Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Það var árið örlagaríka2008 sem nokkrir vinirstofnuðu fyrirtækið oghljóðútgáfuna Heyr heyr ehf. Þeir framleiddu barnaefni á geisladiskum og gekk það vonum framar. „Okkur fannst svo rosa- lega gaman að búa til barnaefni að við höldum því bara áfram,“ segir Sindri Bergmann Þórarinsson. Nú hafa félagarnir fengið tvo leikara og teiknara til liðs við sig og eru byrjaðir að framleiða gæða- barnaefni á fullri keyrslu. Efnið verður frá og með morgundeg- inum aðgengilegt á vefsíðunni Barnaefni.is. Rammíslenskt efni Mest af því barnaefni sem börn á Íslandi hafa aðgang að er talsett erlent efni. Það er því ljóst að framboð íslensks efnis getur varla verið mikið en hópurinn hyggst gera bragarbót á því þó svo að þörfin sé í rauninni ekki drifkrafturinn. „Ástæðan er samt ekki endilega þörfin heldur er þetta bara svo rosalega gaman. Við erum að skapa heima og búa til tónlist. Á meðan aðrir geta not- ið þess með okkur þá er það skemmtilegast,“ segir Sindri sem sjálfur er hljóðmaður og deild- arstjóri skapandi tæknideildar hjá Kvikmyndaskóla Íslands. Hópurinn samanstendur af Sindra, Andra Franklín Þórarins- syni viðskiptafræðingi, grafíska hönnuðinum Jóhanni Leó Lindu- Birgissyni, Ingvari Alfreðssyni tónlistarmanni og síðast en ekki Barnaefni sem gleð- ur börn og foreldra Fimm hress ungmenni tóku sig til og bjuggu til barnaefni. Ástæðan er einfaldlega sú að þeim þykir það svo óskaplega skemmtilegt! Á morgun fer vefurinn www.barnaefni.is í loftið og hópurinn leggur mikið í að efnið sem framleitt er sé á góðu máli og gefandi. Það er leikið, skrifað og teiknað og miðað út frá því að for- eldrar geti leyft börnunum að skoða efnið svo gott sem áhyggjulausir. Fjölhæf Hópurinn samanstendur af hæfileikaríku fólki úr ýmsum áttum. Hér er söng- og leikkonan Jana María Guðmundsdóttir á góðri stundu. Heimar Ýmsir heimar hafa verið skapaðir og verður hægt að skyggnast inn í þá á síðunni barnaefni.is. Jóhann Leó á heiðurinn af myndunum. Í dag klukkan 13 verður opnuð sér- stök jólasýning á Minjasafninu á Ak- ureyri. Þar verða mest áberandi 82 hrekkjóttir íslenskir jólasveinar, fjöldi gamalla jólatrjáa, jólaskraut, spenn- andi jólasveinaveröld og rannsókn- arstofa jólasveina. Þessir 69 jólasveinar til viðbótar þeim 13 sem flestum eru kunnugir eru myndgerðir af listakonunni Ingi- björgu H. Ágústsdóttur. Þórarinn Blöndal listamaður og leikmyndahönnuður hefur skapað smáveröld jólasveinanna og þangað verður áhugavert að skyggnast inn. Bæjarbúar hafa plantað í sýn- inguna skógi jólatrjáa sem eru frá ár- unum 1920 til okkar tíma. Ýmiss kon- ar skraut sem jólatrjánum fylgdi verður til sýnis og ekki óvitlaust að anda að sér angan liðinna jóla. Jólasýning Minjasafnsins á Ak- ureyri verður sett upp árlega fram- vegis og er hún ein af afmælisgjöfum ríkisins til Akureyrarbæjar. Sýningin verður aldrei eins frá ári til árs en alltaf kunnugleg, segir í til- kynningu frá safninu. Minjasafnið er opið daglega frá 30. nóvember – 6. janúar kl 13-17. Vefsíðan www.minjasafnid.is/ Flotsokka Einn af jólasveinunum 69. 82 hrekkjóttir jólasveinar Myndir eftir listmálarannHafstein Austmann verðatil sýnis og sölu í Smiðj- unni listhúsi í Ármúla 36 núna um helgina og næstu daga. Sýningin hefst í dag, laugardaginn 30. nóv- ember. Um er að ræða vatnslitamyndir eftir Hafstein frá ýmsum tímum sem hafa verið á sýningum á Norð- urlöndum. Þá verða einnig til sýnis og sölu nokkur olíumálverk eftir Hafstein, sem er með þekktustu myndlistarmönnum landsins. Fjölbreytt flóra Listamaðurinn Hafsteinn Aust- mann er tæplega áttræður að aldri og hefur málað fjölda mynda á ferli sínum og fá gestir að njóta margs á þessari sýningu. ,,Þetta eru verk frá ýmsum tímum, allt frá 1960-2010 og spanna því hálfa öld, og því fjöl- breytt flóra. Mér hefur alltaf fundist sérstaklega gaman að mála með vatnslitum,“ segir Hafsteinn. Eftir nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Handíða- og mynd- listaskólanum á fyrri hluta sjötta áratugarins innritaðist Hafsteinn í Academi de la Grande-Chaumiér í París, þar sem hann stundaði fram- haldsnám í einn vetur. Hann sýndi með hinum virta sýningarhópi Reali- tiés Nouvelles í París vorið 1955. Hafsteinn hafði kynnst hinni geo- metrísku afstraktlist í París og til- einkaði sér þá liststefnu. Trúr afstraktlistinni alla tíð Hafsteinn hefur undanfarna ára- tugi unnið jöfnum höndum með vatns, ollíu- og akríllitum. Hann hef- ur frá sínum fyrstu kynnum af af- straktlistinni haldið tryggð við hana og litameðferðin er hans sterka ein- kenni. ,,Hafsteinn Austmann er einn af bestu listmálurum sinnar kynslóðar. Verk eftir hann vekja ávallt mikla athygli og þykja mjög eftirsótt,“ segir Bjarni Sigurðsson, eigandi Smiðjunnar listhúss. Hafsteinn hefur haldið rúmlega 30 einkasýningar og tekið þátt í miklum fjölda samsýninga víða um heim. Sömuleiðis er verk Hafsteins að finna í öllum helstu listasöfnum Norðurlanda. Enn fremur hafa verk hans hlotið ýmsar viðurkenningar, meðal ann- ars alþjóðlegu Windsor & Newton- verðlaunin fyrir vatnslitamyndir. Hafsteinn hefur einnig hlotið tvenn verðlaun fyrir útilistaverk og gert keramikmynd fyrir Borgarspít- alann. Verk eftir Hafstein Austmann allt frá árinu 1960 til sýnis og sölu Verk Hafsteins Austmanns sýnd Morgunblaðið/Einar Falur Listamaður Hafsteinn Austmann hefur alla tíð sýnt afstraktlistinni trúnað. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Hiti, hamingja og ótrúleg litadýrð bíður okkar í þessari rólegu og notalegu ferð til Balí. Við leggjum áherslu á að næra líkama og sál og byrjum því alla daga með göngutúr og jóga við sólarupprás. Við munum fara í næturgöngu upp á hið heilaga fjall Gunung Agung, sem er algjörlega Á síðustu árum hefur hið sögufræga land Burma opnast æ meira fyrir umheiminum. Nú býðst ferð um þetta sérstæða og fagra land, þar sem menningarminjar, fornar byggingar og fögur náttúra eru hvarvetna. Mannlífið er afar litríkt og mögnuð upplifun. Einn af hápunktum ferðarinnar er þegar við göngum upp að hofinu Pura Luhur Lempuyang þar sem við sköpum okkar eigin athöfn. Í þessari töfraveröld elstu búddatrúar í heiminum trúir fólk á hið fallega þakklæti „gefðu og þér verður gefið“. Burma - hið gullna land Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir4.-15.mars Kynningarfundur verður haldinn 5. desember kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Balí - hugur, líkami og sál Fararstjóri: Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir2.-14.mars Kynningarfundur verður haldinn 4. desember kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. Sp ör eh f. margslungið, fjölmargt í lifnaðarháttum og ýmsum efnislegum þáttum er vestrænum augum framandi. Ferðlög í hjólavögnum, gullhof, vatnaþorp umkringt gróðurvöxnum fjallatoppum, lengsta tekkbrú í heimi, ávaxtarækt í fljótandi görðum, svo eitthvað sé nefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.