Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
Þ
að rifjast upp fyrir mér
hvernig veðrið var í
Moskvu fyrir tuttugu
árum. Nú hefur rignt
stanslaust í viku, en
haustið 1993 var borgin öll gyllt og
rauð í glampandi haustsólinni. Af
einhverjum ástæðum man ég sér-
staklega eftir að hafa gengið eftir
búlevarðinum við Tsjistye prudy
(Hreinutjarnir) sunnudaginn 3.
október. Fólk spókaði sig í köldu
haustsólskininu eins og ekkert væri
sjálfsagðara, þótt úr öllum áttum
mætti heyra skothvelli. Maður hafði
á tilfinningunni að barist væri á göt-
unum um alla borgina. Moskvubúar
eru furðulegur ættbálkur. Fólk virt-
ist ekki veita því athygli sem var að
gerast allt í kringum það. Þetta
minnti mig á tómlætið sem ein-
kenndi viðbrögð fólks við því þegar
Sovétríkin voru lögð niður tæpum
tveimur árum áður.
En ég sá aðra stemningu seinna
sama dag. Þá fór ég, forvitinn um
hvað væri eiginlega að gerast, að
Hvíta húsinu sem á þessum tíma var
aðsetur þingsins, sem þá gekk enn
undir sínu sovéska nafni: Æðsta ráð-
ið. Þar voru þúsundir manna sam-
ankomnar. Margir voru að gera það
sama og ég: Forvitnast. Aðrir voru
virkari þátttakendur, hrópuðu
ókvæðisorð og stympuðust við verð-
ina sem stóðu við þinghúsið og
hleyptu engum inn. Þvagan var á
stöðugri hreyfingu og oft heyrðust
skothvellir. En það var engin leið að
átta sig á því hvað væri í uppsigl-
ingu. Mig minnir að það hafi verið þá
sem skriðdreka var ekið á fleygiferð
yfir brú á Moskvuá gegnt þinghús-
inu. Þar var ræmu af götunni haldið
auðri. Svo snarstansaði hann beint
fyrir framan húsið og byssunni var
beint í allar áttir. Þetta var í raun-
inni súrrealískt.
Það er ekkert súrrealískt við
Moskvu í dag, tuttugu árum síðar.
Borgin hefur gjörbreyst og að flestu
leyti til hins betra. Í stað nið-
urníðslu, mengunar og óreiðu, er
víða að finna ræktarleg almennings-
svæði, garða og göngugötur, bygg-
ingar sem vel er við haldið og bens-
ínfýlan er næstum horfin. Að vísu
mætti stundum finna að smekk
borgaryfirvalda fyrir skraut og
prjál, en það er annað mál. Að einu
leyti er andrúmsloftið í dag þó svip-
að því sem það var fyrir tuttugu ár-
um. Það liggur einhver órói í loftinu.
Mótmælafundir síðustu mánaða og
ára og vaxandi fjandskapur á milli
Pútíns og þeirra sem leiða mótmæla-
hreyfingarnar setja svip sinn á póli-
tíska virkni í borginni. Þótt einmitt
núna sé ekki verið að halda fjöl-
menna mótmælafundi er fundað út
um alla borg. Allskyns grasrót-
arsamtök eru komin af stað með
starfsemi og það gerir stjórnvöld
óörugg. Það er óvissa um framhaldið
og sú staðreynd að Pútín forseti
virðist geta gert nákvæmlega það
sem honum sýnist þykir mörgum til
marks um að hlutirnir séu ekki að
fara í rétta átt. Spennan eykur áhug-
ann á fortíðinni. Það er mikið rætt
um atburðina 1993. Þeir voru upp-
hafið að ógæfunni segja sumir.
1993: Hvað gerðist?
21. september 1993 tók Boris Jeltsín
þá örlagaríku ákvörðun að beita for-
setavaldi til að leysa upp þingið. Í
framhaldi af því átti að ljúka gerð
nýrrar stjórnarskrár fyrir Rúss-
neska sambandið og kjósa til nýs
þings, ekki Æðstaráðs eða svokall-
aðs Þjóðfulltrúaþings að sovéthætti,
heldur átti nýja þingið að heita
Dúma eins og ráðgjafasamkundur
keisarans á árunum fyrir byltingu.
En Æðstaráðið lét ekki leysa sig upp
svo auðveldlega. Meirihluti þing-
manna leit svo á að Jeltsín hefði með
þessu farið út fyrir valdsvið sitt og
gerst brotlegur við gildandi stjórn-
arskrá. Því var Þjóðfulltrúaþingið
kallað saman en það fór samkvæmt
þágildandi stjórnskipan með æðsta
vald ríksins. (Þjóðfulltrúaþingið
kaus fjórðung fulltrúa sinna til setu í
Æðstaráðinu). Meirihluti Þjóðfull-
trúaþingsins leit svo á að Jeltsín
hefði gert stjórnarbyltingu og vék
honum því frá völdum þegar í stað.
Varaforsetinn Alexander Rutskoj
var skipaður starfandi forseti.
Næstu daga ríkti umsátursástand
um þinghúsið. Jeltsín lét setja vopn-
aðan vörð við húsið og þeir sem yf-
irgáfu það fengu ekki að fara inn aft-
ur. Algjör pattstaða skapaðist á milli
þingsins og forsetans sem það hafði
skipað annarsvegar, Jeltsíns og
stjórnar hans hinsvegar. Forseti
þingsins, Rúslan Khasbúlatov, sem
áður hafði verið einn nánasti sam-
starfsmaður Jeltsíns, varð nú harð-
asti andstæðingur hans og dró ekki
af sér í árásum og hótunum. Þingið
sat innilokað í þinghúsinu og heit-
ingarnar gengu á víxl. Ýmsir reyndu
að miðla málum, en ekkert gekk og
spennan og ólgan í borginni óx dag
frá degi.
Laugardaginn 2. október fór að
draga til tíðinda. Svokallaðir „Varð-
liðar Hvíta hússins“ voru orðnir fjöl-
menn sveit og orðrómur var um að
þeir væru vel vopnum búnir. Upp-
gjafahershöfðinginn Albert Maka-
shov hafði fengið það verkefni að
stýra þessum varðliðasveitum. Það
var frídagur og fólk streymdi í mið-
borgina og safnaðist saman víða í ná-
grenni við þinghúsið. Ýmsar erjur
upphófust í mannfjöldanum þar sem
margir voru á öndverðum meiði,
sumir studdu Jeltsín, aðrir þingið og
forystumenn þess. Þennan dag var
mikið talað um væntanlega tilraun
þessara varðliðasveita til að beita
vopnavaldi, en einnig furðuðu sumir
sig á því að afstaða hersins og þeirra
sem báru ábyrgð á sérsveitum inn-
anríkisráðuneytisins var einhvern-
veginn óljós. Það var ljóst af viðtals-
brotum við fylgismenn Rútskojs og
Khasbúlatovs að þeir töldu sig hafa
sterka stöðu, en hinsvegar erfitt fyr-
ir hinn almenna borgara að skilja
hvað væri að gerast bak við tjöldin
eða hvað meint afskiptaleysi vopn-
aðra sveita þýddi fyrir framvinduna.
Það var ekki fyrr en daginn eftir,
3. október, að verulega fór að sverfa
til stáls er Varðliðarnir og hundruð –
eða þúsundir almennra borgara –
réðust til inngöngu á borgarstjórn-
arskrifstofur Moskvuborgar sem
voru staðsettar í nágrenni þinghúss-
ins. Skömmu síðar var ráðist inn í
byggingu sjónvarpsins í Ostankino.
Um kvöldið sagði Khasbúlatov að
tími væri kominn til að „fylgismenn
lýðræðis“ réðust inn í Kreml og
handsömuðu Jeltsín. Bardagar
stóðu fram eftir nóttu í og við sjón-
varpshúsið, en á milli tvö og fjögur
um nóttina féllust yfirmenn hersins
á að skerast í leikinn og þá loksins
varð ljóst hvernig færi. Allir bardag-
ar voru stöðvaðir skömmu síðar og
þinghúsið einangrað.
Morguninn eftir fór ekki annað
fram en samningar um uppgjöf
þeirra þingmanna sem enn voru eft-
ir í húsinu. Þeir tíndust út einn af
öðrum uppúr hádegi og þegar þing-
húsið hafði verið tæmt var ljóst að
Jeltsín hafði unnið fullan og end-
anlegan sigur. Þinghúsið var ekki
sjón að sjá. Marmaraklæðningin
sem hafði verið hvít var nú sótsvört
og efri hæðir hússins flestar brunn-
ar. Borgin var sjálf í hálfgerðri
óreiðu. Hundruð lágu í valnum:
Samkvæmt opinberum tölum féllu
123 og 348 særðust. Margir halda
því fram að tala særðra og fallinna
sé hærri.
Tuttugu ára ágreiningur
Ég er staddur á fundi á vegum Me-
morial-samtakanna í Moskvu. Sam-
tökin voru upphaflega stofnuð af
fyrrverandi Gúlagföngum og afkom-
endum þeirra á níunda áratugnum
þegar fór að rofa til í Sovétríkjunum
með Perestrojku og Glasnosti Gor-
batsjovs og smátt og smátt varð
mögulegt að gera upp við fortíðina,
að vissu marki. Samtökin hafa síðan
þróast og hlutverk þeirra breyst. Nú
eru þau ekki síður almenn mannrétt-
indasamtök og hafa þurft að berjast
fyrir sínu gagnvart stjórnvöldum. Á
vegum Memorial-samtakanna er bú-
ið að opna litla sýningu um at-
burðina 1993 í tilefni af því að tutt-
ugu ár eru liðin frá þeim og þennan
dag á að halda dálítið málþing. Hald-
in verða sex stutt erindi, en í hópi
fyrirlesara eru tveir fyrrverandi
þingmenn Æðstaráðsins, sem þá
voru á öndverðum meiði. Þarna er
einnig fólk sem vann með Jeltsín á
sínum tíma, sem og svarnir and-
stæðingar hans. Í áheyrendahópnum
eru einstaklingar sem voru tengdir
hernum, sérsveitum hans eða jafnvel
öryggisstofnunum ríkisins. Það kem-
ur mér á óvart hvað málþingið er
fjölsótt – og hvað þátttakendum virð-
ist umræðuefnið mikilvægt. Mér líð-
ur eins og ég sé kominn á fjölmennan
æsingafund.
Það kemur í ljós að skilningur
manna á atburðunum er ærið mis-
jafn. Einn frummælandi segir ljóst
að atburðirnir hafi verið sviðsettir
eða því sem næst. Jeltsín og hans
fólk hafi í raun haft atburðarásina í
hendi sér allan tímann, það hafi aldr-
ei verið nein hætta á því að allt færi
úr böndunum. Annar heldur hinu
gagnstæða fram: Að forystumenn
þingsins hafi notfært sér ástandið út
í ystu æsar og komist nálægt því að
hrinda af stað borgarastríði í Rúss-
landi. Októberdagarnir 1993 hafi
verið mesti hættutíminn í sögu Rúss-
lands eftir að Sovétstjórnin fór að
missa tökin. Það sé kraftaverk að
ekki fór verr. Þriðji ræðumaðurinn
beinir athygli áheyrenda að því laga-
lega öngstræti sem stjórnvöld voru
komin í. Umræðan um nýja stjórn-
arskrá hafði tekið fleiri mánuði án
þess að nokkur von virtist um sam-
komulag. Einhverntímann heyrði ég
að í lok sumars 1993 hefðu fimm ólík
stjórnarskrárdrög verið komin í um-
ferð. Það blasti hinsvegar við að það
yrði erfitt að koma stjórnarskrá með
klassískum áherslum frjálslyndrar
stjórnskipunar í gegnum þingið. Of
margir þingmenn sáu heiminn enn í
ljósi hugmyndafræðilegrar tvískipt-
ingar og hötuðust við Vesturlönd.
Margir gátu ekki gert skýran grein-
armun á frjálslyndi annarsvegar og
öfgafrjálshyggju hinsvegar. Í dag
virðist Pútín forseti raunar eiga við
sama vanda að stríða. Hann telur
Vesturlönd í heild sinni á valdi þess
sem hann nefnir öfgafrjálshyggju.
Það sem hefði getað gerst
Fundargestir hjá Memorial deila
fram á kvöld. Það sem fundurinn
segir mér er þó fyrst og fremst að
þrátt fyrir tuttugu ára umræður,
rannsóknarnefndir, blaðaskrif,
fræðilegar úttektir og allskonar aðr-
ar til raunir til að leiða fram sann-
leikann um þessa atburði ríkir engin
sátt um ástæður þeirra, eðli eða af-
leiðingar.
Ágreiningur þingsins og forsetans
var djúpstæður og um mörg grund-
Skriðdrekar standa Borís Jeltsín forseta til stuðnings fyrir utan þingið í Moskvu 4. október 1993. Reyk leggur frá þing-
húsinu, sem er svart eftir sprengjur, sem skotið var á það þegar herlið stjórnarinnar gerði árás á uppreisnarmenn.
AFP
Misheppnuð
uppreisn
í Moskvu
Borís Jeltsín fagnar sigri í forsetakosningunum í Rússlandi 1991. Tveimur árum
síðar braut hann uppreisn gegn sér á bak aftur með hervaldi. Enn er deilt um
afleiðingar uppreisnarinnar í Moskvu fyrir 20 árum.
Reuters
RÚSSLAND STÓÐ Á BARMI BORGARASTYRJALDAR FYRIR
TVEIMUR ÁRATUGUM EFTIR AÐ JELTSÍN BRAUT UPPREISN Á
BAK AFTUR MEÐ HERVALDI OG LEYSTI UPP ÞINGIÐ.
ATBURÐIRNIR Í MOSKVU 1993 DRÓGU DILK Á EFTIR SÉR.
Jón Ólafsson jonolafs@bifrost.is