Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 45
mikil einföldun. Áhugi almennings og mikilvirkra baráttumanna, mat opinberra aðila á umhverfisáhrif- um og fleira þess háttar hefur gjörbreytt því hvernig framkvæmdaaðilar nálgast slík verk. Framkvæmdir eru því miklu náttúruvænni en ella, jafnvel þótt þær uppfylli ekki endilega kröfur náttúruverndarmanna. Þá má ekki gleyma að hætt var við áform á Eyja- bakkasvæðinu, m.a. vegna andstöðunnar. Hitt er annað mál, að ýmsar fullyrðingar sem m.a. vísinda- og fræðimenn fóru með, þegar átökin voru mest, hafa ekki staðist. Auðvitað ætti það að vera svo, að yfir slíkar fullyrðingar og vísindalegar illspár ætti að fara rækilega þegar raunveruleikinn blasir við og fullyrðingamenn ættu að standa fyrir sínu máli. Mótmælendur og aðrir fuglar við Tjörnina Þegar ráðhús var loks reist í Reykjavík vantaði ekk- ert upp á fullyrðingar af slíku tagi. Tjörnin átti að tæmast, fuglalíf að skaðast, jafnvel eyðast, og ráð- húsið átti að fljóta upp! Allir vita hvernig þær illspár gengu eftir. Ráðherra skipulagsmála á þeirri tíð misnotaði stöðu sína herfilega, þegar deiliskipulag á ráðhúsreit var staðfest. „Umferðarsérfræðingar“ höfðu fullyrt að yrði ráðhús reist við tjarnarendann myndi um- ferðaröngþveiti skapast, nema borgin léti reisa bíla- stæðahús til viðbótar þeim bílakjöllurum sem eru undir Ráðhúsinu. Ráðherrann gerði það að skilyrði staðfestingar skipulagsins að slíkt hús yrði reist hið næsta ráðhúsinu, þótt augljóst væri að slíku húsi yrði þá ekki komið fyrir nema með því að setja það út í tjörnina, þrengja að Alþingishúsinu eða rífa húsin við Tjarnargötu, frá Vonarstræti að Tjarnarbíói. Ráð- herrann taldi að með þessu óframkvæmanlega skil- yrði, sem ritað var á skipulagsuppdráttinn, hefðu ráðhúsáformin verið drepin. Þetta var óheiðarleg að- gerð og misnotkun á pólitísku valdi. Borgaryfirvöld brugðust við með þeim eina hætti sem slíkt ofríki verðskuldaði – eins og þeir menn sem gjalda lausung Morgunblaðið/Golli * Ráðherrann gerði það að skilyrði staðfestingar skipu-lagsins að slíkt hús yrði reist hið næsta ráðhúsinu, þótt augljóst væri að slíku húsi yrði þá ekki komið fyrir nema með því að setja það út í tjörnina, þrengja að Alþingishúsinu eða rífa húsin við Tjarnargötu, frá Vonarstræti að Tjarnarbíói. Reykjavík séð af Esjunni við lygi. Borgin lét sem hún myndi byggja þetta bíla- stæðahús, sem ekki var nokkur leið að koma fyrir. Bílastæðahúsið mikla var rissað upp og borgin hóf að kaupa íbúðir í húsunum við Tjarnargötu svo þau hús mætti rífa. Auðvitað stóð aldrei til að undirgangast hið fáránlega skilyrði. Ráðhúsið var byggt, en aldrei bílastæðahúsið, sem var þó forsenda þess. Ekkert hefur bólað á umferðaröngþveiti umferðarsérfræð- inganna í rúma tvo áratugi. Félagsmálaráðuneytið hefur enn ekki tekið eftir því að forsendu staðfest- ingar skipulagsins var gefið langt nef. Enginn af þessum sérfræðingum í umferð, fuglum eða vatnsbú- skap tjarnarinnar hefur nokkru sinni beðið afsök- unar á sínum fullyrðingum sem gefnar voru með vís- un til starfs- og sérfræðistimpla. Og til sumra hinna sömu hefur sést aftur og aftur með fullyrðingarnar á lofti eins og ekkert sé. Eða þannig Ýmsir muna sjálfsagt enn eftir slagnum um ráð- húsið. Færri eftir mótmælunum gegn Hallgríms- kirkju. Þau voru ekki eins fyrirferðarmikil og hávær og ráðhúsandstaðan. Á síðustu árum hafa borist fréttir af því aftur og aftur að viðurkenndir „fag- aðilar“ hafa valið Hallgrímskirkju sem eina fegurstu nútímabyggingu sinnar tegundar í heiminum og ferðamenn flykkjast að henni til að skoða, dásama og festa á mynd. Ómar Ragnarsson, sem um áratugaskeið hefur verið mikill gleðigjafi á skemmtunum um borg og bí og með snjallri þáttagerð, söng eitthvað á þessa leið: „Um Hallgrímskirkjubyggingu er býsna lítill frið- ur/ biskup sagði upp með hana/ Pétur (Benediktsson) sagði niður/. Umræðurnar um hana þær komust á það stig/, að hvenær sem menn sjá hana þeir spyrja sjálfa sig/: Á hún að vera einmitt þannig …“ Nú þykir sjálfsagt flestum að kirkjan góða eigi að vera einnmitt þannig. En skemmtikraftar samtímans gætu gripið færið til að gantast og sagt að „Ómar fengi ekki Gálgahraun, en löggan hefði boðið honum Litla-Hraun í sárabætur.“ Allt til einskis? En er þá verið að gefa til kynna að mótmælendur séu upp til hópa meinlokumenn, sem aldrei hafa neitt til síns máls? Því fer auðvitað fjarri. Meira að segja vitneskjan ein um að vænta megi mótmæla og jafn- vel kröftugra er bæði holl og hjálpleg. Stundum er augljóst að mótmæli hefðu getað komið í veg fyrir slys, t.d. þegar hús var reist í takt við ríkjandi kenn- ingar í arkitektúr á milli hússins, sem hýsti Reykja- víkur-apótek og borgarskrifstofur, og Hótel Borgar. Mótmælendur gegn fyrstu tilraunum til að byggja ráðhús unnu sinn slag og sjálfsagt var það mjög heillavænlegt. Sundasamtökin unnu slaginn um fyr- irhugaðan turn SÍS inn við sundin. Mótmæli björg- uðu Fríkirkjuvegi 11 og Seðlabankabyggingin við Arnarhól er mun betri en sú sem Þorsteinn Ö. Steph- ensen, meðal annarra, setti sig upp á móti. Á hinn bóginn gerði lítið til þótt Kjarval tapaði slagnum sín- um um Hljómskálann. Á móti kom að hugmyndir hans um byggingu á Öskjuhlíð fullkomnuðust eftir hans tíð með Perlunni. Og enn er meistari Kjarval ekki langt undan. Þegar átökin snúast um Gálga- hraun er hann mjög nefndur til sögunnar, enda hafði hann gott auga fyrir hrauni. 27.10. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.