Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 76
„Starfið snýst að miklu leyti um samskipti. Þú kemst langt á því að kunna að tala við fólk,“ segir Frank, sem bætir við að hann hafi verið heppinn með samstarfsfólk. Á meðal þeirra sem Frank hefur unnið með eru Björk og Of Monsters and Men. Frank gekk meðal annars til liðs við tónleikahóp Bjarkar og sá um pendúlahörpu sem Björk notaði á sum- um tónleikanna og var einnig hljóðmaður. „Það var frábært að fá að vinna með henni,“ segir Frank. Þá kom Printz Board úr Black Eyed Peas óvænt í stúdíóið. „Þetta var önnur vikan mín í starfi. Hann millilenti á Íslandi og ákvað að hann þyrfti að komast í stúdíó. Ég vissi varla hver þetta var einu sinni, mér var bara sagt að það væri einhver frægur á leiðinni. Ég svitnaði mikið þann daginn,“ segir Frank og hlær. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is „Þetta var frekar einfalt dæmi, hvort ég vildi frekar eyða tímanum frá níu til fimm í að gera eitthvað leiðinlegt til þess að eiga pening til þess að gera eitthvað skemmtilegt um helgar, eða að finna eitthvað sem væri skemmtilegt allan dag- inn,“ segir Frank Arthur Blöndahl Cassata, hljóðmaður hjá Stúdíó Sýrlandi. Frank útskrifaðist sem tölvunarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og vann sem slíkur í nokkur ár, meðal annars í banka og hjá tölvufyrirtækinu CCP. Hann ákvað því árið 2011 að fara í hljóð- tækninám hjá Stúdíó Sýrlandi, þar sem hann starfar nú sem hljóð- maður. Fjölbreytileikinn það besta Frank segir að það sé gott að læra hljóðtækni á Íslandi, þó að margir fari út til þess að læra hana. „Það eru fáir sem geta sérhæft sig hérlendis, þannig að maður verður að prófa allt. Ef þú ætlar að vera hljóðmaður á Íslandi, þá þarftu að geta hljóðblandað, þú þarft að geta tekið upp „live“ hvar sem er og hve- nær sem er, þú þarft að kunna að „mæka“ upp öll hljóðfæri sem mögulega gætu komið upp,“ segir Frank. Munurinn á námi hér og úti sé því sá að hér fái menn fljótt að spreyta sig við alvöru viðfangsefni. Menn fái því hagnýta reynslu af öllu sem geti komið upp á í þessum aðstæðum. „Og það er mjög stór þáttur, því að það getur alltaf eitthvað klikk- að. Stór hluti af starfinu er að bregðast við því og finna lausnir.“ Frank lærði á gítar í mörg ár. Hann segir að það hafi hjálpað mikið til að kunna á hljóðfæri sjálfur. „Ég þekki fáa Fór í tónleikaferð með Björk HEPPINN MEÐ SAMSTARFSFÓLK Björk Guðmundsdóttir LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 334. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. iPhone 50 þúsund kr. ódýrari 2. Ríkisstjórnin samþykkti … 3. Góð áminning að ganga fram … 4. „Hvaðan koma peningarnir“?  Kvikmyndaleikstjórinn og -fram- leiðandinn Baltasar Kormákur mun hljóta heiðursverðlaun á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem hefst 24. janúar nk. og lýkur 3. febr- úar, að því er kvikmyndavefurinn Var- iety greinir frá. Verðlaunin nefnast Nordic Honorary Dragon Award. Á há- tíðinni verða íslenskum kvikmyndum gerð sérstök skil og verða tvær í keppni um bestu kvikmyndina, Málm- haus eftir leikstjórann Ragnar Braga- son og Hross í oss eftir Benedikt Erl- ingsson. Af öðrum íslenskum kvikmyndum sem sýndar verða á há- tíðinni má nefna 101 Reykjavík eftir Baltasar, Bíódaga eftir Friðrik Þór Friðriksson og Sveitabrúðkaup eftir Valdísi Óskarsdóttur. Morgunblaðið/Golli Hlýtur heiðursverð- laun í Gautaborg  Á fjölfarnasta torgi Frankfurt, Konstablerwache, stendur nú stór hljóðskúlptúr og berast úr honum ís- lensk leyndarmál, leggi vegfarendur eyru að honum. Leyndarmálunum er hvíslað að forvitnum og eru hvíslend- ur íslenskir listamenn, rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Hall- grímur Helgason og tónlistarmenn- irnir Haukur Heiðar Hauksson, Sigríð- ur Thorlacius og Högni Egilsson. Fjallað hefur verið um gjörninginn í þýsk- um fjölmiðlum, m.a. Bild og Frankfurter Stadtkurier og er hann hluti af her- ferðinni Inspi- red by Ice- land. Íslensk leyndarmál á torgi í Frankfurt FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vestan 13-20 m/s og víða skúrir eða él, en bjartviðri eystra. Heldur hægari á Vestfjörðum síðdegis og einnig víða um land í kvöld. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag Gengur í suðvestan 15-20 m/s með rigningu eða slyddu, en hægari og úr- komulítið norðaustantil fram eftir degi. Hiti 1 til 7 stig. Kólnar með éljum vestantil um kvöldið. Á mánudag og þriðjudag Ákveðin suðvestan- og vestanátt með éljagangi. Fallegt vor hefur ríkt í íslenskum körfu- bolta undanfarin ár. Áhuginn á úrvals- deildinni hefur aukist jafnt og þétt, úr- slitakeppnin stækkað og stækkað og karlalandsliðið, skipað fleiri atvinnu- mönnum en nokkurn tíma áður, endur- stofnað og það fengið fleiri verkefni og mætt sumum af bestu þjóðum Evrópu,“ skrifar Tómas Þór Þórðarson í „Viðhorfi á laugardegi“. »4 Blómlegt sumar í íslenskum körfubolta Allar líkur eru á að lands- liðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson úr KR gangi í raðir norska úrvals- deildarliðsins Sandnes Ulf á næstu dögum. KR og Sand- nes Ulf komust í gærkvöld að samkomulagi um kaup- verð og nú á Hannes Þór eftir að semja um kaup og kjör. Margt bendir til að frá þeim málum verði gengið fljótlega. »1 Hannes á leið til Sandnes Ulf Hildigunnur Einarsdóttir, landsliðs- kona í handknattleik, er komin í bik- arúrslitin í norska handboltanum með liði sínu, Tertnes. Mótherjinn er Larvik, sem hefur verið eitt af betri félagsliðum í Evrópu á seinni árum. „Þetta verður hrikalega gaman og við erum staðráðnar í að ljúka árinu með stæl,“ segir Hildi- gunnur en leik- urinn fer fram á síðasta virka degi ársins, 30. desember. »1 Staðráðnar í að ljúka árinu með stæl hljóðmenn sem eru ekki líka hljóð- færaleikarar,“ segir Frank. „Það er erfitt að vera hljóðmaður og hafa ekki skilning á hljóðfærunum sem verið er að taka upp. Ég veit líka um marga hljóðmenn sem hafa far- ið í söngnám bara til þess að geta sagt fólki betur til í stúdíóinu,“ seg- ir Frank. En stendur ekki til að fara sjálfur í söngnám? „Jú, það hefur verið á dagskrá í svolítinn tíma.“ Frank segir fjölbreytileikann það skemmtilegasta við starfið. „Einn daginn ertu að taka upp djasstríó í stúdíói, svo ertu í Egilshöll að taka upp listskautadans, eða í Hörpunni með sinfóníunni. Þú færð aldrei leiða á þessu því að þú ert aldrei að gera það sama.“ Nýtt verkefni á hverjum degi  Hætti í bank- anum og gerðist hljóðmaður Morgunblaðið/Árni Sæberg Flinkur í stúdíóinu Frank Arthur Blöndahl Cassata ákvað að fara að vinna við eitthvað sem sér þætti skemmtilegt og fór í hljóðtækninám hjá Stúdíó Sýrlandi. Nú starfar hann sem hljóðmaður og hefur m.a. unnið með Björk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.