Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 12
eigin athugasemdir eða annarra sem þekktu til viðkomandi og þær voru ekki endilega allt- af fagrar. Manntalið var tekið því þjóðin átti afar bágt, svo bágt að embættismenn kvörtuðu til yfirvaldsins yfir ástandinu sem varð til þess að þeim Árna og Páli var falið að rannsaka hvernig landsmenn hefðu það. Í kjölfarið áttu þeir að koma með tillögur að því hvort og hvernig mætti bæta hag landsmanna en síðari hluta 17. aldar höfðu Íslendingar upplifað nær eintóma neyð og eymd. Allt hjálpaðist þar til, veðurfar, hafís, eldgos, illa heyjaðist og fisk- aðist. Hungursneyð, barnadauði og eymd gerðu lífið oft óbærilegt. Manntalið gerir þessa fortíð aðeins raunverulegri. UNESCO gerir þær kröfur að skjöl sem samþykkt eru á skrá yfir „Minni heimsins“ séu varðveitt við bestu mögulegar aðstæður sem í boði eru hverju sinni. Í samræmi við þetta ákvæði hefur Þjóðskjalasafn Íslands lát- ið sérhanna og útbúa nýjar umbúðir fyrir hverja skýrslu manntalsins fyrir sig. Umbúðir sem tryggja sem öruggasta langtíma- varðveislu frumgagnanna. Til að tryggja ör- yggi skjalanna enn frekar eru þau varðveitt í öryggisgeymslu safnsins. Aðgangur að geymslunni er takmarkaður, aðeins fáeinir starfsmenn hafa þar aðgang og öll umferð um hana er skráð. Þau skjöl sem Árni Magnússon og Páll Vídalín fengu í hendur sýndu að hér á landi bjó fólk sem hafði öðru fremur búið við hungur, fátækt, barnsmissi og veikindi. Í Fitjaannál þremur árum áður en manntalið er tekið er því lýst hvernig stór hluti þjóðarinnar hafði soltið til bana, sér- staklega fyrir norðan. „Fundust hræ þeirra bæja á milli í seljum og úthreysum, þá uppleysti.“ Fólk reyndi að borða allt sem tönn á festi og dóu margir af því óæti sem þeir lögðu sér til munns en það var allt frá steiktum skóbótum upp í hunda og hrafna. Matar- og pappírsskortur Á því ári sem manntalið var tekið höfðu frosthörkur verið langt umfram venju og á Skutulsfjarðareyri var sulturinn svo mikill að kaupmannsbúðin var brotin upp að gengnum dómi á Súðavíkurþingi. Sýslu- manninnum var gert að brjóta upp kaup- mannsbúðirnar á Skutulsfjarðareyri og „úttaka þar mjöl og aðra lífsnæring al- múganum til bjargar og lífsviðhalds, hvað hann og gerði.“ Það þarf því ekki að koma á óvart að það var lítið til af pappír og eru síður manntalsins því þéttskrifaðar og papp- írsplássið vel nýtt. Að snæða krumma var neyðarúrræði. Morgunblaðið/ÞÖK Á rið 1703 átti sér stað merkur at- burður á Íslandi. Í fyrsta sinn í heimssögunni voru allir þegnar heils lands taldir, nöfn þeirra fest á blað ásamt aldri og þjóð- félagsstöðu. Þeir sem sáu um þetta viðamikla verk voru þeir Árni Magnússon prófessor og Páll Vídalín varalögmaður. Þetta varð hið ótrúlegasta verk og í sumar sem leið veitti umheimurinn manntalinu eina glæsilegustu viðurkenningu sem hægt er að fá fyrir merkar minjar þjóðar með því að færa það á skrá UNESCO yfir „Minni heimsins“. Á þeim lista eru skjöl sem þykja hafa gildi fyrir sameiginlegan menningararf jarðarbúa. Í til- efni Norræna skjaladagsins gefst fólki kostur á að skoða manntalið í Þjóðskjalasafninu sjálfu við Laugaveg en sýning á því verður opnuð 9. nóvember næstkomandi. Það er undarleg tilfinning að blaða í mann- talinu á Þjóðskjalasafninu. Hreppstjórar landsins ferðuðust um allar trissur til að hitta fólkið sitt en sumir sátu þó heima í hlýjunni og stefndu sveitungum sínum heim til sín í staðinn. Hver einasti Íslendingur mátti segja hvað hann hét, hvað hann væri gamall, hver staða hans væri í þjóðfélaginu og margir upp- lýstu í leiðinni hvernig þeim heilsaðist. Sumir þekktu að vísu ekki aldur sinn, meira en 300 manns. Stundum létu sýslumenn fylgja með SÝNING Á MANNTALINU Í NÁND Örlög Íslendinga árið 1703 Í MANNTALINU 1703 LEYNAST UPPLÝSINGAR UM ÞJÓÐ SEM HAFÐI BÚIÐ VIÐ HUNGUR OG FÁTÆKT, VAR SLITIN OG TÆTT. HIN STÓRMERKU BLÖÐ SEM GEYMA NÖFN OG ALDUR LANDSMANNA ÁRIÐ 1703 VERÐA BRÁTT TIL SÝNIS ALMENNINGI Í ÞJÓÐSKJALASAFNI ÍSLANDS. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is „ Fólksregistur yfir alla Snæfellsnesssýslu, anno 1703.“ Á þessari sérlega fallegu síðu má sjá skráningu á íbúum bæjanna Hólmlátur, Árnahús, Emjuberg, Laxárdalur og Borgir í Skógarstrand- arhrepp. Á Hólmláti býr sjálfur hreppstjórinn og smiðurinn Þorsteinn Sigurðsson ásamt konu og þremur uppkomnum börnum og vinnukonu. Á Laxárdal býr 33 ára gömul ekkja, Ingveldur Ill- ugadóttir, sem „styrkist af sveit ásamt þremur börnum. Sjá má af aldri þeirra að fyrsta barnið sitt hefur hún eignast 13 ára. Með henni er húsmaður, 32 ára, „þó fjelítill.“ Breiðholtið var ekki eins fjölmennt og það er nú. Á bæn- um Breiðholti bjuggu Þórólfur Höskuldsson sem þá var fimmtugur og kona hans Ásta Jónsdóttir 34 ára. Þau áttu tvö börn, Jón, 9 ára, og Höskuld Þórálfsson, 6 ára. Íbúar á ýmsum svæðum sem tilheyra Reykjavík í dag, svo sem á hjáleigunni Ánanausti og Arnarhóli. Á Arnarhóli voru auk ábúenda fjórir niðursetningar. 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 Þrátt fyrir að yfir 90 pró- sent Íslendinga hafi starfað við sveitastörf, sem bænd- ur eða vinnufólk, er ýmsa aðra starfstitla að finna í manntalinu en þeim störf- um sinntu viðkomandi þá nær alltaf með búskapnum en höfðu það ekki að að- alstarfi. Hér eru nokkur starfsheiti fólksins í landinu árið 1703 og fjöldi þeirra sem sinntu starfinu sam- kvæmt því sem skráð er í manntalinu:  670 hreppstjórar  245 prestar  142 þjónustustúlkur  112 smalar  108 smiðir  76 hestasveinar  71 þjónustumenn  43 lögréttumenn  32 vikapiltar  30 vikastúlkur  38 barnfóstrur  13 smalastúlkur  7 böðlar  6 fálkafangarar Þjónustu- stúlkur og böðlar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.