Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 28
*Matur og drykkir Vínsérfræðingurinn Steingrímur Sigurgeirsson mælir með því að nota vín sem krydd í mat »32 Á stríður Þórey Jónsdóttir er matgæðingur mikill og heldur meðal annars úti bloggi þar sem hún bloggar um allt mögulegt og þar á meðal matinn sem hún útbýr. „Ég hef mjög gaman af því að elda og borða góðan mat. Ég myndi jafnvel segja að það væri eitt af mínum að- aláhugamálum,“ segir Ástríður Þórey. „Ég er reyndar svolítið einkennileg að því leytinu til að ég elda oft eitthvað sem ég hef aldrei gert áður þegar ég býð fólki í mat. Oftast heppnast það vel en stundum hefur það mislukkast. Mér finnst bara einstaklega leiðinlegt að fara eftir uppskriftum og það mætti segja að ég væri frekar áhættusækin í eldhúsinu. Engum hefur þó orðið meint af,“ segir hún kímin. Undanfarin ár hefur eldamennskan breyst á heim- ilinu einkum vegna þess að nú hefur nýr fjölskyldu- meðlimur bæst við en Ástríður og eiginmaður hennar eiga eins árs dreng. „Ég er farin að leggja mikla áherslu á heilsusamlegra mataræði og óunninn mat. Mér finnst mikilvægt að maturinn sé næringarríkur og geri manni gott en ekki öfugt,“ segir Ástríður Þórey, sem er nýtin í eldhúsinu og finnst slæmt að henda mat að óþörfu. „Við hjónin erum mjög hrifin af ítölskum mat og kjötbollugerð er sérstök ástríða hjá mér, þá helst ítalskar og sænskar kjötbollur. Lamba- fillet á föstudögum er líka orðin svolítil hefð hjá okk- ur. Íslenska lambakjötið klikkar aldrei, lífrænt og gott.“ Morgunblaðið/Ómar LEIÐIST AÐ FARA EFTIR UPPSKRIFTUM Tekur áhættu í eldhúsinu LÖGFRÆÐINEMINN OG BLOGGARINN ÁSTRÍÐUR ÞÓREY JÓNSDÓTTIR ER ÁHUGAMANNESKJA UM HEILSUSAMLEGAN MAT OG MÁTT MATARINS. HENNI FINNST SKEMMTILEGRA AÐ STÍGA ÚT FYRIR ÞÆGINDARAMMANN ÞEGAR HÚN ELDAR. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Ástríður Þórey með syni sínum, Jóni Ómari. Fjölskyldan er dugleg að bjóða í mat og þykir Ástríði gaman að elda eitthvað nýtt. 1 laukur 2 msk olía 3 væn hvítlauksrif 2 msk tómatmauk 2 dl maukaðir tómatar 1 lítri vatn 1½ grænmetisteningur 1 tsk picanta ½ tsk svartur pipar 1 tsk basilíka 200 g fyllt pasta 1 dl rjómi 100 g rjómaostur 50 g gráðostur Það má sleppa gráðostinum ef þið borðið hann ekki , þið finnið samt ekki þetta týp- íska gráðostabragð heldur verður bragðið einfaldlega aðeins kraftmeira. Aðferð: Saxið laukinn smátt og steikið hann þar til hann verður mjúkur. Bætið tómatmauki og tómötum saman við ásamt vatni og til- heyrandi kryddi. Látið súpuna sjóða við vægan hita í 15 mínútur. Bætið þá rjóma, osti og pastanu saman við og sjóðið áfram við vægan hita þar til pastað er soðið og osturinn bráðnaður. Berið súpuna fram með hvítlauksbrauði. Lúxustómatsúpa

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.