Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.10.2013, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Allar sögurnar um Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren eru komnar í eina bók. Ekkert barn má fara á mis við sögurnar um þennan geðuga unga prakkara. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Bækur og bókmenntir eru ekki það sama, eins og metsölulistar sýna svo iðulega. Lífsstílsbækurnar sem raða sér á metsölulista ein af annarri og boða skjóta lausn á offituvanda flokk- ast alveg örugglega ekki undir bók- menntir. Þær segja hins vegar sitthvað um þrá manna eftir skyndilausnum. Sú sem þetta ritar þráir nú bara helst að góð skáldverk velti þessum bókum úr efstu sætum metsölulista. Ein besta bókin sem nú er á mark- aði mun líklega alls ekki komast á met- sölulista eins og hún ætti svo vel skilið. Undir vernd stjarna heitir sú bók og geymir ljóð úr ýmsum heimshornum sem Jón Kalman Stefánsson valdi og þýddi. Það er greinilegt að Jón Kalman hefur lagt mikla alúð í ljóðavalið, sem er svo gott að það er eiginlega hafið yfir gagnrýni. Það sést líka svo vel að ljóðin eru valin af manni sem er ákaflega elskur að skáld- skap. Höfundar ljóðanna eru átján. Fyrsta skáldið sem á ljóð í bókinni er hinn pólski Adam Za- gajewski og eftir að hafa lesið ljóð hans er ein fyrsta hugsunin sem flögr- ar að manni: „Af hverju hefur þessi maður ekki fengið Nóbelsverðlaunin?“ Og svo sér maður í stuttum og grein- argóðum eftirmála Jóns Kalmans að höfundurinn hafi einmitt ósjaldan verið orðaður við Nóbelsverðlaunin. Svo rek- ur hvert skáldið annað, þar á meðal Langston Hughes, höfundur ljóðsins Blökkumaðurinn, sem hlýtur að hafa áhrif á þá sem það lesa, og þá til hins betra. Og svo er Charles Bukowski og hið stórskemmtilega ljóð hans Þeir og við þar sem Hemingway, Faulkner, Ger- trude Stein og fleiri rithöfundar sitja á tali meðan faðir Bukowskis segir að þetta aðgerðalausa lið ætti að fá sér vinnu og móðir hans óskar þess að þessi sami hópur fari nú að þegja. Þetta er ískrandi fyndið ljóð. Þarna er kona sem er eitt besta ljóðskáld Breta, Jo Shapcott, sem eins og Jón Kalman segir yrkir stundum undurfurðuleg ljóð, en einmitt það er svo heillandi. Ljóðaunnendur eiga að hlaupa út í búð og kaupa Undir vernd stjarna. Orðanna hljóðan BÓK ÞEIRRA LJÓÐELSKU Jón Kalman Stefánsson. Nikký og slóð hvítu fjaðranna er nýbarnabók eftir Brynju Sif Skúla-dóttur sem Salka gefur út, en þetta er fyrsta bók höfundar. Um efni bók- arinnar segir Brynja Sif: „Aðalpersónan er Nikký, ellefu ára stelpa sem býr með mömmu sinni í Reykjavík. Sagan gerist að sumri til þegar þær ferðast saman til Zürich í Sviss. Nikký er mjög kraftmikil og skap- mikil stelpa, með einstaka dularfulla hæfi- leika. Í Zürich kynnist hún meðal annars sirkuskonunni Mandönu, götustráknum Zak og dularfulla garðyrkjudvergnum herra Kurz. Síendurtekið dreymir hana draum sem leiðir hana áfram. Hún er rétt komin til Zürich þegar hún lendir í óvæntu og spenn- andi ævintýri sem verður til þess að hún lærir að beita dularfullum hæfileikum sínum og fær svör við því hver hún er og hvar rætur hennar liggja.“ Bókin um Nikký er fyrsta bókin sem kem- ur út eftir Brynju Sif en hún segist hafa skrifað sögur og ljóð sem séu ofan í skúffu. „Það er gríðarlega góð og skemmtileg til- finning að fá útgefna bók eftir sig,“ segir hún. „Ég er fyrst og fremst þakklát fyrir þetta tækifæri. Ég fékk mikla hvatningu frá mínum nánustu. Bæði fjölskyldunni og vin- um, en mamma mín er oft sú fyrsta sem les yfir fyrir mig, enda þori ég að sýna henni allt. Hennar aðstoð er ómetanleg. Einnig þurfti bókaforlag sem trúði á mig og kon- urnar hjá Sölku gerðu það.“ Af hverju er Sviss sögusvið bókarinnar? „Í sjö ár bjó ég ásamt manninum mínum og börnum okkar í litlu þorpi við landamæri Sviss og Þýskalands, nálægt Zürich. Síðustu átta ár höfum við verið búsett á Íslandi en erum nú nýflutt til Uppsala í Svíþjóð, þar sem ég vinn við ritstörf og markþjálfun. Rætur mínar eru íslenskar en ég þekki það vel að búa og lifa í útlöndum og það ratar að vissu leyti í þessa bók. Hugmyndin að bókinni vaknaði þegar ég var á gangi í Zürich og sá mann á miðri brú sem veifaði hvítri fjöður.“ Yfirnáttúrlegir hæfileikar koma við sögu í bókinni. Trúirðu á slíkt? „Ég er auðvitað Íslendingur og mér finnst það hluti af menningu minni að trúa á fleira en það sem hönd á festir. Pabbi kveikir allt- af ljós hjá álfunum í sveitinni okkar á gaml- ársdag og lætur það loga yfir á nýárið. Ég er viss um að álfarnir í sveitinni okkar eru ánægðir með það. Það er ljóst að ég trúi á ævintýri. Ég sé ævintýrin alls staðar.“ Brynja Sif vinnur nú að nýrri bók um Nikký. „Næsta ævintýri hennar kom upp í huga minn og mér finnst Nikký eiga það skilið að það sé skrifað meira um hana,“ segir Brynja Sif. „Ég las mikið sem barn og fannst einstaklega gaman að framhalds- sögum. Ég man að þegar ég las birtust ótal myndir í huga mínum þannig að viðkomandi bók hefði allt eins getað verið kvikmynd. Ég vil skrifa bækur sem börnum finnst svo spennandi og grípandi að þau vilji halda áfram að lesa. Undanfarið hef ég heimsótt skóla með verkefni sem ég kalla Ævintýrið í mér, en þar kynni ég Nikký og slóð hvítu fjaðranna sem er ævintýrið í mér þessa dagana og fæ að heyra hugmyndir krakk- anna um þeirra ævintýri. Í kjölfarið myndast skemmtilegar og fjörugar umræður. Sem höfundur vil ég eiga þátt í að virkja sköp- unarkraftinn hjá börnum og fá þau til að lesa. Þegar við setjumst niður og lesum not- um við ímyndunaraflið til að skapa okkar eigin heim.“ MAÐUR Á MIÐRI BRÚ SEM VEIFAÐI HVÍTRI FJÖÐUR KVEIKTI HUGMYND AÐ BÓK Sér ævintýrin alls staðar „Sem höfundur vil ég eiga þátt í að virkja sköpunarkraftinn hjá börnum og fá þau til að lesa,“ segir Brynja Sif Skúladóttir sem hefur sent frá sér fyrstu bók sína og er byrjuð að skrifa aðra. Morgunblaðið/Kristinn BRYNJA SIF SKÚLADÓTTIR HEFUR SENT FRÁ SÉR FYRSTU BÓK SÍNA, SEM ER VIÐBURÐARÍK BARNABÓK ÞAR SEM DULARFULLIR HÆFILEIKAR KOMA VIÐ SÖGU. Ef ég hugsa um uppáhaldsbækurnar í bókaskápnum lendi ég í ljóða- bókahillunum. Ég fékk óskaplegan áhuga á ljóðum fyrir löngu og sökkti mér í ljóðahafið og er ekki enn kominn úr kafinu. Ég hef alltaf góðan bunka á náttborðinu sem ég hristi til á mán- aðarfresti. Og fyrir tilviljun er ein uppáhalds- ljóðabókin mín núna efst í bunkanum; Guðlausir menn eftir Ingunni Snædal. Ég varð ástfanginn af þeirri bók þegar hún kom út. Gyrðir Elíasson er alltaf hjá mér. Af handahófi tek ég út úr skápnum Mold í Skuggadal, töfrandi bók sem ég get lesið endalaust. Annars fylla Gyrðir og Siggi Páls eina hillu og hafa Geirlaug Magnússon á milli sín. Og þegar ég minnist á Sigga Páls kemur fyrsta bókin hans, Ljóð vega salt, upp í hugann. Ég fer í gott skap og langar í Sana-sol. Þorsteinn frá Hamri og Hannes P. eru alltaf á nátt- borðinu. Þeir eru bestir rétt áður en maður slekkur ljósið og þá á maður aðeins að lesa eitt ljóð og lesa það oft. Stundum les ég Dag Sigurðarson. En það er með hann eins og The Doors; maður verð- ur að vera í stuði þegar maður grípur Dag. Þar var ég eftir Þórð Helgason er yndi. Svo eru auðvitað Steinn, Stefán Hörður, Gerður Kristný, Þorgeir Sveinbjarnar, Jón Óskar og Nóttin á herðum okkar … Las loksins Veröld sem var í sumar. Starkaður á Karls- stöðum, Harry Hole, Bör Börsson, Tarzan, Martin Beck og Þórður kakali eru líka vinir mínir. Það er gott að eiga góða vini. Í UPPÁHALDI EYÞÓR ÁRNASON SVIÐSSTJÓRI OG LJÓÐSKÁLD „Ég fékk óskaplegan áhuga á ljóðum fyrir löngu og sökkti mér í ljóðahafið og er ekki enn kominn úr kafinu,“ segir Eyþór Árnason. Morgunblaðið/RAX Ingunn Snædal 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.10. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.