Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 49
49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Tekið til hjá ráðherra Sænska stúlkan Terese Johansson hefur komist að því að störfin í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal eru af ýmsum toga. Kristinn Sameiningar og aukin miðstýr- ing eru engin töfraorð. Það get- ur falið í sér ýmsa kosti að vera „smár og knár“. „Smæð“ og fá- menni eiga við Ís- land allt. Sú „hagræðing“ sem felst í því að leggja niður stofnanir, sameina eða færa stjórnun þeirra úr héraði getur auðveldlega snúist í öndverðu sína, fært kostn- aðinn á íbúana og veikt þjón- ustuna og verkefni stofn- ananna. Mér verður hugsað til Hólaskóla, Háskólans á Hól- um, sem hefur vaxið og dafn- að á síðustu áratugum. Einn helsti lykillinn að vel- gengni skólans er einmitt sjálfstæði hans sem hefur gert skólanum kleift að starfa á sínum eigin for- sendum. Yfir 260 nemendur stunda nú reglubundið nám við skólann auk fjölda nám- skeiða. Ítrekað hafa komið fram hugmyndir um að svipta hann sjálfstæði, fella undir aðrar stofnanir fyrir norðan eða sunnan. Sem betur fer hefur því ávallt verið vísað á bug. Enn er uppi umræða í þá veru. Staðreyndin er hins- vegar sú að í krafti sjálf- stæðis hefur hann sótt fram, styrkt stöðuna og breikkað verkefnasviðið með samn- ingum við bændur, fyrirtæki, einstaka háskóla og rann- sóknastofnanir hérlendis sem erlendis. Samvinna og samstarf hefur verið hans að- alsmerki. Í nýlegri alþjóðlegri gæða- úttekt á starfsemi skólans voru þessi atriði einmitt tí- unduð sem einstæður styrk- ur hans. Sjálfstæði frumkvæði, sveigjanleiki og mikil nánd við nærumhverfið og atvinnugrein- arnar er algjör forsenda þess að minni mennta- stofnanir geti svarað kröfum tímans og staðist þeim stærri og þungskreiðari snúning. Þetta hefur Hólaskóla tekist vel líkt og öðrum minni sjálfstæðum menntastofnunum, s.s. á Bif- röst og Hvanneyri. Aukin samvinna í stað útibúastefnu Það er mjög mikilvægt að hafa í huga styrkinn sem sjálfstæðið gefur, þegar rætt er um skipulagsbreytingar eða hagræðingu einkum á landsbyggðinni. Sannleik- urinn er sá að útibúa- hugmyndin í uppbyggingu stofnana út um hinar dreifðu byggðir er mjög brothætt. Sú hætta fylgir ósjálfstæðum útibúum að þau verði oln- bogabörn í fjölskyldu ann- arra stærri stofnana, sem all- ar hafa fastar hugmyndir um eigin vöxt og viðgang. Útibúin, fjarlægustu deild- irnar, munu ávallt mæta af- gangi. Hinsvegar þurfa menntastofnanir sem aðrar á landsbyggðinni stöðugt að styrkja og efla fjölþætt sam- starf við aðrar á sama vett- vangi. Það hafa landbún- aðarháskólarnir gert og þeir hafa verið í forystu fyrir auknu samstarfi meðal há- skólanna í landinu m.a. í gegnum Net opinberra há- skóla. Heim að Hólum Hólar í Hjaltadal er eitt elsta mennta- og menning- arsetur landsins. Þar ómar sagan við hvert fótmál. Sam- búð kirkju og skóla er með ágætum. Sérhæfðar náms- brautir skólans hafa dafnað og skilað samfélaginu mennt- uðu fólki sem hefur átt drjúg- an þátt í því að byggja upp og treysta í sessi nýjar atvinnu- greinar. Ég nefni ferðaþjón- ustu, hrossarækt og reið- mennsku, fiskeldi og vatnavistfræði. Hólar eru jafnframt einn af vinsælustu ferða- mannastöðum á landinu, sögu- og menningarsetur. Gæfa og styrkur Hóla í Hjaltadal er sjálfstæði og ábyrgð heimamanna. Bundið er í lögum bæði fyrir skóla og biskupssetur að rektor Hóla- skóla og vígslubiskup Hóla- stiftis búi á Hólum. Rekt- orinn er jafnframt staðarhaldari utan hins kirkjulega. Þessi skipan hef- ur reynst farsæl og sjálfsögð. Hólaskóli mun ekki lifa og dafna sem annexía fjarlægra stofnana. Þetta get ég vel sagt sem skólastjóri Hóla- skóla í hartnær 20 ár og síðan þingmaður og ráðherra. Ég þekki því vel þessa umræðu frá mörgum hliðum. End- urreisn Hólaskóla 1981 var mikið átak. Hólar í Hjaltadal áttu þá góða talsmenn á þingi og í ríkisstjórn. Ég nefni sér- staklega þá Pálma Jónsson á Akri og Ragnar Arnalds. Með samstilltu átaki var Hólaskóli endurreistur og hann gegnir í dag afar mik- ilvægu hlutverki í rann- sóknum, kennslu og ráðgjöf á sínum sérsviðum. Hólastaður býður nú sem fyrr alla vel- komna „Heim að Hólum“. Stöndum vörð um Hólaskóla og Hólastað. Eftir Jón Bjarnason »Útibúahug- myndin í upp- byggingu stofnana út um hinar dreifðu byggðir er mjög brothætt. Jón Bjarnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra og skólastjóri á Hólum í Hjaltadal. Hólaskóli – Háskólinn á Hólum í Hjaltadal Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að- alskipulag Reykja- víkur 2010-2013. Skipulagið hefur verið í vinnslu síð- an 2006 og liggur mikil vinna á bak við svona sam- þykkt. Sá skuggi hvílir yfir að ekki var komið til móts við 70 þús- und undirskriftir til stuðn- ings flugvellinum í Vatns- mýri, auk fjölda annarra athugasemda sem fram komu. Afdráttarlaus skilaboð borgarstjórnar í þessu skipu- lagi eru að íbúarnir eiga að aðlaga sig að borginni, en ekki að borgin aðlagi sig að þörfum og búsetu íbúanna. Sem dæmi má nefna, að gert er ráð fyrir því að fjölga áfram störfum í vesturborg- inni þar sem 80% starfanna er að finna, í stað þess að fjölga störfum í austurborg- inni, þar sem meirihluti fólks- ins býr. Rómantískar hug- myndir um bíllausan lífsstíl eru frábærar fyrir þá sem það kjósa, en það er ekki skynsamlegt að ætla að þröngva því upp á fjöldann með valdi í krafti skipulags. Áherslurnar eru því meira óskalisti og draumsýn borgarfulltrúanna heldur en þarfir og væntingar fólksins. Yfirbragð skipulagsins verð- ur því eins og hér sé um að ræða hverfisskipulag borg- arfulltrúa, en ekki að- alskipulag höfuðborgar Ís- lands. Ef við skoðum helstu stefnumál aðalskipulagsins, þá eru þau eftirfarandi: Flugvöllurinn fari og íbúa- byggð rísi í Vatnsmýrinni, ásamt fyrirtækjum á sviði rannsókna, vísinda og heil- brigðisþjónustu. Einungis verði byggt á þétting- arsvæðum. Lögð verði áhersla á vistvæn- ar samgöngur og þrengt að bílaum- ferð. Hætt við íbúðahverfi í Úlf- arsárdal. Hætt við landfyllingar. Há- hýsi verði ekki heimiluð „nema að ákveðnum kröfum og skilyrðum upp- fylltum“. „Óþrifa- legum“ iðnaði fundinn staður ut- an Reykjavíkur. Eins og fram kemur ein- kennist grunntónninn í skipu- laginu af snobbi fyrir lífsstíl sem hentar sumum en ekki öllum og jafnvel hroka gagn- vart öðru en þeim pólitíska rétttrúnaði sem ríkir innan borgarstjórnar um þessar mundir. Það góða í þessu skipulagi er hins vegar, að það er unnið á grunni gild- andi skipulags sem lagði grunn að vistvænni hug- myndafræði í aðalskipulagi og uppbyggingu atvinnusvæða í austurborginni. Þess vegna er hægt að laga skipulagið og bæta, án þess að kollvarpa allri vinnunni. Þær breytingar sem þarf að gera til þess að sátt náist um aðalskipulagið eru eft- irfarandi: Flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og þeim fyr- irtækjum sem átti að koma fyrir þar verði fundinn staður austar í borginni. Lögð verði áhersla á þéttingu byggðar á Lýsisreitnum, Héðinsreitnum, hafnarsvæðinu og Laugavegs- reitunum. Þéttingarsvæði í austurhlutanum geri ráð fyrir atvinnulóðum. Áherslur á vistvæna umferð verði unnar með fólkinu í borginni, en ekki með skipulögðum hindr- unum fyrir akandi umferð. Úlfarsárdalurinn verði byggð- ur, en skipulagi breytt með tilliti til ungs fólks og mis- munandi byggingasamvinnu- félaga. Sú ákvörðun að taka landfyllingar út af að- alskipulagi byggist á van- þekkingu á byggingariðnaði. Svæði til að taka við jarðvegi og grjóti er jafn mikilvægt í borgum og frárennsli er í húsum. Hugleiðingar um bann við háhýsum þarf að út- færa með vandaðri hætti svo hægt sé að taka mark á slíku. Slíkt bann eða takmarkanir eiga frekar við í deiliskipu- lagsvinnu á tilteknu svæði en í aðalskipulagi. Svokölluðum „óþrifalegum“ iðnaði, sem svo er kallaður í aðalskipulaginu, þarf að koma fyrir innan borgarmarkanna og ganga frá slíkum svæðum svo að sómi sé að. Ákvörðun um að vísa slíkri starfsemi til ná- grannasveitarfélaganna, eða svo langt í burtu að hug- myndin um vistvænar sam- göngur falli um sjálfa sig, dæmir sig sjálf. Nú fer aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2013 til umsagnar hjá Skipulags- stofnun og þaðan til umhverf- isráðherra til staðfestingar. Engum blöðum er um það að fletta að ríkisstjórn, sem setti það inn í stjórnarsáttmála sinn að miðstöð innanlands- flugsins yrði áfram í Vatns- mýrinni, mun aldrei geta staðfest þetta skipulag eins og það hefur verið kynnt. Það er því tvennt í stöðunni; að breyta tillögunum eða þá að kjósa um aðalskipulagið í kosningunum í vor. Eftir Óskar Bergsson »Ríkisstjórn, sem setti það í stjórnarsáttmálann að miðstöð innan- landsflugsins yrði áfram í Vatnsmýr- inni, mun aldrei geta staðfest þetta skipulag. Óskar Bergsson Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Aðalskipulag einsleits hóps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.