Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Síða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Síða 37
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 12 - 16 | Sími 512 1300 Eldrimódel á frábærumverðum. Komduvið í epli á Laugavegi 182 oggerðu frábær kaup. Aukahlutirmeð allt að70% afslætti Gleðileg verð félagsins og því gamalkveðna: Á Íslandi þekkja allir alla. Mikill áhugi á fréttum og klámi Fimm af tíu vinsælustu vefjum Íslands eru innlendir fréttavefir. Það er hærra hlutfall en hjá hinum þjóðunum. Í Svíþjóð nær einn innlendur fréttavefur á topp 10, sömu sögu er að segja í Bretlandi. Í Danmörku eru tveir innlendir fréttavefir á topp 10 og eng- inn í Bandaríkjunum. Það er helst að Norð- menn komist nálægt fréttaáhuga Íslendinga, en þar eru þrír af tíu vinsælustu vefjunum innlendir fréttavefir. Það vekur jafnframt sérstaka athygli að á Íslandi njóta enskir fréttamiðlar mikilla vin- sælda, en vefir bresku blaðanna Daily Mail, Telegraph og Guardian raða sér allir inn á listann á topp 50, ásamt vef BBC, áður en fyrsti bandaríski fréttamiðillinn birtist. Ef skoðaðar eru tölur frá hinum Norðurlanda- þjóðunum er vefur BBC eini erlendi frétta- miðillinn sem nær inn á topp 50, en hann er þar hjá þeim öllum þremur. Klám virðist einnig eiga meira upp á pall- borðið hjá Íslendingum en hjá nágrannaþjóð- um okkar. Í 30. sæti yfir vinsælustu síður landsins er klámsíðan Youporn, en það er að minnsta kosti 14 sætum ofar en klámsíða nær í nokkru samanburðarlandi að und- anskildu Bretlandi, þar sem klámsíða nær 32. sæti yfir vinsælustu vefi landsins, og þrettán sætum ofar en vinsælasta klámsíða heims, sem situr í 43. sæti. Ísland – best í heimi Það er varhugavert að draga of miklar álykt- anir um þjóðarsálina út frá þessum tölum. Áhugi Íslendinga á bankastofnunum og frétt- um er þó mögulega rannsóknarefni fyrir mannfræðinga framtíðarinnar. Morgunblaðið/Ómar * Á Íslandi njóta enskir frétta-miðlar mikilla vinsælda, envefir bresku blaðanna Daily Mail, Telegraph og Guardian raða sér allir inn á listann á topp 50, ásamt vef BBC, áður en fyrsti bandaríski fréttamiðillinn birtist. Nú þegar kólna fer í veðri fer nef- rennsli að færast í aukana hjá flest- um. Eins og góðir mannasiðir gefa til kynna er ekki viðeigandi að bora í nefið en í þessum skrítna og skemmtilega leik getur þú orðið læknirinn sem hjálpar fólki að fjar- lægja hor úr nös. Leikurinn kostar ekki neitt og þrátt fyrir að vera nett ógeðslegur er hann fyndinn. NOSE DOCTOR! Borað í nef! Þetta íslenska smáforrit, PIN, hjálp- ar þér að muna öll þín PIN-númer eða leyninúmer sem þú gleymir ef- laust snöggt. Smáforritið býr til litaspjald og þar getur þú falið leyninúmerin þín svo þau séu ekki aðgengileg neinum nema þér. Þá er hægt að búa til eins mörg litaspjöld og þú þarft enda eru þessi leyni- númer orðin ansi mörg. Smáfor- ritið er ókeypis. PIN Mundu öll PIN-númerin Smáforritið TV Quiz er til í ýmsum útgáfum þar sem spurt er um þætti, bíómyndir og annað. Í nýjustu útgáf- unni er spurt um karaktera og ann- að úr þáttunum gömlu Friends. Nóg er af spurningum en aðalspurningin er þó: Hversu vel þekkir þú persón- ur þessara sívinsælu þátta um vinina góðu? Smáforritið kostar ekki neitt og er tilvalið fyrir alla aðdáendur Friends. Þekkir þú Friends vel? TV QUIZ FRIENDS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.