Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
Menning
F
yrir framan innganginn í hinar forn-
frægu skipasmíðastöðvar í Fen-
eyjum, Arsenale, eru fjögur ljón úr
marmara. Þau voru sett á stalla
sína árið 1692 en höfðu verið flutt
til borgarinnar sem herfang frá Piræus, hafn-
arborg Aþenu, eftir að floti Feneyinga hafði
aðstoðað við að hrekja Tyrki þaðan. Í dag er
eitt ljónið langþekktast; það er þriggja metra
hátt og frægt fyrir rúnir sem ristar hafa verið
á síður þess. Það stóð áður við höfnina í Pi-
ræus. Sérfræðingar segja risturnar vera verk
sænskra væringja á elleftu öld, en væringjar
voru norrænir málaliðar sem börðust í herjum
þar suður frá. Fræðimenn hafa á liðnum öld-
um rýnt í rúnaristurnar, sem urðu fyrir tals-
verðum skemmdum við árás Feneyinga á
Tyrki, og síðar við flutninginn til Feneyja. Nú
síðast hefur doktor Þórgunnur Snædal rúna-
fræðingur við embætti þjóðminjavarðar Sví-
þjóðar, riksantikvarieämbetet, kannað rist-
urnar og getað lesið þær á fyllri hátt en
forverar hennar. Þakkar hún eftirtektar-
verðan árangurinn meðal annars íslenskum
bakgrunni sínum.
Þórgunnur er frá Akureyri, dóttir Rósbergs
G. Snædal skálds. Hún hefur undanfarið verið
gestafræðimaður á Árnastofnun, þar sem hún
hélt nýverið erindi um rúnirnar á Piræus-
arljóninu. Hún hefur verið búsett í Svíþjóð
síðan hún var 17 ára og síðan starfað þar í 36
ár.
„Ég hef í mörg ár unnið að rannsóknum á
íslenskum rúnum og er að skrifa bók um þær.
Þetta er yfirgripsmikið efni,“ segir hún þegar
spurt er út í vinnu hennar hér.
„Rúnahefðin á Íslandi spannar allt frá land-
námsöld langt fram á þá 19. Þetta er því
langt tímabil, en verkið mjakast áfram.“
Þórgunnur segir að byrjað hafi verið að
nota rúnir einhvern tímann á fyrstu öld eftir
Krist. Í fyrsta rúnastafrófinu voru 24 tákn en
á seinni hluta áttundu aldar breyttist það í 16
stafa letur. Þannig var letrið um aldir en frá
12. öld fór það að breytast í miðalda-
rúnaletrið og táknunum fjölgaði aftur. „Það
var notað samhliða latínustafrófinu fram á 15.
öld á öllum Norðurlöndunum, og jafnvel leng-
ur eins og hér. Þetta er löng saga.“
Þórgunnur segir að á þessum tíma hafi
prestar og aðrir getað skrifað hvort tveggja.
„Það var hentugt að geta rist rúnir á trjábút
og sent eitthvað því bókfell og blek var ekki
alltaf til reiðu. Þessi kunnátta lifði lengi og
margir lögðu sig eftir henni.“
Mikið hefur varðveist af rúnaristum í Sví-
þjóð, til að mynda á rúnasteinunum sem víða
hafa fundist, og hefur starf Þórgunnar falist í
að kanna þær. Hún segir minjarnar vissulega
vera öðruvísi hérna.
„Fyrst í stað fannst mér þetta ekki vera
áhugavert svið hér á Íslandi en þegar ég fór
að skoða málið betur sá ég að hér var eyða í
rúnasögu Norðurlanda. Ég sá að þróunin hér
hafði fylgt því sem gerðist í Noregi. Þegar
grafið var á Alþingisreitnum fundust fimm
rúnaristur, tveir snældusnúðar og þrjár á
spýtur. Það var spennandi fundur og ég skrif-
aði um þær í Árbók fornleifafélagsins 2011.
Þar fengum við loksins rúnir frá landsnáms-
öld að rannsaka. Við það skýrðist myndin
mikið og hægt var að útskýra þróun rúnanna.
Ég fékk til dæmis sönnun á því að þær hefðu
komið með landnámsmönnunum til landsins
eins og önnur kunnátta.“ Þórgunnur bætir við
að í Þjóðminjasafni séu til munir sem þessir
með rúnaletri og síðan legsteinar, sem eru frá
12. öld og fram á 16. eða 17. öld. „Ég hef orð-
ið djarfari og ákveðnari í aldursgreiningu
rúna eftir því sem ég hef lært meira en oft
hafa menn greint aldur rúna rangt. Til að
mynda álitu menn á 17. öld að sænsku rúna-
steinarnir væru síðan fyrir Nóaflóðið,“ segir
hún og brosir.
Rúnirnar vel sýnilegar
Rannsóknir Þórgunnar á Piræusarljóninu
hafa vakið athygli. Ljónið er úr marmara, hef-
ur verið hoggið út á fjórðu öld fyrir Krist og
stóð eftir það við höfnina í Piræus. Grikkland
var hluti af austurrómverska ríkinu, Býsans,
og þar voru væringjar á ferli síðan einhvern
tímann fyrir árið 1000 og fram undir aldamót-
in 1200. Þórgunnur segir að þeir hafi eflaust
komið oft til Piræus, þeir voru málaliðar og
meðal annars fengnir til að annast strand-
varnir og að vera á galeiðunum.
Á 17. öld var mikill ófriður á þessu svæði.
Tyrkir voru þá búnir að taka Konstantínópel,
eða Istanbúl, og komnir langt inn í Evrópu.
Árið 1682 komu þeir að borgarmúrum Vínar.
Til að hrekja þá aftur til Konstantínópel fékk
Austurríkiskeisari meðal annars Feneyinga í
lið með sér. Þeir sendu sinn fremsta hershöfð-
ingja, Morosini aðmírál, út af örkinni og sigldi
flotinn inn á Piræusarhöfn árið 1687 og tókst
að hrekja Tyrki af Pelópsskaga. Morosini var
ánægður með sigurinn og vildi taka herfang
til Feneyja. Fyrst ætluðu þeir að taka eina
lágmyndina af Parþenon-hofinu en hún féll til
jarðar og brotnaði. Þá kaus hann að taka hið
fræga ljón við höfnina og þrjú önnur. Gert
var við þau við komuna til Feneyja og þau
sett á stallana árið 1692, eins og fyrr sagði.
„En svo liðu tæp hundrað ár þar til tekið
var eftir rúnunum,“ segir Þórgunnur. „Síðan
hafa margir þekktir rúnafræðingar skoðað
risturnar en ég hef mest not haft af skrifum
þekkts dansks málfræðings, C. Ch. Rafn, sem
skoðaði þær árið 1852 og skrifaði bók á
dönsku og frönsku um sína túlkun. Það gefur
henni aukið gildi að hann rekur allar heimildir
um ljónið fram á sinn dag. Árið 1913 skoðaði
rúnirnar sænskur rúnafræðingur, Eric Brate,
og birti sínar rannsóknir 1920. Ég þekki vel
til hans verka og hef mikið farið í hans fót-
spor í mínum störfum. Síðan komst sá orð-
rómur á kreik að ekki væri lengur hægt að
lesa úr rúnunum, þær væru orðnar ónýtar.
Ég trúði því að svo væri en einn góðan veð-
urdag hringdi til mín fyrrverandi sendiherra
Svía á Ítalíu, sem er formaður vinafélags Fen-
eyja í Svíþjóð og það hafði kostað hreinsun og
forvörslu á ljóninu. Hann spurði hvort ég vildi
ekki fara og skoða rúnirnar. Ég sagðist fyrst
telja að ekkert væri hægt að lesa út úr þeim
en hugsaði mig betur um og sá að það væri
forvitnilegt. Þá um haustið, 2009, fór ég og
skoðaði þær í fyrsta skipti.“
Og hvað kom í ljós?
„Þegar ég kom á brúna sem liggur yfir á
torgið þar sem ljónin standa sá ég rúnirnar
strax úr fjarska. Þær voru alls ekkert svo
máðar heldur eru vel sýnilegar. Ég skoðaði
þær og sá að ég gæti kannað þær betur, og
sá líka strax að þetta eru dæmigerðar sænsk-
ar ristur, rétt eins og þær sem ég er að fást
við í vinnunni alla daga.“
Þórgunnur byrjaði að rannsaka rúnirnar en
það tók sinn tíma. Iðulega eru slíkar rúnir
skoðaðar við sterkt ljós í myrkri, þannig að
skugginn í ristunum sé skýr, en þarna eru
ljós frá ljósastaurum, kösturum, veit-
ingastöðum og íbúðum í húsunum umhverfis.
„Þá varð ég að notast við sólina í staðinn,“
segir Þórgunnur. „Ég fylgdi sólarganginum
við að lesa í risturnar. Las í rúnirnar vinstra
megin á morgnana og seinnipartinn á hinni
hliðinni. Svo fór ég aftur yfir allt saman, til að
sannfæra mig um að ég hefði lesið rétt.“
Einkennilegt að ekki finnist fleiri
Þórgunnur sá strax þrjár ristur á ljóninu, lík-
lega allar frá 11. öld, og er sú elsta vinstra
megin. „Þetta eru dæmigerðar sænskar rist-
ur. Um 80 prósent af þeirri vinstra megin
hafa varðveist og fáar rúnanna eru alveg máð-
ar. Það er samhengi í textanum og vantar
bara eitt orð til að samhengið náist alveg,“
segir hún. Hún útskýrir innihald ristunnar
sem hún las á þennan hátt: Hjuggu þeir
helmings menn … en í höfn þessari þeir
menn hjuggu rúnir að (eftir) Horsa bónda
(allhvatan?) … Réðu Svíar þetta á ljón(ið)
(eða: réðu Svíar þetta ljóni). Féll/fórst áður
gjald vann gerva.
„Orðið helmingur þýðir ekki stór herflokkur
og það má sjá víðar í sænskum rúnaristum og
líka í vísu um Harald harðráða. Þarna hefur
komið hópur manna og einn þeirra hefur heit-
ið Hársi, sem er sama og Hrossi, og hann
hafði viðurnefnið bóndi. Svo segir að Svíar
hafi ráðið þetta á ljónið, eða rist þetta á ljón-
ið. Annaðhvort hefur Hársi fallið eða farist og
þá kemur í lokin þetta sem ekki hafði verið
ráðið rétt fyrr: áður gjald vann gerva en það
merkir að hann hefur fallið áður en hann
heimti sín gjöld eða laun. Ég var lengi að bisa
við að lesa þetta síðasta, rúnirnar standa þétt
og í einni bunu, en þegar rúnirnar voru mér
ljósar kannaðist ég strax við innihaldið. Þetta
er stuðluð setning og stuðlun kemur oft fyrir í
rúnaristum. Þessir menn hafa séð að ljónið
var hentugt fyrir ristu og hjuggu í það.“
Þetta er bæði minningartexti og gestabók.
„Já, því það virðist hafa verið þeim mik-
ilvægt að taka fram að þeir séu Svíar. Ég tel
líklegast að þetta sé rist laust fyrir 1030 en
þá voru það eiginlega bara Svíar sem voru að
reisa steina með rúnum sem minnismerki.
Danir voru þá hættir því og í Noregi var ekki
algengt að höggva í steina.
Margir hafa viljað tengja þessa ristu við
dvöl Haraldar harðráða í Miklagarði á ár-
unum 1033 til 1044, en sagt var að væringjar
hafi þá flykkst að honum og farið með honum,
en ég tel að þessi rista sé enn eldri en það,
þótt ekki sé hægt að sanna það.
„Ég hef orðið djarfari og ákveðnari í aldursgreiningu rúna eftir því sem ég hef lært meira,“ segir
Þórgunnur. Hún hefur tímasett risturnar á Piræusarljóninu og skrifar nú um íslenskar rúnir.
Morgunblaðið/Einar Falur
RANNSÓKNIR ÞÓRGUNNAR SNÆDAL Á RÚNARISTUM Á PIRÆUSARLJÓNINU HAFA VAKIÐ ATHYGLI
Rýnt í fornar rúnir
RÚNAFRÆÐINGURINN ÞÓRGUNNUR SNÆDAL SEGIR ÍSLENSKAN BAKGRUNN SINN IÐULEGA HAFA HJÁLPAÐ SÉR Í STARFI Í SVÍÞJÓÐ. HÚN VINNUR
AÐ BÓK UM ÍSLENSKAR RÚNIR OG HEFUR AUKIÐ SKILNING MANNA Á ÞEKKTUM RÚNUM FRÁ ELLEFTU ÖLD Á LJÓNI SUÐUR Í FENEYJUM.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is