Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.11.2013, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. NÓVEMBER 2013 Jólatréð á Hálsatorgi er gjöf frá Norr- köping í Svíþjóð og mun sendi- herra Svíþjóðar, Bosse Hedberg, afhenda það formlega um kl. 15. Margrét Björnsdóttir, forseti bæj- arstjórnar, tek- ur við því fyrir hönd Kópavogs- bæjar. Dag- skráin á Hálsatorgi hefst þó klukkutíma fyrr eða kl. 14.00. Aðventuhátíð Kópavogsbæjar verð- ur haldin í dag, laugardaginn 30. nóvember, þar sem jólaljósin á vinabæjartrénu á Hálsatorgi verða tendruð. Rauðhetta og úlfurinn frá Leikhópnum Lottu ætla að stjórna henni með söng og dansi á torginu en hátíðin teygir anga sína yfir í menningarhúsin á Borgarholtinu. Eyþór Ingi Eurovision-söngvari tekur lagið, jólasveinar koma við, jólahús prýða torgið full af góðgæti og gjafavörum, Karlakór Kópavogs syngur í Gerðarsafni, jólakötturinn verður á Bókasafni Kópavogs og sölusýning á hönnun og handverki verður í safnaðarheimili Kópavogs- kirkju. Aðventuhátíð Kópavogsbæjar haldin í dag Jólaljósin tendruð í Kópavogi í fyrra. Ljósin á Hamborgartrénu verða tendruð kl. 17.00 í dag, laugardaginn 30. nóvember, en tréð er á Miðbakka Reykjavíkurhafnar. Þetta er í 49. skiptið sem góðir vinir Íslands í Hamborg senda jólatré til Reykjavíkurhafnar en fyrsta tréð kom árið 1965. Við athöfnina flytja fulltrúar frá Hamborg stutt ávörp um leið og þeir afhenda gjöfina og Hjálmar Sveinsson, stjórnarformaður Faxaflóahafna sf., þakkar fyrir. Sendiherra Þýskalands á Íslandi, Thomas Meister, ávarpar gesti. Að athöfn lokinni er gestum boðið í heitt súkkulaði og bakkelsi í Hafnarhúsinu. Lúðrasveit Hafn- arfjarðar leikur þýsk jólalög undir stjórn Finnboga Óskarssonar. „Þessi fallegi siður, að senda jólatré til Reykjavíkurhafnar, er tileink- aður íslenskum togarasjómönnum sem sigldu til Hamborgar með fisk strax eftir seinni heimsstyrjöldina. Þess er sérstaklega minnst að sjómennirnir gáfu svöngu og ráðlausu fólki á hafnarsvæðinu fiskisúpu á meðan verið var að landa úr togaranum,“ segir í tilkynningu frá Faxaflóahöfnum. Ljósin tendruð á Hamborgartrénu Hamborgartréð. Aðventuhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum verður laugardag- inn 30. nóvember kl. 16-20. „Jólasveinarnir í Dimmuborgum verða í fullu fjöri að undirbúa sig fyrir jólin. Það verður mikil gleði þar sem að jólasveinarnir taka á móti gestum, spjalla, syngja og segja sögur,“ segir í tilkynningu. Markaðstjald verður á bílastæð- inu í Dimmuborgum þar sem seldar verða hinar ýmsu vörur sem henta vel í jólapakkann. Gestir geta svo keypt sér heitt kakó, kjötsúpu og fleira girnilegt. Boðið verður upp á leynitónleika Inspired by Iceland klukkan 18. Grýlusjóður verður á sínum stað þar sem gestir eldri en 18 ára greiða 1.000 krónur. Það verður sannkölluð aðventu- stemning í Dimmuborgum um helgina. Aðventuhátíð í Dimmuborgum Hin árlega Aðventuhátíð Kven- félagsins Einingar í Holtum verður haldin sunnudaginn 1. desember í Laugalandi í Holtum. Sveita- og handverksmarkaður verður hátíðinni. Hringur, kór eldri borgara syngur og nemendur Laugalandsskóla verða með tónlist- aratriði. Bókakynningar verða og spunasystur sýna ullarvinnslu. Þá verður kaffisala og tombóla til styrktar barnasjóði Einingar. Jóla- sveinar koma í heimsókn og kveikt verður á jólatrénu um kl. 15.30. Há- tíðin stendur frá kl. 13 til 16. Allir eru velkomnir. Aðventuhátíð á Laugalandi Holtum Hinn árlegi jólabasar í Kattholti, Stangarhyl 2, Reykjavík, verður haldinn í dag, laug- ardaginn 30. nóvember kl. 11-16. Margt góðra muna verður á boðstólum s.s. jólakort, jólamerkimiðar, handunnið jólaskraut, kerti og fleira sem tengist jólum. Einnig dagatal ársins 2014, ásamt leikföngum bókum, myndum, skartgripum og mörgu fleira. Þá verða smákökur og fleira gómsætt bakkelsi til sölu. „Síðast en ekki síst verða sýndar yndislegar kisur, sem allar eiga það sameig- inlegt að þrá að eignast ný og góð heimili,“ segir í tilkynningu frá Katt- holti. Allur ágóði fer til styrktar óskilakisunum í Kattholti. „Tilvalið er að byrja aðventuna með því að heimsækja Kattholt og allir eru hjartanlega velkomnir,“ segir í tilkynningu frá basarnefndinni. Kisur þrá að eignast ný og góð heimili Óskilakisa sem bíður eftir heimili. Hinn árlegi jólabasar KFUK verður haldinn laugardaginn 30. nóvember kl. 14-17 í húsi KFUM og KFUK á Holtavegi 28. „Til sölu verður fallegt og vand- að handverk ásamt ljúffengum heimabökuðum jólakökum, nýbak- aðar vöfflur og kakó. Hægt að gera góð kaup á frábærum og einstökum jólagjöfum og styrkja um leið starf KFUM og KFUK,“ segir í tilkynn- ingu. Allir eru hjartanlega vel- komnir. Jólabasar KFUK ÚR BÆJARLÍFINU Gunnar Kristjánsson Grundarfjörður Vindasöm vetrarbyrjun með til- heyrandi úrkomu, ýmist í föstu eða fljótandi formi, hefur reynt á þolrif Grundfirðinga allt fram til þessa. Það var því vel til fallið að einn af fyrstu viðburðum á Rökkurdögum sem haldnir voru í nóvemberbyrj- un hét „ Ég elska þig stormur“. Þar var um að ræða mjög fróðleg- an fyrirlestur um vinda og veð- urfar og áhrif landslags og gróðurs á þá. Fyrirlestrinum sem Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur hélt var vel tekið af heimamönnum sem fjölmenntu á viðburð þennan.    Rökkurdagar sem haldnir hafa verið árlega nú um nokkurra ára skeið þóttu takast mjög vel í þetta sinn og voru allir viðburðir vel sóttir og efni þeirra við allra hæfi. En þeir voru svo margir að of langt mál yrði upp að telja. Rétt er þó að lokum að geta fyrirlesturs og sýningar um franska sjómenn við Íslandsstrendur sem María Óskarsdóttir sá um en á þeim við- burði voru einmitt staddir fulltrúar vinabæjar Grundarfjarðar frá Pa- impoil í Frakklandi en rökk- urdagar voru nokkuð frönsku- skotnir að þessu sinni í tilefni af komu þeirra. Saga skútusiglinga og veiða Frakka hér við land og m.a. í Grundarfirði fyrr á öldum er allrar athygli verð.    Kvikmyndahátíðin Northern Wave tók síðan við um leið og Rökkurdögum linnti, þar er líka um að ræða viðburð sem fest hefur sig í sessi í menningarlífi Grund- firðinga. Á bak við þann viðburð stendur kvikmyndagerðarmað- urinn og Grundfirðingurinn Dögg Mósesdóttir. Um er að ræða al- þjóðlega stuttmynda- og tónlistar- myndbandakeppni. Keppnin hefur vakið athygli víða um heim og þeim sem senda myndir í keppn- ina fjölgar með hverju ári. Meðan á hátíðinni stendur er bryddað upp á viðburðum eins og fiskrétta- keppni þar sem heimamenn spreyta sig í eldamennskunni og bjóða gestum og gangandi upp á smakk og á öldurhúsi bæjarins er boðið upp á drynjandi tónlistar- viðburði og dans.    Síldin lætur ekki að sér hæða frekar en fyrri daginn og fyllir Kolgrafafjörðinn sem aldrei fyrr. Hér ná menn nú vart andanum yf- ir uppátækjum sunnanmanna sem teknir eru til við að reyna að sprengja síldina út úr firðinum með neðansjávarkínverjum og með góðum árangri að eigin sögn. En hvað þeir ætla síðan að gera ef það tekst að reka síldina undir brúna er mönnum hér enn hulin ráðgáta. Morgunblaðið/ Gunnar Kristjánsson Síldveiðar Stóru skipin athafna sig á Urthvalafirði framan við Kolgrafafjörð. Þau litlu eru innan brúar. Vindasöm vetrarbyrjun hefur reynt á þolrifin Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 24 dagar til jóla Kringlan / Sími 533 4533 Mikið úrval af töskum og fallegum fylgihlutum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.