Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 30
KÖNNUN ATVINNULÍF OG LÍFSKJÖR DAGA HRINGFERÐ 30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Mikil aukning í ferðaþjónustu, sam- göngubætur og efling skólahalds er forystufólki á landsbyggðinni efst í huga þegar spurt er um það jákvæð- asta sem gerst hefur í byggða- og at- vinnumálum á undanförnum árum. Áberandi er að mörgum á höfuðborgarsvæðinu finnst fátt eða ekki nógu mikið hafa gerst sem upp- örvandi geti talist. Raddirnar af landsbyggðinni eru jákvæðari en af höfuðborgarsvæðinu. Bjargvættur lítilla byggðarlaga Víða úti á landi hefur vöxtur ferðaþjónustunnar leitt til þess að líf hefur færst í byggðarlög þar sem doði og samdráttur var áður. Vegna hinna erlendu ferðamanna þarf að hafa opin bankaútibú, póstafgreiðslur og verslanir sem til stóð að loka eða draga saman þjónustu. Þörf fyrir gistingu hefur stóraukist og dæmi eru um að í litlum plássum þar sem búa innan við tvö hundruð manns séu rekin fimm hótel eða fleiri.Eftir- spurn er eftir hvers kyns leiðsögn og aðstoð af ýmsu tagi í ferða- þjónustunni. Tækifæri til nýsköp- unar á þessu sviði eru margs konar og bíða hugmyndaríks framtaks- fólks. Skólarnir Á Vesturlandi nefna menn auk ferðaþjónustunnar vöxt skólanna, framhaldsskólans á Snæfellsnesi og háskólanna á Bifröst og Hvanneyri. Ungt fólk geti nú verið lengur í heimabyggð. Háskólarnir skapi störf fyrir langskólagengið fólk og efli mannlífið í landshlutanum. Samgöngur um svæðið hafa ger- breyst með Vatnaleiðinni svoköll- uðu og reglulegum ferðum almenn- ingsvagna til höfuðborgarsvæðisins. Gangur í fiskeldi Á Vestfjörðum er það vöxtur fisk- eldis sem stendur upp úr auk ferða- þjónustunnar. Mestur er uppgangur þess í sunnanverðum landshlut- anum. Margs konar nýsköpun er einnig í gangi í öðrum greinum sjáv- arútvegs. Samgöngur hafa einnig breyst mjög til batnaðar á Vest- fjörðum með Óshlíðargöngum, brúm yfir Gilsfjörð, nýrri brú yfir Mjóa- fjörð og veginum um Arnkötludal (Þröskulda). Þá er Kalkþör- ungaverksmiðjan nýja í Bíldudal einnig nefnd. Strandsiglingar skipa- félaganna, sem hafnar eru að nýju, mælast einnig vel fyrir á Vest- fjörðum. Ný tækifæri vegna Alcoa Á Norðurlandi er það auk ferða- þjónustunnar efling skólastarfsem- innar og bættar samgöngur sem nefnt er sem dæmi um jákvæða þró- un síðustu ára. Miklar vonir eru bundnar við Vaðlaheiðargöngin fyr- irhuguðu. Á Austurlandi hefur starfsemi ál- versins í Reyðarfirði leitt af sér margvísleg ný atvinnutækifæri. Ferðir starfsfólksins þar til vinnu víða úr nágrenninu urðu kveikjan að nýju almenningssamgöngukerfi á svæðinu. Ferðaþjónustan hefur ger- breytt lífsmöguleikum minna byggð- arlaga á svæðinu. Þá er talsverð gróska í sjávarútvegi og nefna margir hana. Ánægja með strætó Á Suðurlandi nefna menn helst blómstrandi ferðaþjónustu. Góður gangur er þó einnig í útgerð og fiskvinnslu á svæðinu. Reglulegar ferðir strætós til og frá höfuð- borgarsvæðinu þykja til mikilla bóta. Á Suðurnesjum er mönnum efst í huga að verulega hefur dregið úr at- vinnuleysinu sem legið hefur eins og mara á svæðinu. Þá vekur vöxtur í frumkvöðla- og nýsköpunarstarfi vonir um bjartari tíð. Ásbrúarverk- efnið þykir og hafa heppnast vel. Umsvifin á Keflavíkurflugvelli vegna aukins ferðamannastraums hafa og jákvæð áhrif um öll Suð- urnes. Fátt jákvætt Í Reykjavík og á höfuðborg- arsvæðinu er efling ferða- þjónustunnar einnig talin það já- kvæðasta sem gerst hefur í atvinnulífinu á undanförnum árum. Athygli vekur að margir for- ystumenn á svæðinu finna fátt já- kvætt til að hafa orð á. Ferðaþjónustan gerbreytir stöðunni víða úti á landi  Bjargvættur lítilla byggðarlaga  Efling skólastarfs mönnum ofarlega í huga Morgunblaðið/Eggert Lyftistöng Ferðamannastraumurinn til Íslands á undanförnum misserum hefur haft mjög örvandi áhrif á lífskjör og mannlíf á landsbyggðinni. Sums staðar í litlum byggðarlögum þar sem samdráttur blasti við hafa þjónustuaðilar orðið að endurskoða áform sín. Póstafgreiðslur, bankaútibú og verslanir þar sem átti að loka eða takmarka þjónustu eru nú opnar. 3Hvað er það jákvæðasta sem gerst hefur í byggða- og atvinnumálum á undanförnum misserum? VIÐ ERUM SÉRFRÆÐINGAR Í GASI Þú getur verið afslappaður og öruggur við grillið með AGA gas. Öruggur um að þú ert að nota gæðavöru og að þú fáir góða þjónustu þegar þú þarft áfyllingu á gashylkið, hvort sem þú nýtir þér heimsendingarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu eða þegar þú heimsækir söluaðila AGA. Farðu á www.gas.is og finndu nálægan sölustað eða sæktu öryggisleiðbeiningar og fáðu upplýsingar um AGA gas. www.GAS.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.