Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 66
66 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Ég verð með opið hús og býð vinum og vandamönnum í fiski-súpu,“ segir Sigríður Sigurðardóttir, doktorsnemi í iðnaðar-verkfræði hjá HÍ og Matís, en hún heldur upp á þrítugsafmæli sitt á morgun, fullveldisdaginn. Hún segir að hún lagi súpuna ásamt kærastanum sínum, sem sé mjög flinkur kokkur. Sigríður gerir ráð fyrir að hugsanlega verði þröngt á þingi í afmælisveislunni. „Við vor- um að kaupa okkur mjög litla íbúð, þannig að þetta verður pínu til- raun hvað ég get komið mörgum í íbúðina.“ Sigríður stefnir á að ljúka doktorsnáminu á næsta ári, en verkfræðinámið hefur leitt hana víða. „Á mastersárunum lærði ég í Chalmers í Gautaborg og hef verið þar sem fræðimaður í heimsókn. Á undan því var ég í Berkeley í Kali- forníu.“ Sigríður segir að það hafi verið mikill kostur við doktors- námið að geta ferðast og lært á mismunandi stöðum. Gautaborg og Berkeley séu hins vegar mjög ólíkir staðir. Fólkið sé mjög vingjarn- legt á báðum stöðum. „Svo er auðvitað ótrúlega gott veður í Berke- ley,“ segir Sigríður og hlær. Helstu áhugamál Sigríðar eru fjall- göngur og ferðalög. Sigríður segir að eftirminnilegustu fjöllin sem hún hafi klifið hafi verið Half Dome-fjallið í Yosemite-þjóðgarðinum og Cerro de la Silla í Mexíkó. „Svo fórum við á Hvannadalshnúk, en það var stormur á toppnum, svo við náðum ekki alla leið.“ segir Sig- ríður. Af öðrum stöðum sem Sigríður hefur komið til má nefna Mar- okkó, þar sem hún eyddi síðustu jólum og áramótum með kærast- anum, vinkonu sinni og tveimur úlföldum. sgs@mbl.is Sigríður Sigurðardóttir þrítug á morgun Ljósmynd/Egill Maron Þorbergsson Mikið fyrir fjallgöngur Sigríður Sigurðardóttir, doktorsnemi í verk- fræði, náði því miður ekki á topp Hvannadalshnjúks vegna storms. Stormur á toppi Hvannadalshnjúks Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Soffía G. Ólafsdóttir, fyrrverandi þjónustu- stjóri í Íslandsbanka í Keflavík, til heimilis að Vatnsholti 7a, Keflavík, er sjötug í dag, 30. nóvember. Soffía er formaður Félags húsbíla- eigenda. Hún verður með opið hús í Sam- komuhúsinu í Garði frá kl. 19 á afmælisdaginn. Gjafir eru afþakkaðar, en söfnunarkassi verður á staðnum til styrktar hjartadeild Landspít- alans í minningu eiginmanns hennar Sæ- mundar Kristins Klemenssonar. Árnað heilla 70 ára Reykjavík Christiaan Breki fæddist 1. febrúar kl. 8.54. Hann vó 3.278 g og var 54 cm langur. Foreldrar hans eru Saskia Freyja Schalk og Þorsteinn Magnússon. Nýir borgarar Reykjavík Guðrún Jakobína fæddist 22. mars. Hún vó 3.085 g og var 48 cm löng. Foreldrar hennar eru Tinna Ás- geirsdóttir og Eiríkur Þórleifsson. S teinarr fæddist í Reykjavík 1.12. 1933 og ólst þar upp á Njálsgötu 10a. Hann lauk verslunarprófi frá VÍ 1952 en sumarið eftir var hann við nám og störf í London. Steinarr starfaði hjá Eymundsson um skeið en hóf fljótlega störf hjá Bókaverslun Snæbjarnar Jónssonar þar sem hann síðar var fram- kvæmdastjóri og einn af eigendum fyrirtækisins. Stefna Bókaverslunar Snæbjarnar var að bjóða ávallt upp á bestu bækur heimsbókmenntanna. Steinarr sótti bókasýningar víða um heim og skipu- lagði bókasýningar í versluninni sjálfri og víðar, m.a. sýningar á tæknibókum, vísindabókum og lista- verkabókum. Á 50 ára afmæli Bókaverslunar Snæbjarnar, 1977, var til dæmis haldin tímamótasýning á listaverka- bókum. Sú sýning áréttaði þá sér- stöðu verslunarinnar sem Steinarr stóð fyrir, og sem Snæbjörn Jónsson, stofnandi Bókaverslunar Snæbjarn- ar, hafði alltaf í huga, að hafa ein- ungis á boðstólum bækur sem auka menntun og manngildi og bæta menninguna. Steinarr sinnti einnig bókaútgáfu en hann keypti Orðabókaútgáfuna ehf. og starfrækti hana í mörg ár. Steinarr stofnaði síðar sína eigin bókabúð, Bókabúð Steinars, sem hann starfrækti samhliða Orða- bókaútgáfunni. Hann seldi síðan bæði þessi fyrirtæki árið 2007. Ferðalög, ljósmyndir og smíðar Steinarr er handlaginn og kom mikið að byggingu húss þeirra í Kópavoginum. Fjölskyldan kom sér svo upp sumarhúsi í Dölunum og síð- ar í Borgarfirðinum. Þá hafði Steinarr mikinn áhuga á ljósmyndun. Hann tók fjölda góðra Steinarr Guðjónsson, bókaútgefandi og bóksali – 80 ára Þjóðleg stórfjölskylda Steinarr og Elsa, ásamt dætrum, tengdasonum, barnabörnum og Kristínu, móður Elsu. Að bæta menninguna með bókina að vopni Fyrir þá sem elska hönnun Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR þú flísar þær í botn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.