Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 28
DAGA HRINGFERÐ KÖNNUN ATVINNULÍF OG LÍFSKJÖR Einhæft atvinnulíf var efst á blaði þegar for- ystufólk á landsbyggðinni var beðið að nefna stærstu vandamál sem snúa að atvinnu og lífs- kjörum í sínum landshluta. Útgerð og fiskvinnsla, og síðustu árin ferða- þjónusta, eru víðast hvar á landsbyggðinni burðarásar atvinnulífsins. Mikill fjöldi starfa í þessum atvinnugreinum er láglaunastörf sem ekki krefjast langrar skólagöngu. Sama er að segja um mörg störf í landbúnaði og þjónustu. Landsbyggðina vantar hins vegar verkefni og betur launuð störf fyrir fólk með sérhæfða og tæknilega menntun. Veruleg aukning hefur orðið á námsframboði víða úti á landi á und- anförnum árum, svo sem með starfsmenntun á sérstökum námskeiðum og fjarnámi á fram- haldskóla- og háskólastigi en oft er það svo að þegar námi lýkur vantar störf við hæfi. Skerðing og óvissa Skerðing opinberrar þjónustu er einnig of- arlega í huga fólks. Heilbrigðisþjónustan er oftast nefnd í því sambandi, einkum erf- iðleikar með aðgang að læknum og hjúkr- unarfræðingum. Þá eru skertir sjúkraflutn- ingar nefndir. Kvartað er yfir því að þessar skerðingar séu framkvæmdar án nægilegs samráðs við heimamenn af fólki í stjórnsýsl- unni í Reykjavík sem litla þekkingu hafi á högum fólks og staðháttum úti á landi. Þá er óvissa um framtíðina oft nefnd í svör- um fólks. Frá stjórnvöldum séu stöðugt að koma fram hugmyndir og tillögur sem enginn viti hvort eða hvenær verði að veruleika, en geti haft gífurleg áhrif á einstök byggðarlög og svæði ef framkvæmd verða. Í þessu sam- bandi tala menn um þá miklu óvissu sem ríkt hefur um rekstrargrundvöll sjávarútvegsfyr- irtækja, en einnig stöðugar umræður um hag- ræðingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, svo sem sameingu skóla og heilbrigðisstofnana. Óvissan ein og sér hafi áhrif á búsetuval fólks, aðflutning og brottflutning. Tiltrú skortir Kvartað er yfir því að tiltrú skorti á lands- byggðina. Að einhverju leyti sé þetta ímynd- arvandamál, en það hafi áhrif á afstöðu fjár- festa þegar þeir standa frammi fyrir hugmyndum um fjárfestingar þar. Stjórnvöld eru einnig gagnrýnd fyrir tregðu við að setja ný störf á vegum opinberra aðila niður utan höfuðborgarsvæðisins. Á hverju ári verður fjöldi nýrra starfa til hjá rík- inu en aðeins lítill hluti þeirra ratar út á lands- byggðina. Bæta þarf samgöngur Að öðru leyti gætir fjölbreytni í svörunum um vandamál sem snúa að atvinnulífi og lífs- kjörum úti á landi. Samgöngur eru mjög oft nefndar. Þrátt fyrir miklar samgöngubætur á undanförnum árum bíða enn víða nauðsyn- legar framkvæmdir, vegabætur og ganga- gerð, og takmörkuð þjónusta í snjómokstri veldur víða vandræðum. Þetta leiðir til þess að atvinnusvæði verða minni en ella og skapar erfiðleika í flutningi á framleiðsluvörum á markaði. Nefnt er að stóraukin ferðamann- aumferð um vegina kalli víða á úrbætur, en við henni hafi ekki verið brugðist. Þá er gíf- urleg verðhækkun í farþegaflugi mikið áhyggjuefni fólks. Talað er um að almenn- ingur geti ekki nýtt sér flugferðir með sama hætti og áður; farþegarnir séu annaðhvort op- inberir starfsmenn eða fólk á vegum fyr- irtækja. Mikið er talað um skort á húsnæði, sér- staklega leiguíbúðum. Víða stendur húsnæði í eigu Íbúðalánasjóðs autt og þarfnast kostn- aðarsamra lagfæringa áður en hægt er að taka það í notkun. Mönnum finnst staðan í þessum málum óviðunandi og verði stjórnvöld að taka hér af skarið. Veikur gjaldmiðill og höft Í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu eru áherslurnar aðrar í svörunum um vandamál sem snúa að atvinnulífi og lífskjörum. Þar nefna menn helst að efnahagslífið sé of lengi að taka við sér og hafa áhyggjur af veikum gjaldmiðli og gjaldeyrishöftum. Einnig að kostnaður við fyrirtækjarekstur sé of mikill vegna ýmissa álaga, skatta, tolla og vöru- gjalda, og of íþyngjandi regluverks. Óvissan um stefnu stjórnvalda á ýmsum sviðum er einnig nefnd, svo sem í skuldamálum heim- ilanna og um fyrirkomulag í sjávarútvegi. Atvinnulífið of einhæft á landsbyggðinni  Vantar störf fyrir sérmenntað fólk  Stöðug óvissa um áform stjórnvalda áhyggjuefni  Þjónusta skert án þekkingar á staðháttum  Enn þarf að bæta samgöngur  Víða húsnæðisskortur Morgunblaðið/Kristinn Menntun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur víða um land. En til viðbótar er brýn þörf fyrir störf sem henta langskólagengnu fólki, sérmenntuðu og tæknimenntuðu. 1Hver eru 2-3 stærstuvandamál sem snúa að atvinnulífi og lífskjörum? MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Raddir for- ystufólks um land allt Stóraukin umsvif í ferðaþjónustu ásamt upp- gangi í sjávarútvegi, góð áhrif samgöngu- framkvæmda, efling skólahalds og rannsókna og gróska í menningarlífi er það sem helst hef- ur gerst til batnaðar í atvinnu- og byggða- málum hér á landi á undanförnum árum. Horf- ur eru bjartar ef landsmenn ná að nýta sér þau tækifæri sem bjóðast. Stærstu úrlausnarefnin fyrir landið í heild eru að skapa stöðugleika í opinberri þjónustu og þjóðfélaginu almennt, örva fjárfestingu og fjölbreytni í atvinnulífinu, marka byggðastefnu til lengri tíma, létta af íþyngjandi álögum og einfalda opinbert reglu- verk, bæta starfsmenntun og koma húsnæðis- málum í viðunandi horf. Þetta eru í stuttu máli sagt niðurstöður könn- unar Morgunblaðsins meðal forystumannna í atvinnulífi og sveitarstjórnum um land allt. Valdir voru tæplega 200 þátttakendur og þeir beðnir að nefna það jákvæðasta sem gerst hefði í atvinnu- og byggðamálum á und- anförnum misserum. Þá voru þeir spurðir hver væru stærstu vandamálin sem snúa að at- vinnulífi og lífskjörum í þeirra landshluta og hvernig leysa mætti þau. Loks voru þeir beðnir að meta framtíðarhorfur atvinnulífs og byggða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.