Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 14

Morgunblaðið - 30.11.2013, Side 14
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 201414 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn í Reykja- nesbæ heldur sterkri stöðu sinni í bæjarstjórn, samkvæmt nýrri skoð- anakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands fyrir Morgunblaðið. Flokkurinn fengi 44,6% atkvæða og sex bæjarfulltrúa, en var með 52,8% í kosningunum 2010 og fékk þá sjö menn kjörna. Samfylkingin, sem á nú þrjá full- trúa í minnihluta bæjarstjórnar, tap- ar enn meira fylgi samkvæmt könn- uninni. Flokkurinn var með 28,4% í kosningunum 2010 en fengi núna 16,4% og tvo menn. Framsóknar- flokkurinn myndi sömuleiðis tapa fylgi, fara úr 14% vorið 2010 í 11,8% í könnuninni nú en halda sínum bæjarfulltrúa. Tveir nýir flokkar myndu ná inn manni í Reykjanesbæ, eða Björt framtíð og Píratar. Píratar myndu fá 11,3% og einn mann og Björt framtíð 10,3% og einnig einn fulltrúa. Vinstri græn myndu fá svipað fylgi og í síð- ustu kosningum, eða 4,6% og engan mann. Annan flokk eða lista valdi að- eins 1% en hafa ber í huga að um þriðjungur þeirra sem svöruðu spurningu um flokkana sagðist vera óákveðinn í afstöðu sinni. Lítill munur eftir kynjum Skoðanakönnunin fór fram dag- ana 7. til 28. nóvember síðastliðinn. Félagsvísindastofnun spurði eftir- farandi spurningar: „Ef bæjar- stjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista mynd- ir þú kjósa?“ Úrtakið var samanlagt 682 manns og farnar voru tvær leiðir til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 500 manna tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send net- könnun til 182 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofnunar. Alls fengust 346 svör frá svarendum á aldrinum 18-90 ára og var svar- hlutfallið 54%. Skipt eftir kyni svarenda þá er óvenju lítill munur innan hvers flokks. Mestur er munurinn hjá Samfylkingunni en 19% karla sögð- ust styðja þann flokk og 12% kvenna. Hjá Sjálfstæðisflokknum eru hlutföllin nánast jöfn, eða 44% karla og 45% kvenna í Reykjanesbæ nefndu flokkinn. Afstaða eftir aldri lítur helst þannig út að stuðningur við Sjálf- stæðisflokkinn eykst eftir því sem svarendur eru eldri, eða 27% stuðn- ingur í yngsta aldurshópnum upp í 53% í þeim elsta, 60 ára og eldri. Í þeim aldurshópi voru aðeins 5% sem nefndu Bjarta framtíð og 5% Pírat- ana. Í hópi 18-29 ára nefndu 20% Pí- ratana, 20% Samfylkinguna og 13% Bjarta framtíð. Aldursdreifingin er nokkuð jöfn meðal framsóknar- manna og VG-liða. 48,4% nefndu atvinnumálin Miðað við hvað svarendur kusu í þingkosningunum síðasta vor þá er sem fyrr í þessum könnunum að koma í ljós mest tryggð við Sjálf- stæðisflokkinn. Af þeim sem kusu flokkinn í vor ætla 97% að kjósa hann aftur næsta vor. Tryggðin er einnig nokkuð mikil hjá Samfylking- unni, eða upp á 93%. Hjá öðrum flokkum er hún minni. Sambærileg hlutföll eru 73% hjá Bjartri framtíð, 74% hjá Framsókn, 60% hjá VG og 53% hjá Pírötum. Fimmtungur þeirra sem kusu VG í þingkosn- ingum ætlar að kjósa Samfylk- inguna í bæjarstjórnarkosningum í Reykjanesbæ og 26% framsókn- armanna ætla að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Atvinnuleysi hefur verið mikið á Suðurnesjum eftir að bandaríski herinn fór 2006 af Vellinum og það kemur vel fram í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar. Einnig var spurt hvað kjósendum þætti vera mikilvægasta pólitíska verkefnið sem sveitarfélagið stæði frammi fyr- ir um þessar mundir. Af þeim sem svöruðu töldu 48,4% að atvinnumálin væru mikilvægasta verkefnið. Næstflestir, eða 20,8%, nefndu fjármál sveitarfélagsins. Aðrir málaflokkar komu nokkuð aft- ar, eða 9,1% á húsnæðismálin, 6,9% nefndu velferðar- og félagsþjónustu og 6,3% skóla- og tómstundamál. Aðrir málaflokkar fengu mjög litla athygli, sjá nánar hér til hliðar. Fleiri konur en karlar nefndu at- vinnumálin en mun fleiri karlar töldu fjármálin mikilvægust. At- vinnumálin voru efst í huga kjós- enda í öllum aldurshópum og sama hvort afstaðan er einnig skoðuð eftir menntun, starfsstétt og stöðu á vinnumarkaði, tekjum og afstöðu til flokka í bæjarstjórn. Þó voru fleiri meðal stuðningsmanna Samfylk- ingar og VG sem nefndu fjármálin frekar en atvinnumálin. Björt framtíð og Píratar komast að  Sjálfstæðisflokkurinn heldur meirihluta sínum í Reykjanesbæ samkvæmt könnun Félagsvísinda- stofnunar  Samfylkingin tapar manni en Framsókn heldur sínum  Atvinnumálin langmikilvægust Píra tar Fylgi stjórnmálaflokka í Reykjanesbæ samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 6.-28. nóvember 2013 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 Bjö rt f ram tíð ? Ann að Svör alls: 346 Svarhlutfall: 54% Nefndu einhvern flokk: 195 Veit ekki: 109 Skila auðu/ógildu: 18 Ætla ekki að kjósa: 9 Vilja ekki svara: 15 Fjöldi bæjarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 6.-28. nóv. Fjöldi bæjarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Sam fylk ing Vin stri -græ n Fra ms ókn arfl . Sjá lfst æð isfl. 52,8% 28,4% 14,0% 4,9% 44,6% 16,4% 11,8% 11,3% 10,3% 4,6% 1,0% 7 3 16 2 1 1 1 Mikilvægustu verkefnin í sveitarfélaginu Samkvæmt könnun 6.-28. nóvember 2013 Atvinnumál Fjármál sveitarfélagsins Húsnæðismál Velferðar- eða félagsþjónusta Skóla- og tómstundamál Íbúalýðræði og gagnsæi í stjórnsýslu Önnur mál Samgöngu- og skipulagsmál Umhverfismál 48,4% 20,8% 9,1% 6,9% 6,3% 3,8% 2,8% 1,3% 0,6% Reykjanesbær » Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í Reykjanesbæ mörg undanfarin ár. Oddviti og bæjarstjóri frá árinu 2002 hef- ur verið Árni Sigfússon. » Í kosningunum 2010 fékk flokkurinn 52,8% atkvæða og sjö fulltrúa í hreinum meiri- hluta, líkt og árið 2006. » Tveir flokkar eru í minni- hluta bæjarstjórnar, Samfylk- ingin með þrjá fulltrúa og Framsóknarflokkur með einn. » Forseti bæjarstjórnar er Böðvar Jónsson og Gunnar Þórarinnsson er formaður bæj- arráðs. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Allt bendir til þess að útflutnings- tekjur ferðaþjónustu yfir árið í heild verði meiri en bæði útflutn- ingstekjur sjávarútvegs og áls. Það mun þá verða í fyrsta skipti sem ferðaþjónustan er leiðandi þáttur í gjaldeyrisöflun í sam- anburði við ál og sjávarútveg. Fram kemur í Þjóðarhag, árs- riti hagfræðideildar Landsbank- ans, að útflutningstekjur ferða- þjónustunnar hafi numið 240 milljörðum króna á síðasta ári. Til samanburðar námu útflutn- ingstekjur sjávarútvegs 269 millj- örðum króna og álframleiðslufyr- irtækja 225 milljörðum króna. Ferðamönnum fjölgar ört Hagfræðideildin bendir á að á fyrstu níu mánuðum ársins hafi 19% fleiri erlendir gestir farið um Leifsstöð en á sama tímabili í fyrra. Ef gert sé ráð fyrir að ferðaþjónusta vaxi með sama hlutfalli út árið og að meðalút- flutningur áls og sjávarútvegs fyrstu níu mánuðina verði með sama hætti þrjá seinustu mán- uðina, þá muni ferðaþjónustan verða stærsta útflutningsgreinin á árinu 2013. Útflutningstekjur ferðaþjón- ustu hafa aukist mun meira und- anfarin ár en útflutningstekjur sjávarútvegs og áls. Frá árinu 2009 til 2012 hefur ferðaþjón- ustan vaxið um 54% en á sama tíma hefur útflutningur sjávaraf- urða aukist um 29% og áls um 32%. Hagfræðideildin gerir ráð fyrir að vöxtur ferðamanna hingað til lands verði um 19% á þessu ári, 15% á því næsta og 10% árið 2015. Spáir hún því að útflutn- ingstekjurnar muni nema 392 milljörðum króna árið 2016. Það yrði um 63% aukning frá árinu 2012. Ferðaþjónustan stærsta út- flutningsgreinin á þessu ári  Útflutningstekjurnar tæpir 400 milljarðar árið 2016 Útflutningstekjur stoðanna þriggja Hlutfall af heildarútflutningi Heimild: Hagstofa Íslands, Hagfræðideild Landsbankans. 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 2009 2010 2011 2012 2013 Ferðaþjónusta Sjávarafurðir Ál og álafurðir ALHLIÐA GÓLFSÁPA með ilmi, 1 l. Verð 579 kr. Skeifunni 11 | Sími 515 1100 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 13 23 27 www.rekstrarland.is NÁTTÚRUSÁPA á allt tréverk. Verð frá 778 kr. ALHLIÐA HREINSIEFNI með sítrónuilmi, fyrir harða fleti, 750 ml. Verð 619 kr. Sápur Rekstrarland býður fjölbreytt og vandað úrval af sápum fyrir allar tegundir þrifa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.