Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Í Morgunblaðinu 12. nóvember sl. komu fram ákaflega und- arleg sjónarmið Jóns Agnars Ólasonar um ólöglegt tálbeitueft- irlit Hafnarfjarð- arbæjar, sem beinist að söluaðilum tóbaks í Hafnarfirði. Mér þyk- ir rétt að fram komi sjónarmið kæranda (undirritaðs) í þessu máli eftirfar- andi: „Það að gefa í skyn að kaupmenn séu í sífellu að selja unglingum, undir 18 ára aldri, tóbak er lág- kúrulegur málflutningur hjá Árna Guðmundssyni, fyrrverandi æsku- lýðs og tómstundafulltrúa Hafn- arfjarðarkaupstaðar. Það er ætlast til að kaupmenn fari að lögum og ég fullyrði að meirihluti þeirra ger- ir sitt besta í þeim efnum. Hið sama á að gilda um embættismenn bæjarins fyrrverandi og núverandi. Í tilfelli Hafnarfjarðar er það lög- bundið hlutverk Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis að framfylgja tóbaksvarnarlögum, ekki forvarnarfulltrúa á vegum ÍTH. Hlutverk forvarnarfulltrúa hlýtur að felast í forvörnum, fræðslu og kynningu eins og starfs- heitið gefur til kynna, fremur en að stunda nornaveiðar. Tálbeitunotkun er lögregluaðgerð og ekki verður séð skv. áliti merkra lögmanna að hún þjóni nokkrum til- gangi öðrum en ofsóknum og hræðsluáróðri utan þess kostnaðar sem hún hefur fyrir bæjarfélagið. Formlegt samþykki foreldra eða forráðamanna er algerlega mark- laust. Vel er skiljanlegt að það svíði undan áliti merkra lögmanna um lögmæti þessara kannana (tálbeitu- eftirlits). Fullyrðing Árna um að lögmæti umræddra kannana hafi farið fram er vafasöm og fróðlegt væri að vita hvar eða hverjir hefðu lagt blessun sína yfir meint lögbrot. Fullyrðing um að ÆTH nú ÍTH hafi aldrei lagt upp með kannanirnar eða til þeirra stofnað, sem grunns að ákæru í dómsmáli með tilheyrandi umstangi, heldur ekki vatni. Vísað er í eftirlitsskýrslu Heilbrigðiseft- irlits Hafnarfjarðar og Kópavogs- svæðis dags. 28/1 2004 en þar segir orðrétt: „Ef um ítrekað brot er að ræða getur það leitt til afturköll- unar tóbakssöluleyfis. Einnig getur það haft í för með sér aukna tíðni eftirlits.“ Einnig vegna sama atviks erindi frá heilbrigðiseftirlitinu, í framhaldi af erindi forvarn- arnefndar Hafnarfjarðar, dags. 9. júní 2004 segir: „Tekið er fram að brot samkvæmt 8. gr. laganna varð- ar leyfissviptingu með undangeng- inni áminningu.“ Ef svona rík þörf er á eftirliti með kaupmönnum sem selja tóbak í Hafnarfirði gildir þá ekki það sama um þá aðila sem selja samskonar vöru í öðrum sveitar- eða bæjar- félögum? Er ekki full ástæða til að virða jafnræðisreglu stjórnarskrár- innar. Hið sama má segja um aðra leyfisskylda vöruflokka, t.d. öl og áfengi. Hvernig stendur forvarnar- fulltrúi Hafnarfjarðar sig í þeim efnum? Ég segi fyrir mitt leyti að ég hafna hugmyndafræði Machiavellis þar sem rauði þráðurinn er „til- gangurinn helgar meðalið“. Ég tel meira virði að lögin fái að ráða fremur en valdið bert“. (grein í Fjarðarpóst- inum 16. maí 2013). Á málfundi í Háskól- anum í Reykjavík, sem haldinn var í mars sl. svöruðu frummæl- endur fyrirspurn frá undirrituðum um lög- mæti tálbeitunotkun á þennan veg: „Brynjar Níelsson hæstaréttar- lögmaður benti á að það myndi líklega ekki halda vatni að svipta hann tóbakssöluleyfinu. Karólína Finnbjörnsdóttir, sem skrifaði meistararitgerð sína við HR, um tálbeitur, tók undir málflutning Brynjars og bæði sammæltust þau um að Hafnarfjarðarbær beitti þarna tálbeitum á ólögmætan hátt. Fyrir það fyrsta bentu þau á að reglur um tálbeitur ættu aðeins við um lögreglumenn. Unglingar í Hafnarfirði falli sannarlega ekki undir þá skilgreiningu og sé þar með ekki byggt á þeim upplýs- ingum sem tálbeiturnar afla. Þá er vísað í reglur lögreglunnar um notkun tálbeita en þar segir: Rann- sóknarúrræðum samkvæmt reglum þessum verður ekki beitt ef það kallar fram refsiverða háttsemi sem ella hefði ekki verið framin. Þetta ákvæði má túlka þannig að þar sem verslunarmaðurinn býður ekki ung- lingunum tóbak að fyrra bragði heldur kalla þau fram hina refsi- verðu háttsemi er aðgerðin ólög- mæt.“ (úrdráttur úr frétt mbl.is þann 26.3.2013) Að lokum: Sú staðhæfing að sölu- aðilar séu látnir vita um yfirvofandi eftirlit með skömmum fyrirvara er einfaldlega röng. Hvert er síðan hlutverk foreldra, uppalenda og for- varnarfulltrúa, snýst það fyrst og fremst um að finna sökudólga eða blóraböggla? Er það rétt uppeldis- aðferð að etja börnum í að brjóta lög? Fyrir hverja eru lögin? Innan- ríkisráðuneytið beindi þeim til- mælum til Hafnarfjarðarbæjar að farið yrði að lögum. Eftir Sigurð Lárusson Sigurður Lárusson » Sú staðhæfing að söluaðilar séu látnir vita um yfir- vofandi eftirlit með skömmum fyrirvara er einfaldlega röng. Höfundur er kaupmaður. Af tálbeitum og tóbakssölum - með morgunkaffinu 2 AF HVERJUM 5 HAFASAFNAÐFYRIR FERÐALAGI STEFNIR - SAMVAL STEFNIR – SAMVAL VERÐÞRÓUN 100 1 9 9 6 1 9 9 7 1 9 9 8 1 9 9 9 2 0 0 0 2 0 0 1 2 0 0 2 2 0 0 3 2 0 0 4 2 0 0 5 2 0 0 6 2 0 0 7 2 0 0 9 2 0 1 0 2 0 1 1 2 0 1 2 2 0 1 3 2 0 0 8 200 300 400 500 600 700 800 ÁRLEG NAFNÁVÖXTUN Blandaður fjárfestingarsjóður sem nýtir þau fjárfestingartækifæri sem rekstraraðili telur best á markaði hverju sinni. Virk eignastýring í skuldabréfum, hlutabréfum og sérhæfðum fjárfestingum í einum sjóði. Góður kostur í langtímasparnaði, laus með þriggja daga fyrirvara. Hægt að spara í sjóðnum frá 5.000 kr. á mánuði. Frá stofnun 01.11.1996 - 31.10.2013 Stefnir hf. er sjálfstætt starfandi fjár- málafyrirtæki sem rekur innlenda og alþjóðlega verðbréfasjóði, fjárfestingar- sjóði og fagfjárfestasjóði fyrir einstak- linga og fagfjárfesta. Verðbréfaþjón- usta Arion banka er söluaðili sjóða Stefnis. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá Stefni hf. Árangur í fortíð er ekki örugg vísbending eða trygging fyrir árangri í framtíð. Vakin er athygli á að fjárfesting í hlut- deildarskírteinum sjóða er áhættusöm og getur fjárfesting rýrnað eða tapast að öllu leyti. Nánari upplýsingar um sjóðinn, þ.á.m. nánari upplýsingar um áhættu við fjárfestingu í hlutdeildar- skírteinum hans og fjárfestingarstefnu má finna í útboðslýsingu, og í útdrætti úr útboðslýsingu sjóðsins sem nálgast má á arionbanki.is/sjodir. ÞÚ GETUR KEYPT Í SJÓÐNUM: Í síma 444 7000 Í netbanka Arion banka Í næsta útibúi Arion banka 1 ár 31.10.2012-31.10.2013 2 ár 31.10.2011-31.10.2013 3 ár 31.10.2010-31.10.2013 4 ár 31.10.2009-31.10.2013 5 ár 31.10.2008-31.10.2013 Samkvæmt sparnaðarkönnun Capacent og Arion banka H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 3 -2 3 1 6 16,5% 5% 10% 15% 20% 3 á r 12,3% 5 á r 15,1% 4 á r 2 á r 18,8% 21,9% 1 á r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.