Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Page 39
27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 Laugavegur 40, 101 Reykjavík volcano@volcanodesign.is www.volcanodesign.is S: 5880100 A uðvitað eigum við að klæða okkur eftir veðri og vindum en það skipt- ir líka máli að klæða sig eftir til- efnum. Sem betur fer er líf fólks yfirleitt veggfóðrað með ham- ingjuríkum stundum sem kalla á að fólk fari í bað, reimi á sig spariskóna, klæði sig í sitt fín- asta og blási á sér hárið. Það sem við ræðum sjaldan um er að við þurfum líka stund- um að klæða okkur upp fyrir leiðinlegustu og erfiðustu stundir lífs okkar. Þá þýðir ekk- ert að stinga hausnum í sandinn og troða sér í svartan rusla- poka … og krossa fingur að enginn taki eftir neinu … Viðeigandi klæðnaður er van- metinn því rétt föt geta hlúð að okkur og laðað fram það albesta þótt við séum alls ekki í neinu stuði. Andsetin kona getur til dæmis virkað eðlileg ef hún kann að raða saman fötum. Föt geta blekkt og stundum þurfum við bara nauðsynlega á smá- blekkingu að halda til að lifa af … Ég vil trúa því að flestir klæði sig frá hjartanu en ég hef lúmskan grun um að það séu miklu fleiri en bara pólitíkusar sem klæða sig upp á sérstakan hátt til að skapa traust og villa á sér heimildir. Næst þegar þér leiðist mæli ég með því að þú skoðir fólkið í kringum þig og flokkir klæðaburðinn eftir því hvort hann sé „feik“ eða ekta. En hvernig er best að klæða sig þegar við þurfum að kom- ast í gegnum leið- inlegustu stundir lífs okkar? Þú þarft að vera í fötum sem brynja þig og fram- kalla vellíðan. Ef við byrjum bara á byrj- uninni þá skiptir miklu máli að vera í þægilegum nær- buxum, ekki fara í þessar sem eru að- eins of litlar og búa til björg- unarhring og ekki fara í þessar sem búa til fjórar aukaras- skinnar. Því næst skaltu fara í besta brjóstahaldarann, sem býr ekki til harm- onikkufar ofan á bak- inu á þér og heldur ekki brjóstahaldarann sem lítur út fyrir að þú sért að keyra heim úr brjóstastækkuninni (og fyll- ingin hafi verið aðeins of hraust- leg). Þegar ég þarf að druslast í gegnum eitthvað fer ég alltaf í kjól því þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að skyrtan sé að gliðna í sundur yfir brjóstin og ég sé komin með svitabletti í handarkrikann. Svo fer ég í að- haldssokkabuxur – ekki til að sýnast ógurlega mjó heldur þrýsta þær lærunum og maganum inn sem eyk- ur jarðtengingu um 26% eða svona næstum því! Það halda ef- laust einhverjir að ég hafi lent í gæsluvarðhaldi í liðinni viku en svo er nú ekki. Ég hef hins vegar lært það af lífinu að það er yfirleitt best að vera alltaf tilbúin í „allt“ þegar ég fer út úr húsi á morgn- ana. Að vera þann- ig búin að ég geti mætt hverju sem er hefur reynst sér- staklega vel … mar- tam- aria@mbl.is Kjóll frá Baum und Pferdgarten sem fæst í Ilse Jacobsen Vel sniðinn kjóll Baum und Pferdgarten sem hentar við öll tækifæri. Að vera alltaf tilbúin í „allt“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.