Morgunblaðið - 23.11.2013, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013
ÚR BÆJARLÍFINU
Atli Vigfússon
Þingeyjarsýsla
Æfingar á söngleiknum Benedikt
búálfi eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson
hafa staðið yfir að undanförnu í
Hafralækjarskóla og á meðan hefur
hefðbundin stundaskrá verið lögð til
hliðar. Það að stíga á svið og syngja
fyrir fullu húsi er gott nám og finnst
nemendum mjög gaman að fást við
þetta verkefni. Árshátíðin hefur allt-
af verið haldin í félagsheimilinu
Ýdölum og þar hefur margt korn-
ungt fólk úr sveitunum stigið sín
fyrstu skref á leiksviði og átt leik-
sigra sem tekið hefur verið eftir.
Krakkarnir hafa ævinlega fengið
mikið lof.
Kornræktin gekk ekki vel í haust
og uppskeran varð minni en mörg
undanfarin ár. Þingeyjarsýslur eru
ekki á því vaxtarsvæði sem talið er
henta best í þessari búgrein, en von-
andi verður tíðarfar til þess að að-
stæður lagist. Skortur á þurrum
hálmi er fylgifiskur lítillar kornrækt-
ar og þeir sem hafa vanið sig á að
bera hálm undir skepnurnar þurfa
jafnvel að sækja hann í önnur héruð
og greiða fyrir hann háar upphæðir.
Þurrir dagar voru fáir í haust og enn
liggur úti hálmur sem hægt væri að
þurrka ef gengi í sunnanvinda og
hlákur.
Byggingar hjá bændum eru
nokkrar og bjartsýni ríkir víða. Í Ár-
holti á Tjörnesi og Lóni í Kelduhverfi
eru risin nýtískufjárhús sem bæði
voru byggð í haust og bændur á
Litlu-Reykjum í Reykjahverfi fluttu
í splunkunýtt fjós fyrir u.þ.b. tveim-
ur vikum. Þá er verið að byggja í
Brúnahlíð í Aðaldal og líka á Langa-
vatni, þannig að það er hugur í
mönnum, enda eru trésmíða-
fyrirtæki mjög upptekin um þessar
mundir.
Kartöfluræktin gekk vel hjá
þeim þar sem ekki fraus og upp-
skeran því margföld. Einkum er það
eldra fólk sem ræktar kartöflur, en
unga fólkið vill gjarnan kaupa þær í
búðinni og hefur ekki tileinkað sér þá
þekkingu sem til þarf. Enginn vandi
væri að rækta meira af rótarávöxtum
í Þingeyjarsýslum, en rófnaræktin á
Hallgilsstöðum og gulrótaræktin í
Akurseli eru frábær dæmi um at-
hyglisverðan lífrænan landbúnað.
Reykhúsin hjá fólkinu í sveit-
unum eru full af góðmeti þessa dag-
ana enda nálgast jólamánuðurinn óð-
fluga. Sumir hafa lokið við að reykja,
en aðrir keppast við að klára og eru
farnir að taka niður hangibóga, mag-
ála, rúllupylsur, sauðalæri og
sperðla. Svo er spennandi að
smakka.
Tvíreykt kjöt er mjög vinsælt
hjá mörgum neytendum nú á dögum
og kjöt sem þannig er verkað gengur
út eins og heitar lummur hjá þeim
sem bjóða vörur beint frá býli.
Fuglar eru fáir á sveimi, en
nokkrir flækingar hafa flögrað um
sýsluna í haustveðrunum. Hrafnarn-
ir hafa skipt sér á bæina og virðast
tilbúnir til að takast á við veturinn og
finna sér fæðu. Flestir fuglar spá
fyrir um veðráttuna og nýlega sást
músarrindill taka sér bólfestu í fjár-
húshlöðu og gera sér fylgsni. –
Kannski veit það á harðan vetur.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Góðgæti Benedikt Kristjánsson, bóndi á Hólmavaði í Aðaldal, með nýreykta heimagerða sperðla.
Spennandi að smakka sperðlana
Aðalmeðferð í máli Ríkissaksóknara
gegn lögreglumanninum sem er sak-
aður um að hafa handtekið konu á
Laugaveginum 7. júlí s.l. eftir að hún
hrækti á hann fór fram í gær. Konan
var dæmd fyrir árásina fyrir rúmum
mánuði. Konan kærði atvikið ekki
strax, heldur þegar myndband
komst í almenna dreifingu og varð til
þess að lögreglustjóri höfuðborgar-
svæðisins vísaði málinu til rannsókn-
ar. Ákveðið var að ákæra í málinu og
er lögreglumanninum gefin að sök
líkamsárás og brot í opinberu starfi.
Ekki er ákært fyrir ólögmæta hand-
töku.
Vill skilorðsbundið fangelsi
Saksóknari krafðist þess að lög-
reglumaðurinn yrði dæmdur í nokk-
urra mánaða skilorðsbundið fang-
elsi. Verjandi hans krefst sýknu.
„Um leið og hún er búin að hrækja
í andlit lögreglu tel ég viðkomandi
hættulega og tek málið mjög alvar-
lega. Þá tek ég ákvörðun um að beita
þessari aðferð, einfaldlega til að geta
komið í veg fyrir að hún geti gert
nokkuð meira. Ég valdi þá aðferð
sem ég taldi öruggasta til að ég yrði
ekki fyrir frekara ofbeldi,“ sagði lög-
reglumaðurinn við aðalmeðferðina.
Saksóknari spurði hvort ekki hefði
verið hægt að beita vægari úrræð-
um, t.d. að handtaka konuna þar sem
hún stóð. „Nei, vegna þess að ef hún
hefði staðið upprétt hefði hún getað
snúið sér við og hrækt aftur framan í
mig eða okkur. Það er ástæðan fyrir
því að ég vel þessa aðferð.“
Kolbrún Benediktsdóttir saksókn-
ari sagði það vera mat ákæruvalds-
ins „að fyrir utan þennan hráka hafi
[konan] verið róleg og ekkert í henn-
ar hegðun gaf tilefni til svona harka-
legrar handtöku“. Grímur Hergeirs-
son, verjandi lögreglumannsins,
spurði hversu oft konan hefði þá
mátt hrækja í rólegheitum á lög-
reglumanninn áður en hann gæti
gripið til handtöku sem kæmi í veg
fyrir að hún gæti haldið því áfram.
80 sekúndna atburðarás
Saksóknari vísaði meðal annars til
þess að 80 sekúndur liðu frá því að
lögreglubíllinn kom að þar sem kon-
an sat á götunni, sem í raun var
göngugata þar sem hún var svonefnd
sumargata og þar af leiðandi lokuð
bílaumferð, og þar til konan var færð
inn í lögreglubílinn. Það hefði því
verið gefið afar lítið svigrúm fyrir
konuna, sem var ofurölvi.
Hvað þetta varðar sagði verjandi
lögreglumannsins að tímalengdin
skipti ekki meginmáli. Á þessum
tíma hlýddi konan ekki fyrirmælum
lögreglu um að færa sig en það stóð
þá aldrei til að handtaka hana. Hins
vegar hefði nýr kafli hafist þegar
hún hrækti inn um glugga lögreglu-
bílsins og framan í lögreglumanninn.
Áttatíu sekúndna löng
atburðarás við Laugaveg
Krafist skilorðsbundins fangelsis yfir lögreglumanninum
Handtaka Skjáskot úr myndband-
inu sem tekið var af handtökunni.
Möngu-
sagan öll
Sagan umMöngu með svartan vanga,
Ásdísi skáldkonu frá Rugludal, systurnar
í Baslhaga og aðrar hvunndagshetjur fyrri
alda eftir Ómar Ragnarsson.
www.forlagid.i s – alvöru bókabúð á net inu
Aukinog endur-bætt
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Sendunú betri helminginnút
til að setja upp jólaseríurnar!
– með réttu græjunum
Áltrappa 5 þrep
6.490
Áltrappa 4 þrep
4.990
Álstigi 2x12 þrep
3,61-6,1 m
28.490
Álstigi 12 þrep 3,38 m
7.890
Álstigi 3x8 þrep
2,27-5,05 m
17.990
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Skannaðu kóðann
til að lesa nánari
umfjöllun.