Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 38
 Viðey er 1,7 km² stór eyja í Kolla- firði, rétt utan Reykjavíkur. Talið er að byggð hafi hafist í eyjunni fljót- lega eftir landnám, en þar hefur enginn haft fasta búsetu í áratugi. Fyrrverandi íbúi í eyjunni segir möguleika eyjarinnar ekki vera nýtta sem skyldi. Mikil umsvif voru í Viðey á fyrstu áratugum 20. aldar, en þá var Millj- ónafélagið svonefnda umsvifamikið í útgerð. Í tengslum við það mynd- aðist um 100 manna þorp á austur- hluta eyjarinnar og fyrsta hafskipa- höfnin við Faxaflóa var í Viðey. Byggð lagðist af í eyjunni um 1943. Örlygur Hálfdánarson bókaútgef- andi fæddist í Viðey árið 1929 og ólst þar upp til 12 ára aldurs. „Lík- lega var ég síðasta sveinbarnið sem fæddist þar. Ég fæddist í húsi sem var byggt úr brakinu úr Kútter Ingv- ari sem fórst skammt undan Viðey í ofsaveðri árið 1906. Ég gekk þarna í skóla, Viðeyjarskóla, sem var útibú frá Mýrarhúsaskóla, en eyjan til- heyrði þá Seltjarnarnesi.“ Leggur rækt við æskuslóðir Örlygur hefur alla tíð lagt rækt við bernskuslóðirnar í Viðey og hefur verið í forystusveit Viðeyingafélags- ins ásamt eiginkonu sinni Þóru og syni þeirra Matthíasi. Félagið er fé- lagsskapur brottfluttra eyjaskeggja og hefur aðsetur í gamla vatns- geyminum í eyjunni. Honum er annt um eyjuna og segir hana bjóða upp á ótal möguleika, sem fæstir séu nýttir í dag. „Viðey gæti sem best orðið að mikilli safnaeyju og útivist- arparadís. En til þess að það mætti gerast þyrfti að halda betur utan um málefni eyjarinnar og að þau væru öll á einni hendi sem gæti mótað framtíðarstefnu fyrir Viðey,“ segir Örlygur. Hann segir að á eyjunni séu merkar minjar frá búsetu og þeirri umfangsmiklu starfsemi sem þar var. Þessum minjum þurfi að sinna betur. Eyjan er ómótaður gimsteinn „Ég myndi vilja sjá veg Viðeyjar meiri, ekki bara eyjarinnar sjálfrar vegna heldur myndu Reykvíkingar og aðrir landsmenn njóta góðs af. Ég held að ég sé ekki að taka of djúpt í árinni þegar ég fullyrði að Viðey sé ómótaður gimsteinn. Þarna er besta útivistarsvæði borgarlandsins og ná- grennis og það er enginn vandi að koma þar upp ýmiss konar aðstöðu. En núna má t.d. ekki tjalda í eyj- unni.“ Reykjavíkurborg eignaðist Viðey alla árið 1986, með Viðeyjarstofu og kirkjunni og var það gjöf ríkisins til borgarbúa á 200 ára afmæli borgar- innar. Í eyjunni eru tvö útilistaverk heimsþekktra listamanna, Friðarsúla Yoko Ono og verkið Áfangar eftir Richard Serra. Af og til hafa komið upp hug- myndir um að byggja íbúðahús í Við- ey. Spurður um hvernig honum lítist á slíkar fyrirætlanir segir Örlygur þær vera honum lítt að skapi. „Ég get ekki séð að það sé þörf á að leggja eyjuna undir byggð. Það er nægt land uppi á fastalandinu. En það þarf að nota eyjuna meira.“ Síðasta sveinbarnið sem fæddist í Viðey Morgunblaðið/Ómar Vetur í Viðey Eyjan er í eigu Reykjavíkurborgar. Þorpið í Viðey fór í eyði árið 1943. Örlygur Hálfdánarson REYKJAVÍK DAGA HRINGFERÐ 38 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Hundrað ár eru frá því að hafist var handa við gerð gömlu hafnarinnar í Reykjavík, en að sögn Gísla Gíslasonar, hafnarstjóra Faxa- flóahafna, var um eitt stærsta fjárhags- og verkfræðilega verkefni þess tíma að ræða. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og reka Faxaflóahafnir í dag nokkrar hafnir, þar af tvær í Reykjavík, gömlu höfnina og Sundahöfn. Gísli segir að starfsemi Faxaflóahafna, sem tóku til starfa árið 2005, skiptist í tvennt. „Þetta er annars vegar skipaþjónusta, sem snýr að móttöku skipa og aðstöðu fyrir skip- in, og hins vegar þróum við land fyrir at- vinnustarfsemi sem tengist hafnarstarfsem- inni,“ útskýrir hann. Margt hefur breyst á síðustu árum Gísli segir margt hafa breyst síðan hann kom fyrst að hafnarmálum árið 1987 og sér í lagi frá því að hann tók við starfi hafn- arstjóra árið 2005. „Hvað varðar gömlu höfn- ina hefur hún lifnað við og þróast seinustu ár, til dæmis með tilkomu Hörpu, verbúðanna og Sjávarklasans á Granda. Við höfum einnig þurft að taka tillit til fleiri sjónarmiða en áð- ur vegna þess að almenningur hefur und- anfarin ár fengið aukinn áhuga á gömlu höfn- inni. Við reynum að mæta eðlilegum óskum um aðgengi almennings að svæðunum.“ Hann nefnir að Sundahöfn hafi þróast hægar en að mikilvægt sé að hún haldi áfram að gegna hlutverki megingáttar Íslands í inn- og útflutningi. „Stærsta framkvæmdin þar á næstu misserum er bygging nýs hafnarbakka utan Klepps,“ segir hann. Gísli segir að tekið sé að jafnaði á móti 1.400 til 1.500 skipum, sem séu yfir 100 brúttótonn að þyngd, á hverju ári „Brúttótonnafjöldinn hefur aukist verulega síðustu þrjú til fjögur ár og hefur aukist um tvær milljónir. Það tengist fyrst og fremst skemmtiferðaskipunum.“ Hann nefnir að ferðatímabilið sé tekið að lengjast og að nú sé von á skemmtiferðaskip- um í mars og apríl, en skipafélög og ferða- skrifstofur eru farin að bjóða upp á vetr- arferðir í meira mæli en áður. „Hafnirnar eru afar mikilvægar fyrir höfuðborgina, sögulega, menningarlega og ekki síst atvinnulega,“ en hann segir að á fjórða þúsund manns starfi við hafnirnar. Hafnirnar í Reykjavík sögulega mikilvægar  Á fjórða þúsund manns starfa við hafnirnar  Von er á skemmtiferðaskipum í marsmánuði Morgunblaðið/RAX Skip Komum skemmtiferðaskipa hingað til lands hefur fjölgað mjög undanfarin ár. Morgunblaðið/Kristinn Reynslumikill Gísli Gíslason hefur lengi haft áhuga á höfnum og skipum en hann kom fyrst að hafnarmálum árið 1987. Frá árinu 2005 hefur hann gegnt starfi hafnarstjóra Faxaflóahafna. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Hinn 22. apríl 1986 ákvað borg- arráð Reykjavíkur að ráðast í gerð húsdýragarðs í Laugardal. Fram- kvæmdir hófust þremur árum seinna og garðurinn var opnaður við hátíðlega viðhöfn 19. maí 1990. Húsdýragarðurinn hefur frá upp- hafi notið mikilla vinsælda en á veturna sækir fjöldi skólakrakka dýrin heim. Þegar blaðamanni varð á að spyrja hversu mikið af skólabörnum heimsækti garðinn, frekar en hversu mörg, fengust þau svör hjá Tómasi Óskari Guð- jónssyni, forstöðumanni garðsins, að það væru um 3 tonn á dag, mið- að við þrjá bekki á dag, 25 nem- endur í bekk, sem hver vægi 40 kg. „Fyrirkomulag kennslunnar er þannig að kennarar bóka fyrirfram dag og tíma hjá fræðsludeild garðsins. Allir árgangar alls staðar af landinu koma, allt frá leikskóla til háskóla, til að sinna sínum verk- efnum og rannsóknum. Vinsælustu námskeiðin eru fyrir 11 ára börn, svokallaðir vinnumorgnar en þá mæta börnin snemma morguns og læra að vinna eins og bændur og dýrahirðar við hirðingu skepnana morgunlangt. Rúmlega 6.000 nem- endur tóku þátt í skipulagðri kennslu eða námskeiðum í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn árið 2012. Í ár stefnir í að 8.000 nem- endur komi og ber að þakka þá aukningu samstarfssamningi milli Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og Skóla- og frístundasviðs Reykja- víkur,“ segir Tómas. Hjálpa villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum Að sögn Tómasar eru flestar dýrategundirnar fóðraðar tvisvar á dag, snemma morguns og í eft- irmiðdaginn. „Sumu ungviði þarf líka að gefa á næturnar. Dýrin éta nægju sína en vel er fylgst með hvað og hve mikið þau éta og fóðr- ið vigtað,“ segir hann. Sem dæmi má nefna að selirnir éta 14 kg af síld á dag, eða rúm 5 tonn á ári, og á hverjum degi eru skepnunum gefin 175 kg af heyi. Auk þeirra dýra sem eiga var- anlegt heimili í garðinum, dvelja þar stundum önnur dýr til lengri eða skemmri tíma. „Í garðinum er starfrækt samvinnuverkefnið „Villt dýr í hremmingum“ með dýra- læknum, Náttúrufræðistofnun Ís- lands og MAST. Markmiðið er að aðstoða villt dýr sem lent hafa í hremmingum til að komast heil aftur í náttúruna. Það eru næstum alltaf dýr hjá okkur vegna þessa, mismunandi tegundir. Einna algengast er að við tök- Fá þúsundir skóla- barna í heimsókn árlega  Enginn vetrardvali í Húsdýragarðinum  14 kg af síld á dag Morgunblaðið/Kristinn Matartími Selirnir í Húsdýragarðinum eru fjórir og éta 5 tonn af síld á ári. Heimsókn Þúsundir skólabarna heimsækja garðinn á hverju ári. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.