Morgunblaðið - 23.11.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 23.11.2013, Síða 28
KÓPAVOGUR DAGA HRINGFERÐ 28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Einhver öflugustu og fjölmennustu íþróttafélög landsins eru í Kópavogi. Mörg þeirra hafa lengi haft skýra og markvissa stefnu í barna- og ung- lingastarfi sem hefur skilað sér í fjölda iðkenda og ekki síður í ár- angri meistaraflokka og í afreks- fólki. Íþróttafélagið Gerpla hefur ver- ið töluvert í sviðsljósinu undanfarið en stúlkur frá því hafa unnið Evr- ópu- og Norðurlandameistaratitla í hópfimleikum á undanförnum árum auk þess að sanka að sér verðlaun- um innanlands. Fimleikadeildin er sú fjölmenn- asta á landinu en að sögn Auðar Ingu Þorsteinsdóttur, framkvæmda- stjóra Gerplu, eru rúmlega 1.500 iðkendur í félaginu, allt frá þriggja ára aldri og upp í meistaraflokks- fólk. Til viðbótar eru um 850 börn á biðlista eftir að komast að hjá Gerplu. Biðin getur tekið allt að 3-4 ár en erfiðast er fyrir krakka á aldr- inum 7-9 ára að fá inni þar sem eft- irspurnin sé mest þá. „Það eru barnmörg hverfi sem eru að byggjast upp, við vorum með nýja aðstöðu og svo sýnilegri árang- ur fimleikamanna sem hefur komist meira í fjölmiðla. Það hefur mikil áhrif og fljótt,“ segir Auður um ástæður þessa mikla áhuga. Allir geti notið sín Gerpla á nú í viðræðum við Kópavogsbæ um úrbætur í húsnæð- ismálum félagsins en það hefur þurft að takmarka fjölda æfinga auk fjölda iðkenda. Þrátt fyrir góðan árangur afreksfólks Gerplu gengur stefna fé- lagsins fyrst og fremst út á lýð- heilsu. Auður bendir á aðeins 55 manns af 1.500 séu í því sem megi kalla meistaraflokka. „Við erum með afreksstefnu en við erum líka með flokka fyrir börn og unglinga sem ekki vilja stunda keppni. Fyrst og fremst höfum við lagt metnað í að gera allt sem við gerum vel og að allir krakkarnir geti notið sín,“ segir Auður. Ennþá að stækka Breiðablik býður upp á fjöl- breytt íþróttastarf með níu deildum. Félagið er það stærsta á landinu með um 2.300 iðkendur. Þar af eru um 1.400 í knattspyrnu og er deildin sömuleiðis sú fjölmennsta á landinu að sögn Orra Hlöðverssonar, for- manns félagsins. Nú í haust hefur enn bæst í og eru stelpur í 8. flokki kvenna í fótbolta nú 80 en voru 30 í fyrra svo dæmi sé tekið. Strákum í sama flokki hefur fjölgað úr 100 í 150 á milli ára. Orri segir margar ástæður fyrir fjölguninni. Íbúum bæjarins hafi fjölgað mjög og velgengni meist- araflokksliða í fótbolta karla og kvenna hafi áhrif. Hefð og styrkur félagsins liggi í uppeldisstarfinu. „Það er gríðarlega öflugt innra starf í öllum deildum félagsins, mikil áhersla á barna- og unglingastarf og svo er hér aðstaða nánast á heims- klassa sem Kópavogsbær á heið- urinn af. Við erum ennþá að stækka þó að við séum langstærstir,“ segir Orri ánægður en segir þó að stækk- un félagsins sé ekki markmið í sjálfu sér. Æðra og göfugra markmið Þjálfarar sem sjá um uppeldis- starfið hjá Blikum í öllum deildum eru nú atvinnumenn sem margir hafa þjálfunina að lifibrauði. „Síðustu árin hafa einkennst af fagmennsku fram í fingurgóma. Með því færðu stöðugleika í starfið sem ég held að sé okkar mesti styrkur. Gæðin, stöðugleikinn og reynslan,“ segir Orri. Markmiðið með starfi félagsins er að fá krakka til að stunda íþróttir að sögn formannsins. Nær öll orka félagsins fari í að skipuleggja barna- og unglingastarfið. „Takmarkið er að ungmennin hreyfi sig og kynnist þeim heilbrigða lífsstíl og viðhorfum sem ríkja í íþróttunum. Það er nokkuð sem þú tekur út í lífið hvort sem þú fetar út á afreksbrautir eða hættir í keppn- isíþróttum á mennta- eða háskóla- árum. Það er hið æðra og göfugra markmið með starfinu,“ segir Orri. Sterkust í handboltanum Þó að HK hafi alið upp ýmsa af- reksmenn í knattspyrnu eins og landsliðsframherjann Kolbein Sig- þórsson er aðalsmerki liðsins hand- boltinn. Langfjölmennasta hand- knattleiksdeild landsins er hjá HK og er hún með um 600 iðkendur að sögn Sigurjóns Sigurðssonar, for- manns HK. Í heild eru um 2.000 iðk- endur hjá félaginu í öllum íþróttum. „Það er gríðarlega mikið íþróttalíf í bænum. Ég held að það sé fyrst og fremst út af frábærri íþróttaaðstöðu sem er búið að byggja upp í bænum, fyrir hand- bolta, fótbolta og fleiri greinar. Að- gengið er einfaldlega mjög gott,“ segir hann spurður um ástæðu þess að íþróttir í Kópavogi eru eins ríkur þáttur í menningu bæjarins og raun ber vitni. Breiðablik og HK hafa undan- farið unnið að samkomulagi við Kópavogsbæ um nýtingu íþrótta- mannvirkja í knattspyrnustarfi þeirra. Það er eina íþróttin sem bæði félög bjóða upp á. Þannig mun HK taka yfir alla æfingatíma í knatt- spyrnuhúsinu Kórnum en Breiða- blik fær aðstöðu í Smáranum til sinna yfirráða. Það getur þá sparað foreldrum sporin að koma börn- unum á æfingar. Unnið hefur verið að því að færa æfingar HK fram á daginn að sögn Sigurjóns. Þá byrjaði félagið að bjóða upp á rútu, HK-vagninn, sem keyrir á milli hverfa bæjarins og æf- ingasvæða félagsins. „Það er ekkert skutl á for- eldrum í félaginu. Því var eiginlega lokað. Þegar foreldrar koma heim kl. 17 geta allar æfingar verið búnar, að minnsta kosti hjá þeim yngstu,“ segir hann. Sigurjón segir að HK hafi einn- ig einbeitt sér að því að bjóða upp á fjölbreytni svo börn geti prófað fleiri en eina íþróttagrein. Alls er boðið upp á sjö greinar auk íþróttaskóla. „Sérstaklega í yngstu flokk- unum er algengt að krakkarnir séu í tveimur íþróttum. Við höfum áhuga á að auka þetta og þau yngstu fái að prófa sem flestar greinar,“ segir Sigurjón og bendir á að rannsóknir bendi til að börn sem stunda fleiri en eina íþróttagrein séu allt að helm- ingi líklegri til að halda lengur áfram í íþróttum. Fjölmennustu íþróttadeildir á landinu  Geysilega öflugt barna- og unglinga- starf rekið hjá félögum í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Fimleikadeild Gerplu er sú öfl- ugasta á landinu. Í miðja holu! Stelpur æfa púttin á æfingasvæði GKG. Eitt af markmiðum GKG er að fjölga stelpum sem leggja stund á golfíþróttina. Varnarmúr HK-stelpur stilla upp í vörn. Félagið er það eina sem býður upp á handbolta í Kópavogi en deildin er sú fjölmennasta á landinu. Morgunblaðið/Kristinn Skot og mark Efnilegir knattspyrnumenn á æfingu hjá yngri flokkum hjá Breiðabliki í Fífunni. Alls eru um 1.400 iðkendur hjá knattspyrnudeildinni. Jafnmörg börn og unglingar æfa golf hjá Golfklúbbi Kópa- vogs og Garðabæjar (GKG) og hjá hinum stóru klúbbunum á höfuðborgarsvæðinu sam- anlagt. Um 900 börn fara í gegnum starf klúbbsins á ári hverju að sögn Agnars Más Jónssonar, framkvæmdastjóra GKG. „Stefna GKG er fyrst og síð- ast að vera fjölskyldugolf- klúbbur. Því markmiði höfum við fylgt eftir í fjöldamörg ár með öflugu barna- og unglinga- starfi og afreksstarfi því við trúum því að það sé hornsteinn fjölskyldustefnunnar sem við rekum,“ segir Agnar Már. Hugsunin er sú að þegar krakkarnir byrji að æfa, fái áhuga á og nái tökum á golf- íþróttinni fái þeir svo foreldrana með sér á völlinn. Golfleikja- námskeið sem klúbburinn hefur staðið fyrir á sumrin hefur hjálpað til við þetta. Þannig verði golfið að kjörnu tækifæri fyrir fjölskylduna til þess að verja tíma saman og njóta sam- verunnar. Agnar Már segir að þetta sé byrjað að gerast í auknum mæli. Heiðarleikagildi í golfi Markmiðið með starfinu er að krakkarnir taki þátt í því á eigin forsendum að sögn Agnars Más. „Hins vegar er það þannig þeg- ar þú ert með marga krakka samankomna þá verður leik- urinn skemmtilegri og krakk- arnir fara að keppa sín á milli. Þannig verður til skemmtilegur árangur. Á einhverjum tíma- punkti ákveða einhverjir krakk- ar að þetta sé eitthvað sem þeir vilja leggja fyrir sig,“ segir hann. Mikilvægt er fyrir íþróttastarf að vera með afrekskylfinga sem fyrirmyndir og nefnir fram- kvæmdastjórinn Birgi Leif Haf- þórsson, margfaldan Íslands- meistara í golfi. „Allt forvarnargildið sem íþrótt- irnar hafa fylgir golfíþróttinni og gott betur. Við vinnum eftir heiðarleikagildum sem skipta líka miklu máli og er uppeld- isþáttur. Golfið er prýðilegur kostur fyrir börn og unglinga að stunda,“ segir Agnar Már. Prýðilegt fyrir börnin GOLF Í GKG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.