Morgunblaðið - 23.11.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 23.11.2013, Síða 40
FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Misnotkun í atvinnuleys-isbótakerfinu er enn út-breidd þó að nokkuðvirðist hafa dregið úr bótasvikum samhliða minnkandi at- vinnuleysi. Eftirlit Vinnumálastofn- unar hefur skilað góðum árangri og tókst að upplýsa mörg hundruð mál í fyrra. Hafin var rannsókn á tæplega 700 málum þar sem grunur lék á að um misnotkun væri að ræða og að bætur hefðu verið ofgreiddar. Lauk 527 málum með viðurlögum. Karlar voru í miklum meirihluta í þeim bótasvikamálum sem upprætt voru. Í fyrra var áætlaður sparnaður vegna eftirlitsstarfsemi VMST rúm- ar 572 milljónir króna að því er fram kemur í ársskýrslu stofnunarinnar. Þegar atvinnuleysið var sem mest eftir hrunið var áætlað að umfang ásetningsbrota í atvinnuleysisbóta- kerfinu, þar sem einstaklingar svíkja með einum eða öðrum hætti út bæt- ur, væri um 5% af heildargreiðslum til atvinnuleysisbóta eða um millj- arður á ári. Ekki er vitað hversu út- breidd bótasvikin eru í dag en Bald- ur I. Aðalsteinsson, deildarstjóri eftirlitsdeildarinnar, er þeirrar skoð- unar að ástandið sé enn mjög slæmt. Hugarfarsbreytingar sé þörf meðal Íslendinga. Þá stöndum við langt að baki nágrannaþjóðunum hvað varðar tiltækar aðferðir og tæki til að halda uppi nauðsynlegu eftirliti. Einn starfsmaður við eftirlit Eftirlitsdeildinni var komið á fót 2009 og hefur safnast góð reynsla á þeim tíma þó starfsmönnum við eftirlitið hafi fækkað vegna fjár- skorts. Í dag er einungis einn starfs- maður eftir sem sinnir verkefnum sem þrír gerðu áður. Fjöldi ábendinga berast stofn- uninni um bótasvik, upplýsingar úr atvinnuleysisskránni eru sam- keyrðar við aðrar skrár s.s. nem- endaskrár háskóla, upplýsingar ríkisskattstjóra, upplýsingakerfi sem heldur utan um vinnustaðaeft- irlit aðila vinnumarkaðarins, leyf- isskrár hjá Vegagerðinni o.fl. Í fyrra hóf eftirlitsdeildin rann- sókn á 187 málum í kjölfar þess að ábending barst eða grunur vaknaði um að einstaklingur í atvinnuleit hefði haft rangt við. Flestir voru ís- lenskir ríkisborgarar eða 136. Flest málin lutu að ótilkynntri dvöl erlendis (112) og ótilkynntri vinnu (74) að því er fram kemur í ársskýrsl- unni. Af þeim 112 málum sem snér- ust um dvöl atvinnulausra bótaþega erlendis sem ekki hafði verið til- kynnt, enduðu 103 með viðurlögum. Lauk 85% allra stakra mála sem upp komu í fyrra með viðurlögum og sparnaður eða endurheimt of- greiddra bóta nam alls um 177 millj- ónum kr. Í fyrra sendi eftirlitsdeildin 248 einstaklingum bréf í kjölfar þess að erlend ip-tala kom upp hjá atvinnu- leitanda við mánaðarlega staðfest- ingu. 75% þeirra mála endaði með viðurlögum. Þá sendi eftirlitsdeildin 62 einstaklingum bréf í kjölfar sam- keyrslu við nemendaskrár skóla á háskólastigi þar sem viðkomandi voru í námi þó þeir væru einnig á at- vinnuleysisbótum. Í helmingi tilvika var um misnotkun að ræða. Að sögn Baldurs hefur þróunin það sem af er þessu ári verið sú að tilvikum sem upp koma við sam- keyrslur við aðrar skrár hefur fækk- að frá í fyrra en hins vegar hefur stökum málum fjölgað verulega, þ.e. í framhaldi af ábendingum um bóta- svik. Í fyrra voru 187 stök mál tekin til skoðunar eins og áður segir en fjöldi þeirra er kominn í 250 það sem af er á þessu ári. Fleiri bótasvikamál í kjölfar ábendinga Morgunblaðið/Ómar Atvinnuleit Einstaklingum sem þiggja atvinnuleysisbætur ber skv. lögum að vera staddir á landinu og vera í virkri atvinnuleit. 40 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Tekin meðkannabis,“stóð í fyr- irsögn á mbl.is í gær. Slíkar fyr- irsagnir eru tíðar og eiturefnin, sem gerð eru upp- tæk, margvísleg. Stundum er eins og eiturlyf flæði yfir landið. Eiturlyf valda gríðarlegu tjóni og hafa kostað ófá manns- líf. Sumir lifa kynnin af eitur- lyfjum ekki af, fleiri lenda í klóm þeirra og hæfileikar þeirra fá aldrei að njóta sín fyrir vikið. Fíknin getur verið erfiður and- stæðingur og baráttan við hana staðið allt lífið. Mestar eru freistingarnar á framhaldsskólastiginu. Kann- anir sýna að dregið hafi úr neyslu meðal unglinga, en af frásögnum að dæma er auðvelt að komast yfir eiturlyf, jafnvel auðveldara en áfengi fyrir þá, sem ekki hafa náð 20 ára aldri. Þá er því iðulega haldið fram að kannabislyf séu skaðlaus eða mun hættuminni en áfengi. Engin ástæða er til að draga úr skaðsemi áfengis þótt það sé löglegt. Kannabis er hins vegar stórhættulegt. Þeir sem neyta kannabis að staðaldri missa heilu árin úr ævi sinni. Þá hefur verið sýnt fram á tengsl kanna- bisneyslu og geðraskana. Ekki þarf að fjölyrða um skaðsemi sterkari efna. Hið langvinna stríð gegn eit- urlyfjum hefur haft mikinn fórnarkostnað. Ríki í rómönsku Ameríku eru sem í herkví vegna átaka eiturlyfjahringja og bar- áttu yfirvalda gegn þeim. Yfir- full fangelsi í Bandaríkjunum bera því einnig vitni að hinar hörðu baráttuaðferðir hafa ekki skilað árangri. Þess vegna fer nú fram umræða um það hvort breyta beri um stefnu. 2011 kom út skýrsla hjá Samein- uðu þjóðunum, sem 22 fyrrver- andi þjóðarleiðtogar og forustu- menn lögðu nafn sitt við, þar á meðal Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, og Ernesto Ze- dillo, fyrrverandi forseti Mexíkó, þar sem sagði að stríði gegn eiturlyfjum hefði haft „skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklinga og þjóðfélög um allan heim“. Var hvatt til þess að tekið yrði til rækilegar skoð- unar að taka upp „mannúðlegar og skilvirkar“ aðferðir til að draga úr tjóninu af eiturlyfjum. Þegar kemur að eiturlyfjum eru fórnarlömbin mörg og yf- irleitt sleppa höfuðpaurarnir á meðan sendisveinar þeirra dúsa í fangelsi. Vandi baráttunnar gegn eit- urlyfjum er að vinna bug á eft- irspurninni, gera ungu fólki hættuna af neyslu þeirra ljósa, ekki með ýkjum og uppslætti heldur staðreyndum og reynslu þeirra, sem hafa lent í klóm þeirra og snúið aftur. Eiturlyf eru vandi löggæslunnar, en ekk- ert síður og jafnvel frekar heil- brigðisvandi. Ef til væri skyndi- lausn á vandanum hefði hún verið fundin, en eigi að takast að fækka fréttum með fyrir- sögnum á borð við „Tekin með kannabis“ þarf allt að koma saman, forvarnir, löggæsla og heilsugæsla. Stundum er eins og eiturlyf flæði yfir landið} Gegn eiturlyfjum Magnus Carlsener nýkrýndur heimsmeistari í skák. Hann er fyrsti Norður- landabúinn sem nær þessum merka áfanga. Raunar hefur þessi niðurstaða verið skrifuð í skýin frá því að hann kom fyrst fram á sjón- arsviðið sem undrabarn í skák- listinni. Síðustu árin hefur hann verið nær linnulaust í efsta sætinu á heimslista FIDE. Hefur verið vel fylgst með frama Carlsens og ljóst að hann á sér marga aðdáendur víðsvegar um heiminn, og lík- lega ekki hvað síst hér hjá skákþjóðinni íslensku. Ekki er hægt að segja annað en að Carlsen sé vel að titlinum kominn. Viðureign hans við Viswanathan Anand, ríkjandi heimsmeistara, byrjaði jafnt, en eftir því sem á leið tókst Carlsen að ýta Anand, sem fann sig ekki á heimavelli, í erfiðari og erfiðari stöður og kría út mikilvæga sigra. Þrátt fyrir yfirburði Carlsens í lokin verður heims- meistaraeinvígi hans við Anand lengi í minnum haft sem eitt hið skemmtilegasta í seinni tíð. Ekki verður frá Anand tekið að hann hefur verið einn af bestu skákmönnum heims um langa hríð. En enginn teflir betur en andstæðingurinn leyf- ir og Anand var ekki öfunds- verður af því verkefni að þurfa að verja titil sinn gegn Carl- sen. Carlsen er nú 22 ára gamall, jafngamall og Kasparov var þegar hann tryggði sér heims- meistaratitilinn. Tíminn einn getur leitt í ljós hvort heims- meistaratíð Carlsens verði jafnlöng og Kasparovs, en lík- legt er að Carlsen verði lengi í fremstu röð í skákheiminum og að taflmennska hans muni hér eftir sem hingað til vekja verð- skuldaða athygli. Einvígi Carlsens og Anand stóð undir væntingum} Nýr heimsmeistari Í gær voru 50 ár liðin frá því að John F. Kennedy var myrtur en líkt og rakið var í Morgunblaðinu af því tilefni eru menn ekki á eitt sáttir um hvort öll kurl séu komin til grafar hvað varðar dauða hans. Þegar kemur að samsæriskenn- ingum hafa þær er varða morðið á forsetanum unga verið meðal þeirra lífseigustu en þær hafa m.a. lagt ábyrgðina að fótum ýmissa afla innan bandaríska stjórnkerfisins, s.s. leyni- þjónustunnar CIA og hermálayfirvalda. Ef marka má samsæriskenningasmiði, sem fara mikinn í ákveðnum afkimum internetsins, hafa bandarísk stjórnvöld raunar æði margt misjafnt á samviskunni og ber þá fyrst að nefna aðra langlífa samsæriskenningu um að hylmt hafi verið yfir brotlendingu geimskips í Roswell í Nýju-Mexíkó 1947. Kenningarnar (þær eru margar og ólíkar) eru eitthvað á þessa leið: geimfar brotlendir, herinn finnur geimverur í flakinu og flytur í leynilega herstöð (Area 51) til rannsókna, stjórn- völd ákveða að þagga málið niður og segja að um einhvers konar rannsóknarbelg hafi verið að ræða, sem hrapaði og var sóttur. Og líkt og bandarísk stjórnvöld hafa grafið sannleikann um vitsmunalíf á öðrum plánetum í áratugi til að koma í veg fyrir múgskelfingu meðal jarðarbúa, voru tunglferð- irnar settar á svið til að blása mannfólkinu eldi í brjóst og skjóta kommunum ref fyrir rass í kapphlaupinu út í geim. Apollo-tunglfararnir lentu nefnilega aldrei á tunglinu, heldur voru myndirnar sem almenningur lét glepjast af teknar upp í kvikmyndastúdíói, ef marka má kenningasmiði. Bandaríski fáninn blakti þótt engir vindar blási á tunglinu, fótspor geimfar- anna voru ótrúlega vel mörkuð þrátt fyrir að engin raki væri í jarðveginum, það sjást engar stjörnur í bakgrunninum, og svo framvegis. Það er athyglisvert hversu víða stjórnvöld vestanhafs koma við sögu í skjalabunkum hinna einörðu efasemdamanna en bent hefur verið á að þau geti sjálfum sér um kennt, þar sem þau hafa ítrekað orðið uppvís að svikum og prettum. Það hefur verið talað um samsær- iskenningasmíðar sem þjóðarsport Banda- ríkjamanna, svo iðnir eru þeir við kolann, en rannsóknir við Westminster-háskóla á Eng- landi hafa sýnt fram á fylgni milli þesslags þankagangs og sterkrar tiltrúar til meg- inreglna lýðræðisins. Þetta hefur verið út- skýrt þannig að þar sem samsæri snúast oftar en ekki um einhvers konar vélráð gegn lýðræðisferlinu blómstri sam- særiskenningar í lýðræðissamfélagi. Þá hefur það gefið samsæriskenningum byr undir báða vængi þegar sérfræðingar hafa stigið fram og léð þeim trúverðugleika. Það á t.d. við um eina fyrirferðarmestu samsæriskenningu síðustu ára, sem gengur út á það að árásirnar á Tvíburaturnana og Pentagon 11. september 2001 hafi verið verk innanbúðarmanna. Sú kenning náði svo mikilli útbreiðslu að stjórnvöld sáu sig tilneydd að svara fyrir sig á opinberum vettvangi. Í fyrrnefndum af- kimum netsins má sjá að sú kenning lifir ekki síður góðu lífi en þær um morðið á Kennedy. holmfridur@mbl.is Hólmfríður Gísladóttir Pistill Langlífar samsæriskenningar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Eftirlitsdeild VMST samkeyrir atvinnuleysisskrá við upplýs- ingar sem hún fær frá Fangels- ismálastofnun í hverjum mán- uði og frá Vegagerðinni einu sinni til tvisvar á ári, en hún heldur utan um akstursheim- ildir einstaklinga til að aka leigubifreiðum. Mörg tilvik komu upp í fyrra þar sem ein- staklingar héldu áfram að þiggja bætur eftir að þeir hófu afplánun fangelsisvistar. Greiðslustofa atvinnuleys- istrygginga fékk upplýsingar um 31 einstakling í kjölfar samkeyrslu við gögn frá Fang- elsismálastofnun og enduðu 27 þessara mála með viðurlögum. Í fyrra voru í fyrsta skipti samkeyrðar upplýsingar við skrár Vegagerðarinnar og fengu 90 einstaklingar bréf í kjölfar þess að upplýsingar um ótilkynnta vinnu komu fram. 75 þeirra máttu sæta við- urlögum. Í afplánun en fengu bætur SAMKEYRSLUR VIÐ SKRÁR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.