Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Síða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Síða 34
Klassískar myndir, úreltar tölvur JURASSIC PARK (1993) Karakterinn Dennis Nedry stýrði Júra- garðinum í gegnum tölvur. Hann var ekki rétti maðurinn til þess því hann notaði mjög frumstæð forrit og var fégráðugur. Sveik garðinn fyrir peninga en kannski sem betur fer fékk hann makleg málagjöld. John Hammond, sem átti garðinn, hefði átt að átta sig á að með risaeðlur þarf betra en góð forrit. Þá þarf frábær forrit. Atriðið þegar eftirlifendur reyna að komast inn í tölvur Dennis og upp kemur mynd af honum er löngu orðið klassík. Einnig má benda á að hin unga Lex Murphy hafði lært á stýrikerfið í skólanum sínum og kemur rafmagni aftur á garðinn undir lokin og bjargar þannig fólkinu. ZOOLANDER (2001) „Upplýsingarnar eru inni í tölvunni,“ er setning sem gleymist seint. Vitleysingarnir Derek og Hansel í myndinni Zoolander gátu lítið gert rétt og þegar þeir finna appelsínugulu Mac-tölvuna vita þeir ekki sitt rjúkandi ráð. Upplýsingarnar voru vissulega inni í tölvunni en í staðinn fyrir að kveikja á tölvunni henda þeir henni niður og eyðileggja. Hvernig væru þeir fé- lagar með allri tækninni sem er í dag? INDEPENDENCE DAY (1996) Ein allra skemmtilegasta mynd síðari ára sem eldist ekki neitt – nema auðvitað tæknin. Jebb Goldblum finnur út merki geimvera, setur það í gamla tölvu og finn- ur út hvenær árásin byrjar á mannkynið. Undir lokin fljúga þeir Goldblum og Will Smith svo 50 ára gömlu geimskipi til móðurskipsins og dæla vírus í tölvukerfi þeirra. En myndin er góð – eiginlega stór- kostleg. WALL STREET (1987) Charlie Sheen leikur í þessari mynd sem ungur maður með hárið allt í koppafeiti að tala í tæki sem kallast snúrusími um leið og hann pikkar inn tölur, grænar að lit. Eitthvað er starf Wall Street-mannsins orðið auðveldara í dag með allri tækninni. Frábær mynd með úrelta tækni. THE NET (1995) Sandra Bullock birtist sem tölvugrall- arinn Angela Bennet í spennumyndinni The Net, sem eins og nafnið gefur til kynna gerist á frumstigum internetsins. Sandra fer í sólbað snemma í myndinni og getur ekki beðið eftir því að kom- ast í samband við umheiminn. Pantar pitsu frá pizza.net og notar Cyber Chat sem var forveri MSN og Face- book-spjallsins. En lífið breytist hjá Angelu þegar tölvuhakkarar þurrka hana úr „kerfinu“ því hún hafði tekið afrit af áætlunum þeirra. Myndin er nokkuð góð og frábær söguheimild til að skoða hvernig tölvurnar, grafíkin og internetið var fyrir hartnær 20 árum. HACKERS (1995) Það verður að minnast á þessa frábæru mynd. Barátta karakteranna Crash Over- ride og Acid Burn er mjög fyndin í dag þegar grafíkin og stafirnir sem þeir nota sjást. Angelina Jolie leikur í myndinni sem hefur ákveðið költyfirbragð yfir sér enda stórskemmtileg. SWORDFISH (2001) Hugh Jackman leikur í þessari stórmynd og í einu atriði þarf hann að brjótast inn í tölvukerfi varnarmálaráðuneytisins á að- eins 60 sekúndum með gamalli Dell-tölvu með byssu beint að höfðinu. Þegar það tekst opnast síðan og allar upplýsingar blasa við – en ekki hvað. Mögnuð mynd sem eldist vel. EFTIRMINNILEGAR TÖLVUSENUR RÚV SÝNDI JÚRAGARÐINN UM SÍÐUSTU HELGI ÞAR SEM GARÐURINN FÓR NÁNAST Á HLIÐINA VEGNA TÖLVUVESENS OG GRÆÐGI DENNIS NEDRY SEM SÁ UM TÖLVUMÁL GARÐSINS. FLESTIR HLÓGU AÐ GRAFÍKINNI OG TÖLVUMÁLUM DENNIS SEM SÁST Í ÞESSARI 20 ÁRA KLASSÍSKU MYND. EN TÆKNIN HEFUR ÞRÓAST GRÍÐARLEGA Á UNDANFÖRNUM ÁRUM OG VERÐUR OFT KÓMÍSKT AÐ SJÁ GÖMLU GÓÐU TÆKIN Í KLASSÍSKRI MYND. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is TEENAGE MUTANT NINJA TURTLES 2 (1991) Donatello úr skjaldbökunum mögnuðu kunni skyndilega á tölvur þrátt fyrir að vera – jú, skjaldbaka. En hópurinn kunni svo sem ninja líka. Um miðbik myndarinnar hakkar Donatello sig inn í kerfi Shredders og kemst að leyndar- málum hans. Mynd sem vekur frábærar minningar. *Græjur og tækniÍslendingar nota samfélagsmiðilinn Twitter mun minna en aðrar Norðurlandaþjóðir »36

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.