Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013 H ér er svo frjálst og friðsælt, lítið um ofbeldi og fjölskyldan sterk,“ sagði Nino, eins og hann er betur þekktur, þegar blaðamaður sótti hann heim á veitingastaðinn Piccolo Italia á dögunum. Að hans sögn voru það ekki síður litlu hlutirnir hér, auk friðsældarinnar, sem heilluðu hann við landið. Til dæmis bara það hvernig gert er ráð fyrir að smáfólkið þurfi að geta leikið sér og því sérstök leikhorn víða á veitingastöðum. „Ísland er ein stór fjölskylda,“ sagði hann léttur í bragði. Bætti hann kankvís við að hann vonaðist til að landið héldi sig utan við ESB sem lengst – enda allt of mikið ofbeldi þar, eiturlyf og eigingirni sem viðgengist. 35 ár í Þýskalandi og svo Ísland Nino kemur upprunalega frá eyjunni Sardiníu. Um 35 ára skeið bjó hann og starfaði í Þýskalandi, alltaf í veitingageiranum. Rak hann þar m.a. veitingastað og kryddpylsugerð, svokallaða „salumeriu“, ásamt þáverandi eiginkonu sinni. Eftir hótelvertíðina hér, þar sem hann starfaði á Húsavík, vann hann á nokkrum stöðum í Reykjavík, m.a. Uno. Alltaf blundaði hins vegar í honum að opna eigin veitingastað, þar sem klassísk ítölsk matreiðsla væri í hávegum höfð, úr alvöru ítölsku hráefni. Eftir vinnuslys fyrir tveimur árum, þar sem hann féll illa sem kostaði hann m.a. annað augað, ákvað hann loks að láta slag standa. Í október í fyrra, þegar hann hafði jafnað sig nægilega til að geta hafið störf að nýju, réðst hann í opnun Piccolo Italia við ofanverðan Lauga- veginn. Viðskiptavinir tóku staðnum strax vel að hans sögn og hann flutti á dögunum í hentugra húsnæði við Frakkastíg 12. Ítalskur matur úr ítölsku hráefni „Ítölsk matreiðsla er í eðli sínu einföld og ekki tilgerðarleg, hráefnið skiptir þar lykilmáli,“ segir Nino. Á veitingastaðnum lagar hann ýmsa klassíska rétti frá heimalandinu, allt eftir kúnstarinnar reglum. Í hádeginu býður hann upp á hlaðborð ferskra rétta, þ.s. finna má kjöt- og fiskrétti í bland við pasta, tiramisu o.fl. Á kvöldin er hins vegar afgreitt af matseðli auk þess sem margir nýta sér að taka rétti með sér heim. Einnig er hægt að kaupa hjá Nino ótal tegundir ítalsks góðgætis, sumt sem hann saknaði sjálfur hér á landi og flutti því inn. Má þar nefna osta á borð við alvöru-mozzarellu úr vís- undamjólk (mozzarella di bufala), provolone, mismunandi tegundir af gorgonzola og ricotta, ólífur, olíu, pasta, hreina safa og fleira. Nino stefnir líka á að flytja inn ítölsk vín, ekki síst frá Sardiníu, en vínveitingaleyfið er fyrir hendi. Hann gerir líka ferskar pylsur og notar þar íslenskt kjöt, ekki síst svín og lamb sem hann segir hvergi betra en hér á landi. Nino kann afar vel við sig hér á landi og segir Íslendinga hafa tek- ið sér vel. Sér hann ekki fyrir sér að yfirgefa landið í bráð en hér á hann líka son og dóttur sem hann segir heppin að fá að alast hérna upp. „Það er auðvelt að verða ástfanginn af landinu hér,“ segir hann brosandi að endingu. Nino kann afar vel við sig á Íslandi. Á veitingastaðnum leggur hann áherslu á að bjóða upp á ítalskan mat og vörur, sem hann sjálfur notar. Morgunblaðið/Ómar ALVÖRU ÍTALSKT ELDHÚS Á FRAKKASTÍG Ísland fyrirheitna landið FYRIR SJÖ ÁRUM RÉÐ HINN ÍTALSKI ANTONINO NERI SIG HINGAÐ TIL LANDS SEM YFIRKOKKUR Á HÓTELI NORÐUR Í LANDI SUMARLANGT. EYJAN FRIÐSÆLA, Í ATLANTSHAFINU MIÐJU, HEILLAÐI HANN HINS VEG- AR SVO AÐ HANN ÍLENGDIST. REKUR HANN HÉR VEITINGASTAÐ Í DAG EN Í HANS HUGA ER ÍSLAND „FYRIRHEITNA LANDIГ EÐA „TERRA PROMESSA“. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Fyrir 6-8 PASTADEIG – 200 g durum-hveiti 1 egg salt af hnífsoddi Hnoðið hráefnin vel saman, ásamt svo- litlu vatni. Þegar deigið er orðið þétt og slétt búið þá til kúlu úr því, pakkið inn í filmu og látið taka sig í lágmark tvær klukkustundir í ísskáp. Á meðan deigið tekur sig skal útbúa fyllinguna. SPÍNAT- OG RICOTTAFYLLING 300 g ricotta 150 g spínat (má auðvitað nota frosið – þíðið samt á undan og kreistið aðeins vatnið úr) 1 egg salt af hnífsoddi örlítið af hvítum pipar 50 g rifinn pecorino-ostur Blandið öllum hráefnum saman svo úr verði þykk blanda. Prófið á teskeið hvort blandan lekur auðveldlega af henni, en þá er fyllingin of mjúk. Hrærið þá smávegis hveiti saman við og prófið aftur. Blandan er af réttri þykkt þegar hún helst á skeið- inni. Nú má ná í deigið í ísskápinn. Skerið það með hníf í u.þ.b. 3 cm búta. Fletjið hvern og einn bút út með kökukefli (eða í pastavél ef þið eigið) í vel þunnan deig- renning. Passið bara að vera alltaf með durum-hveitið undir, svo festist ekki við undirlagið. Setjið næst skeið af fyllingu á deigrenninginn miðjan, með 2-3 cm milli- bili. Þegar þú ert kominn út á enda skal leggja annan deigrenning yfir þann með fyllingunni. Notið lófann næst til að mynda eins konar skel utan um fylling- arnar. Þrýstið varlega að fyllingunni, svo deigið liggi þétt að henni. Þegar búið er að gera þetta við alla púðana skal skera um 1-2 cm hring í kringum fyllinguna (eða þvert á milli púðanna). Ekki er síðra ef hægt er að nota kleinujárn til þess. Hitið næst vatn, með salti, að suðu. Þegar það sýður skal setja ravioli-ið ofan í. Lækkið aðeins hitann og látið sjóða í 6-7 mínútur. Veiðið þá upp úr. Ravioli má síðan borða með ýmist ferskri tómatsósu eða eingöngu smjöri og salvíu. Í hvoru tilfellinu sem er skal rífa vel af parmesan- eða pecorino-osti yfir. Buon appetito! RAVIOLI SARDINÍUMANNSINS – MEÐ RICOTTA OG SPÍNATI Matur og drykkir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.