSINU FYRIR AÐ HREYFA SIG HVERGI Í SLAG FYRIR HÖND NÁTTÚRUNNAR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? Evrópskir kvikmyndadagar.
Hvar? Sambíóin (Nýja bíó) Akureyri.
Hvenær? Laugardag og sunnudag kl. 18.
Nánar: Myndir af evrópskri kvik-
myndahátíð með íslenskum texta.
Ókeypis aðgangur meðan húsrúm leyfir.
Ókeypis í bíó
Hvað? Alþjóðlegur
stamdagur.
Hvar? Hinu húsinu.
Hvenær? Laugardag
kl. 13-16.
Nánar: Málbjörg, fé-
lag um stam, býður
upp á stamkennslu, lifandi bækur,
fræðslu, myndir úr starfi og kaffiveit-
ingar.
STAMFEST!
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? 30 ára afmæl-
ishátíð FTT.
Hvar? Kaldalónssal
Hörpu.
Hvenær? Laugardag
kl. 21.
Nánar: Fimmtán ís-
lensk tónskáld og textahöfundar flytja
eigið efni. Verð: 2.900 kr.
Tónskáld á tónleikum
Hvað? Íslenski kjöt-
súpudagurinn.
Hvar? Skólavörðustíg.
Hvenær? Laugardag
kl. 14.00.
Nánar: Hinn árlegi
kjötsúpudagur þar sem veitingahús í
miðborginni bjóða gestum og gangandi
upp á þessa íslensku eðalsúpu.
Kjötsúpa í miðbænum
Hvað? Opni bangsaspítalinn.
Hvar? Barnaspítala Hringsins við
Hringbraut.
Hvenær? Sunnudag kl. 11-17.
Nánar: Börn geta komið með laskaða
bangsa og fengið lækningu.
Bangsaspítalinn
Hvað? Kóngulóahátíð.
Hvar? Bókasafni Kópavogs.
Hvenær? Laugardag kl. 13-14:30.
Nánar: Útgáfu á tónlistarævintýrinu
Strengir á tímaflakki fagnað með
kóngulóasýningu og tónlistaratriðum.
Sjálfur kóngulóarmaðurinn mætir.
Spiderman í Kópavogi
* Forsíðumyndina tók Kristinn Ingvarsson