Morgunblaðið - 23.11.2013, Síða 53

Morgunblaðið - 23.11.2013, Síða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2013 læra það Gunna mín að það er ekki hægt að vera alls staðar og fara allt.“ Ég er enn að læra það amma mín. Þau eru ansi mörg samtölin sem við höfum átt í gegnum árin og best var þegar við vorum tvær einar. Amma Jóhanna hafði einlægan áhuga á því hvernig gekk hjá mér þegar ég hóf kennslu. Hafði áhyggjur af því þegar hún heyrði að börnin væru óstýrilát við nýútskrifaðan kennarann og hét á bekkinn að ef þau reyndust mér vel myndu þau afi bjóða þeim öllum í heim- sókn austur í Haga. Það gekk eftir. Við ræddum mikið um bækur og hún lánaði mér og hvatti mig til að lesa ýmislegt sem hún hafði rætt um við mig. Þannig las ég ævisögu Jóns Steingríms- sonar eftir að hún rakti mig til hans. Fékk lánaða hjá henni Sögu Kolviðarhóls þegar hún vissi að ég ætlaði með nem- endur gangandi ofan af Heiði niður að Kolviðarhóli. Hún hafði gaman af því þegar ég var að segja henni af áhuga mínum á gömlu handverki, þegar ég lærði tóskap og nú síðast þegar ég saumaði peysufötin. Elsku amma Jóhanna, ég á þér svo margt að þakka. Þú varst til staðar þegar ég leitaði til þín, leiðbeindir mér með hluti sem skipta máli, kenndir mér að stoppa í sokka á rigningardög- um, baka pönnukökur og hundr- aðgrammatertuna. Það sagðir þú að væri nauðsynlegt að kunna þegar ég byrjaði að búa. Þú kenndir mér líka að drekka kaffi, með þinni einstöku blöndu þar sem kaffi, sykur og mjólk var nokkurn veginn í jöfnum hlutföllum. Svo varðstu hálfhissa þegar ég sleppti sykrinum nokkrum árum seinna. Síðustu árin eftir að við vor- um komin með sumarbústað úti í Giljum komum við reglulega til að drekka með þér kaffi með heimabakaða brauðinu þínu og við tókum stundum nýtt vínar- brauð með okkur handa þér. Þú varst alltaf jafnglöð að fá gesti. Síðasta kaffisopann drukkum við Jónsi með þér á Blesastöð- um þegar þú varðst 99 ára. Þú varst orðin þreytt og við fylgd- um þér inn í herbergi þar sem þú ætlaðir að leggja þig. Ég dáðist að því hve bein þú gekkst við stafinn þinn. Hafðu þökk fyrir allt amma mín. Guðrún Ásbjörnsdóttir. Elsku amma uppi. Þegar ég gekk upp til þín með sníkjuna þína fulla af mjólk, eins og þú kallaðir mjólk- urkönnuna, tókstu alltaf bros- andi á móti mér, annaðhvort við gluggann og horfðir yfir Þjórs- ána eða varst að horfa til Heklu, og ekki klikkaði það að maður fékk launaða ferðina með mola úr gullskálinni. Við eyddum líka mörgum tím- um saman úti við hið vanmetna starf í njólabaráttunni, þá vor- um við bæði úti á túni eða ofan í skurðum með lækjum. Njólann tíndum við síðan upp á kerru sem ég var búinn að setja aftan í nallann og keyrði ég með þig um allar trissur, úti á vegi eða hvar sem njólinn náði rótum. Það var oft sem þú sagðir þegar við keyrðum þjóðveginn – þar sem hvorugt okkar hafði bílpróf- ið – að hafa engar áhyggjur því þú værir með aldur fyrir okkur bæði. Margar ferðir var ég sendur upp til þín amma til að ná þér niður í mat, en oft fékk ég það svar að þeir sem gerðu ekki neitt þyrftu lítið að borða, þá varð ég að beita þig brögðum og þau voru annaðhvort að segja þér ekki hvað væri í matinn – þá var það forvitnin sem fékk þig til að kíkja – eða þá að ég sagði þér að koma allavega niður og spjalla við okkur meðan við vær- um að borða og aldrei klikkaði það að þér fannst þetta alltaf vera fínustu hugmyndir hjá mér og áður en þú vissir vorum við búin að tala ofan í þig mikið af smjöri og kartöflum og var því öllu skolað niður með mjólkinni beint frá kúnum – þeirri bestu í heimi. Þakka þér amma fyrir allar sögurnar, fyrir að vera með okk- ur á hátíðisdögum, allt sem þú kenndir mér um Haga og hvern- ig allt var gert í gamla daga, óteljandi stafla af pönnukökum, fyrir að hafa vakað yfir mér þeg- ar ég átti að sofa einn heima í fyrstu skiptin og ég gæti lengi haldið áfram. Guð og englarnir geymi þig. Kveðja, þinn Sigurður Kristmundsson (Siggi). Elsku amma uppi. Minningarnar streyma og um leið hugsanir. Ég gerði mér ekki grein fyrir hversu ótrúlega mikil áhrif þú hafðir á líf mitt fyrr en nú þegar ég sit hér og hugsa til baka. Það er svo skrítið að skrifa þessa grein, fyrir mér var þessi dagur svo fjarri þrátt fyrir að þú værir orðin þetta gömul. Þú sem smakkaðir aldrei vín og lést nægja að taka einn smók af síg- arettu allt þitt líf. Það er svo ótal margt sem ég gat talað um og rifjað upp með þér, elsku amma, allar þær stundir sem við rædd- um um námið, þú sagðir mér sögur og hjálpaðir mér með lær- dóminn, þú hafðir svo ótrúlega mikla þolinmæði. Ófáir tímar uppi hjá þér að læra dönsku og ekki skemmdi fyrir að þú varst alltaf með mola í gullskálinni eða bakaðir pönnukökur með miklum sykri, athyglin var aldrei eins góð við lærdóminn eins og hjá þér. Ó hvað ég á eftir að sakna volgu pönnukakanna þar sem sykurinn lak af þeim og auðvitað með alvöru ískaldri sveitamjólk, enda best í heimi. Amma, ég á öll bréfin enn sem þú sendir mér í þau skipti sem ég lagði land undir fót og dvaldi í einhvern tíma. Mér þótti óskap- lega vænt um að fá þau og sagði þér síðan alla ferðasöguna þegar ég kom aftur heim. Þú minntist reglulega á það við mig þegar þú, ég og Gulli fórum að gefa í fjár- húsinu þegar við vorum ekki há í loftinu. Ég átti að sjá um að gefa í gemsagarðann og gerði það víst eins og kóngurinn sjálfur, svo ég noti þín orð, en ég hafði þá slétt úr heyinu þannig að stráin mundu ekki stingast í augun á lömbunum. Ég var að reka augun í þetta kvæði þegar ég fletti í gegnum möppuna sem heitir „Sögurnar hennar ömmu“ sem þú skrifaðir, myndskreyttir og gafst mér fyrir meira en 20 árum. Ég skoða reglulega þessa möppu en þetta kvæði hefur alltaf farið framhjá mér þar til nú. Þér frjálst er að sjá, hve ég bólið mitt bjó, ef börnin mín litlu, smáu þú lætur í ró. Þú manst, að þau eiga sér móður. Og ef að þau lifa, þau syngja þér söng um sumarið blíða og vorkvöldin löng þú gerir það, vinur minn góður. (Þorsteinn Erlingsson) Vittu til, amma, ég mun halda upp á 130 ára sameiginlega af- mælið okkar á næsta ári eins og til stóð og það verða pönnukökur í boði, en því miður ekki þínar. Vertu sæl og blessuð. Valgerður Kristmundsdóttir. Ég veit eiginlega ekki alveg hvar ég á að byrja, því svo margt kemur upp þegar ég hugsa um hana frænku mína og það er allt gott. En það er allavega eitt sem ég get sagt og það er að Jóhanna er ein af flottustu konum sem uppi hafa verið og ein af fyr- irmyndum mínum. Það er henni að þakka að ég fékk fyrsta hest- inn minn, Kolbak, hefði hún ekki bjargað honum hefði hann farið beinustu leið í sláturhúsið. Jóhanna birtist á forsíðum blaðanna þegar hún var með körfubolta í hendi að skjóta í körfu úti í hlöðu þar sem hún fór daglega út með boltann og þá var hún 93 ára. Það var alltaf jafngaman að fara í heimsókn í Haga til Jóu að borða bestu pönnukökur í heimi, pönnukök- ur með miklum sykri og brauð með mjög miklu smjöri. Sumir vinir mínir muna eftir henni sem „konunni sem gerir góðu pönnukökurnar“. Hún kunni endalaust af ljóðum og hún leyfði okkur oft að heyra. Hún var alltaf með kíki úti í glugga og oft komum við að henni þar sem hún var að horfa yfir fal- legu ána sína, Þjórsá. Henni þótti mjög vænt um Þjórsá. Mér fannst hún eiginlega vera þriðja amma mín og mér þykir enda- laust vænt um hana og mun allt- af þykja endalaust vænt um hana. Ég man ekki eftir henni öðruvísi en hressri og kátri þrátt fyrir mjög háan aldur. Hún kunni að lifa lífinu allt að síðasta degi og það er nokkuð sem fáir geta. Það er margt sem fólk gæti lært af henni hvort sem það er köfubolti, pönnu- kökubakstur eða lífsreglurnar. Þessari konu verður seint gleymt. Ég er mjög þakklát fyrir það að hafa fengið að sjá hana svona hressa á 99 ára afmælisdaginn sinn og líka mjög þakklát fyrir það að hún hafi ekki þurft að þjást og ég veit að hún er á góð- um stað núna, og fær að hitta fjölskylduna sína, hestana sína Létti og Neptúnus og alla sem hún hefur hlakkað til að hitta. Einhvern tíma hittumst við tvær aftur og ég hlakka til þess. Iðunn Pálsdóttir. Jóhönnu frænku minni í Haga kynntist ég ekki að ráði fyrr en ég var fullorðin og hún komin á efri ár. Ekki bjóst ég við því þá að við ættum eftir að eiga löng og góð kynni. Enda óalgengt að fólk lifi í heila öld, og haldi and- legri reisn og skarpri hugsun alla tíð. Og hún frænka mín var merkiskona. Með mesta móti fé- lagslynd, eldhugi, dugnaðarfork- ur, hugsjónakona og eftir minni vitund á hún Íslandsmet í æðru- leysi, sem hún hefur hvað eftir annað slegið sjálf. Hún var sterkur persónuleiki, nokkuð ráðrík og ströng bindindiskona fyrir sína hönd og annarra. Í gamla daga þótti frænkan, sem var löngu flutt frá Hamars- heiði, óárennileg til viðkynning- ar vegna annríkis. Á stórbúi hennar og Haraldar í Haga var mikið umleikis. Margmenni og oft aukakarlar í mat. Jóu man ég raulandi í eldhúsinu, undir hástemmdu tali úr borðstofunni. Stundum kom Hagafólkið að Hamarsheiði til aðstoðar við bú- skapinn, þá var dugnaður mikill og best að þvælast ekki fyrir. Árin liðu og fólki fækkaði í Haga. En myndarskapur hélst og Hagahjón sýndu höfðings- skap þegar þau tóku Ingu á Hamarsheiði dauðveika inn á heimili sitt og hlúðu að henni af hlýju síðustu mánuðina sem hún lifði, þótt sjálf væru komin um áttrætt. Þá kynntist ég þessari fullorðnu frænku. Við yngri systurnar á Hamarsheiði höfð- um átt miklu frænkuláni að fagna í æsku og áttum síst von á að skarð þeirra eldri yrði fyllt. En þarna var komin enn ein öndvegisfrænkan. Saman vökt- um við yfir Ingu síðustu nætur í lífi hennar og Jóa rifjaði upp líf- ið í Haga, vonir og væntingar sem rættust eða ekki. Smáatriðin þvældust ekki fyr- ir, lífið var margbrotið, en vilj- inn til að gera vel það sem þurfti allsráðandi. Úrlausnarefn- in hefðu orðið minni persónu um megn en Jóhanna stóð allt af sér. Þungt heimili aftraði henni ekki frá að taka þátt í félagslífi, ferðast um á hesti eða bíl, rétta hjálparhönd, lesa og fræðast og halda dagbækur um allt sem gerðist. Hún sá eftir að hafa ekki komist til náms og að hafa ekki lært á bíl. Vildi vera sjálfstæð, enda jafnréttissinni. Vildi eiga jafna möguleika og karlarnir til að upplifa, ferðast og stjórna, líka utan heimilisins. Ferðasög- ur, réttindabarátta og frásagnir af sterkum konum voru henni að skapi. Hún var náttúruverndar- sinni og í baráttu fyrir verndun Þjórsár var hún staðfastari en flestir. Lífsgleði, áhugi, jafnaðargeð og ánægja af samveru við alla sem hún kynntist á langri lífs- leið gerði hana að höfðingja. Þótt áföll bæri að bugaðist hún aldrei. Ekkert var henni fjær en að kvarta yfir eigin líðan eða að- stæðum. „Fegurðin er algjör“ sagði hún þegar við hringdumst á og ég sé hana fyrir mér hnar- reista í hvítu skyrtunni, með sunnudagsnæluna, standa við gluggann og horfa á sólina yfir Þjórsá. Hún var næm á hvenær við- mælandinn hafði tíma til að ræða fegurðina við Þjórsá. Ef ekki lauk símtalinu jafnsnagg- aralega og það hófst. „Blessi þig“ sagði hún þá og það sama segi ég núna. Blessi þig, Jó- hanna frænka mín í Haga. Björg Eva Erlendsdóttir, frænkur og fjölskylda frá Hamarsheiði. Vorið 1956 stigu 34 ungir Danir á íslenska grund. Þeir höfðu verið ráðnir af Búnaðar- félagi Íslands til að starfa við landbúnað. Ungu mennirnir dreifðust um sveitir landsins og ætlunin var að dvelja á Íslandi í sex mánuði. Ég var einn þessara manna og var svo heppinn að lenda í Haga í Gnúpverjahreppi. Þar bjuggu hjónin Jóhanna Jóhanns- dóttir og Haraldur Georgsson, dóttir þeirra sjö ára, fjórar stjúpdætur Jóhönnu, á aldrinum þrettán til nítján ára, og Mar- grét tengdamóðir Haraldar. Strax á fyrsta degi varð ég hluti af fjölskyldunni í Haga. Á Ís- landi var enginn stéttamunur, húsbændurnir og öll fjölskyldan borðaði með vinnufólki og bíl- stjórum. Þetta var nýtt fyrir mér, slíku hafði ég ekki kynnst í Danmörku. Ég á ekkert annað en góðar minningar frá þeim 35 árum sem Jóhanna og Haraldur voru húsbændur mínir. Þessir sex mánuðir eru orðnir að nær sex áratugum hér á landi. Ég þakka Jóhönnu góða sam- fylgd í öll þessi ár og votta fólk- inu hennar samúð mína. Knútur Jóhannesson. Kveðja frá Sól á Suðurlandi Jóhanna í Haga í Þjórsárdal lét sitt ekki eftir liggja í barátt- unni fyrir verndun Þjórsár. Hár aldur aftraði henni ekki frá að mæta á fundi og ýmsar uppá- komur sem skoðanasystkini hennar stóðu fyrir til verndar ánni. Hún fylgdist með og sendi inn athugasemdir í formlegum ferlum vegna virkjanahugmynda í Þjórsá og skrifaði greinar um málið. Þjórsá, sem hún hafði fyrir augum í tæpa öld og búið á bökkum hennar í hartnær sjö áratugi, var henni kær og hún gat ekki hugsað sér að henni yrði spillt og landslagi sveitar- innar raskað gróflega. „Sú feg- urð verður ekki bætt með ein- hverjum aurum. Það er mikið vald sem fáeinir gróðahyggju- menn taka sér,“ sagði hún. Jó- hanna hafði skömm á græðgi og spillingu og stóð við hugsjónir sínar til hinstu stundar. Með virðingu og þökk kveðj- um við okkar elsta félaga og sendum ástvinum hennar sam- úðarkveðjur. Guðfinnur Jakobsson. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is útfararstjóri útfararþjónusta Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson Frímann Andrésson útfararþjónusta Jón Bjarnason útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir uðmundur Baldvinsson útfararþjónusta G Þorsteinn Elíasson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST ✝ Þökkum einlægan hlýhug og stuðning við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU GUÐFINNU MARÍU ÁGÚSTSDÓTTUR, sem lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 12. október. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Droplaugarstaða fyrir frábæra umönnun sem einkenndist af virðingu og kærleika. Guð geymi ykkur öll. Svava Jóhannesdóttir, Alda Lára Jóhannesdóttir, Halldór Klemenzson, Jóhanna María, Þórunn Ágústa, Ella og Anna Lillý. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elsku yndislega sonar okkar, bróður og frænda, HELGA RAFNS OTTESEN. Sérstakar þakkir færum við séra Valgeiri Ástráðssyni fyrir ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Guð veri með ykkur öllum. Þórhallur Ottesen, Elín Margrét Jóhannsdóttir, Valdís Ósk Ottesen, Alexander Helgi Ottesen. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna fráfalls ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÞÓREYJAR GÍSLADÓTTUR, Dalbraut 14, Reykjavík. Jón Bjarni E. Stefánsson, Elís E. Stefánsson, Sigríður Albertsdóttir, Jóna Gísley E. Stefánsdóttir, Geirmundur Geirmundsson og fjölskyldur. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, bróður, mágs og frænda, BENEDIKTS G. LEÓSSONAR, Mýrarvegi 111, áður Lögbergsgötu 5, Akureyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyflæknisdeildar Sjúkrahúss Akureyrar fyrir frábæra umönnun og einstaka hlýju. Fyrir hönd stórfjölskyldunnar, Ásta Alfreðsdóttir, Jóh. Pétur Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.