Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Síða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
I
ngó Geirdal er líklega reyndasti at-
vinnutöframaður landsins og hafa töfr-
arnir borið hann víða. Hann hefur ver-
ið fastráðinn á skemmtiferðaskipum í
Evrópu, komið fram á fjölmörgum
skemmtunum og í sjónvarpsþáttum í Evr-
ópu, Bandaríkjunum og Japan svo fátt eitt
sé nefnt. Ingó ákvað að verða töframaður
eftir að hafa séð Heimsmeistaramót töfra-
manna í sjónvarpinu aðeins sex ára gamall.
Hann hefur einnig getið sér gott orð fyrir að
fara fimum fingrum um rokkgítarinn í hljóm-
sveit sinni Dimmu sem nýverið gaf út forláta
DVD-disk frá útgáfutónleikum sínum í Hörp-
unni. Rokkið kom einnig snemma hjá okkar
manni en Ingó segir að hann hafi alist upp
við Kiss og Alice Cooper og sé mikill aðdá-
andi. Þá er hann mikill Chaplin-maður og á
forláta safn með munum frá Charlie Chaplin.
Ingó segir að lífið brosi við sér þessa dagana
enda gangi vel að heilla fólk upp úr skónum
bæði með töfrum og gítarglamri með
Dimmu.
„Hljómsveitin Dimma varð til í lok árs
2004. Þá var ég búinn að spila með Quarashi
í einhvern tíma og túra með þeim í Japan og
Bandaríkjunum. Svo fóru þeir að vinna að
plötu og ég hafði lítið að gera á meðan þann-
ig að ég setti saman band með Silla bróður
mínum. Við Silli áttum nokkur lög á lager
síðan við vorum saman í Stripshow í gamla
daga. Ætluðum bara að klára þau og svo
vatt þetta upp á sig,“ segir Ingó, leður-
klæddur á Hamborgarabúllunni þar sem við
hittumst yfir góðum hamborgara.
Dimma samdi allt sitt efni á ensku en
breytti því fyrir síðustu plötu, Myrkraverk.
Segja má að þá hafi boltinn farið að rúlla og
í dag er Dimma ein af stóru þungarokks-
böndum Íslands. „Fyrsta platan kom 2005 og
við fórum í túr til Bandaríkjanna að reyna
að meika það. Árið 2008 kom svo platan
Stigmata út en þá var komin þreyta í mann-
skapinn og söngvarinn kominn með fjöl-
skyldu og í krefjandi nám. Ég fór til Sví-
þjóðar og stofnaði fjölskyldu þar þannig að
Dimma í þeirri mynd fór á hilluna.
Þegar ég flutti aftur heim þá langaði mig
að fara á fullt skrið með Dimmu á ný. Stað-
an hafði breyst hjá meðlimum og við bræð-
urnir vildum taka þetta með trukki og dýfu
sem hinir voru ekki tilbúnir í. Þeir héldu því
bara áfram að gera það sem þeir voru að
gera, en við fórum að finna nýja menn í
bandið.
Við höfðum strax samband við tromm-
arann Bigga (Birgi Jónsson) því hann spilaði
á fyrsta laginu sem Dimma gaf út á plötu.
Hann hafði ekki tíma þá en hafði tíma núna.
Ég var nýskilinn og fluttur heim frá Svíþjóð.
Biggi hafði flutt heim frá Hong Kong á svip-
uðum tíma þannig að þetta smellpassaði allt
saman.“
En Dimmu vantaði rödd. Einhvern með
leðurlungu sem gæti fært bandið skör ofar.
Silli hafði unnið lag með gítargoðsögninni
Gulla Falk þar sem Stefán nokkur Jak-
obsson hafði komið og sungið. Þegar þessi
staða kom upp, að hin nýja Dimma myndi
rísa upp, benti Silli á þennan strák á jútjúb.
„Við heyrðum strax að þetta gæti verið okk-
ar tebolli. Þegar Biggi kom svo inn í bandið
þá var það fyrsta sem hann sagði: Ég veit
um söngvara. Þá vorum við allir að tala um
sama manninn.“
Áfram hélt bandið að semja á ensku en
Bigga fannst það pínu hallærislegt og ekki
ekta. Ég er svolítið sammála því. Við höfðum
þegar farið að túra erlendis, fórum til Rúss-
lands meðal annars og það var ekki eitthvað
sem okkur fannst vera málið. Þannig að við
ákváðum bara að semja á íslensku, einbeita
okkur að Íslandi og sleppa öllu öðru.“
Töldu í og spiluðu á dimmu hóteli
í vetrarkulda
Platan Myrkraverk hefur selst jafnt og þétt
frá því hún kom út á síðasta ári. „Platan var
samin á hóteli á Ströndum. Við fórum þang-
að í febrúar og þar var kalt og þar var
dimmt. Það var bara unnið og ekkert vesen.
Talið í og samið. Við settum upp græjurnar í
litlum sal á hótelinu og við töldum bara í og
fikruðum okkur áfram.“ Síðan platan kom út
hefur orðið lítið lát á vinsældum Dimmu.
„Tíminn er búinn að fljúga áfram síðan plat-
an kom út,“ segir Ingó og fær sér bita af
hamborgaranum. „Við settum okkur það
markmið að koma plötunni út um jólin 2012.
20. október það ár ætluðum við að vera til-
búnir með hana og auglýstum á feisbúkk
sérstakt hlustunarpartí, jafnvel þótt lögin
væru ekki alveg fullkláruð.
Þá átti eftir að gera textana við flest
þeirra og þremur dögum áður en partíið var
átti enn eftir að útsetja og semja textana við
tvö lög, Skuggakvæði og Náttfara.
Hlustunarpartíið var auglýst klukkan 21
Galdur að
ná til fólks
GALDRAROKKARINN INGÓ GEIRDAL HORFÐI Á HEIMSMEISTARAMÓT
TÖFRAMANNA Í SJÓNVARPI SEX ÁRA GAMALL OG ÁKVAÐ AÐ VERÐA
TÖFRAMAÐUR. TÍU ÁRA ÁRA HRINGDI HANN Í BALDUR BRJÁNSSON OG
KYNNTI SIG SEM KOLLEGA HANS. HANN ER GÍTARLEIKARI ÞUNGAROKKS-
SVEITARINNAR DIMMU EN Á TÓNLEIKUM SVEITARINNAR Í HÖRPU SEM NÚ
ERU KOMNIR ÚT Á MYNDDISKI VORU NOTAÐAR SPRENGJUR SEM URÐU
AFGANGS ÞEGAR IRON MAIDEN SPILAÐI Í EGILSHÖLL UM ÁRIÐ.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Viðtal
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
130226
Sjóðheitur og safaríkur grillstaður
fyrir alla fjölskylduna